Heimilisblaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 12
76
HEIMILISBLAÐIÐ
mjúku hreyfingar og hin dökku leyftrandi augu
og hið einkennilega óbifanlega andlit, erbarvott
um viljaþrek og festu. Hún var ung ennþá,
máske tuttugu og fimm ára, alls ekki meir, og
ljós á hörundslit eftir austurlandabúum að dæma
„Mitt fátæklega hús er fyrir kaupmenn og
píjagríma, en ekki fyrir hrausta riddara, samt
sem áður óska eg yður velkomna herrar minir“,
sagði hún hvatlega um Ieið og hún athugaði
þá vandlega í laumi.
„I ættlandi voru erum við aðeins skjaldsvein-
ar, sem förum pílagrímsför“, svaraði Godvin.
„Hve mikils krefjist þér um daginn fyrir að
fa>ða oss og gott herbergi til þess að sofa í?“
Þessir ókunnu menn segja ekki satt“, sagði
hún við burðarmanninn.
„Hvað gerir það yður til“ svaraði hann, er
hann var að leysa farangurinn. „Þeir munu
borga fyrir dvöl sína, og til þessa lands koma
alskonar vitfirringar, sem þykjast vera alt annað
en þeir eru. Þér leituðuð þeirra sjálf, hvers
vegna veit eg ekki“.
„Yitfirringur eða ekki, það eru þó efnismenn“,
sagði bún eins og við sjálfa sig, siðan bætti hún
við á frönsku: „Herrar mínir, eg endurtek það
þetta er aðeins óbreytt gistihús, illa samboðið
slíkurn riddurum sem yður, en ef þér vijið gjöra
mér þann heiður þá er borgunin — svo og svo
mikið“.
„Við erum ánægðir“, sagði Godvin, „sérstak-
lega þar sem vér erum vissir um að þér munið
annast oss vel, þar sem þér fóruð með oss hing-
að án þess að spyrja um leyfi“.
„Svo vel sem óskið eftir, eg meina eftir þvi
sem þér getið borgað'1, sagði konan. „Nei látið
mig nú semja við essrekann, því hann gæti
prettað yður“.
Síðan þráttuðu þau í fimm mínútur, hin ein-
kennilega, fagra kona með óbifanlega andlitið
og essrekinn, sem eftir austurlenskri venju varð
öskuvondur yfir borgun þeirri er honum var
boðin, og kallaði hana loks ýmsum ónöfn-
um.
Hún stóð róleg og horfði á hann, en Godvin,
sem skildi alt saman, en lét sem hann skildi
ekki neitt, undraðist þolinmæði hennar. Loks
sagði essrekinn í ofsareiði, og hreytti"út úr sér
skömmum:
„Það er ekki furða Masonda spæjari, að
þú hefir leigt mig til illverka þinna, fylgir
þessum kristnu hundum að máli gegn rétttrú-
uðum manni, þú Al-é-bals barn!“
„Hver er það?“, spurði hún kuldalega.
„Meinar þú höfðingja þann sem drepur?“ og
hún leit á hann ógnandi augum.
Fyrir þessu nístandi augnaráði virtist öll reiði
mannsins hverfa.
„Fyrirgefið mér Masonda ekkja“, sagði hann
„Eg gleymdi að þér eruð kristin og eruð því
þeim fylgjandi. Þessi upphæð er ekki nóg til
þess að borga slitið á hófum asnans míns, en
látið mig þó fá peningana og lofið mér að fara
til pílagrímanna, sem munu borga mér betur“.
Hún fékk honum upphæðina og sagði mjög
rólega: „Farðu og hafðu betra taumhald á
tungu þinni, hafir þú mætur á lífi þínu“.
Hann fór og var nú svo auðmjúkur, aðWulf
fanst hann líkari tuskuhrúu en manni, þar sem
hann sat á baki asnans með óhreinan vefjahött
á höfði, og i gauðrifinni kápu.
Honum virtist lika að veitingakonan hefði
meira vald en almennir gestgjafar heima á Eng-
landi. Þegar hún sá hann ríða úl úr hliðinu
snéri Masonda sér að þeim og mælti á frönsku
„Fyrirgefið mér, en hér í Reinut eru þessir serk-
nestu essrekar oft ósvífnir, sérstaklega við oss,
sem erum kristnir. Utlit ykkar vilti hann, hann
hélt að þið væruð riddarar, en ekki pílagrímar,
eins og þið þykist vera, þó að þér séuð vopn-
aðir og búnir sem riddarar undir pílagrímskufl-
um yðar“. Henni varð nú litið á hvítu rákina
á höfði Godvins, þar seni sverðið hafði hitt hann í
bardaganum á steinbrúnni við Víkina dauðu, og
bætti nú við: „Þér berið líka riddaramerki,
þó auðvitað geti hver hlotið slíkt merki í áflog-
um á gildaskála. Þér munuð borga mér vel,
og skulið því fá mitt bezta herbergi, þar sem
yður þóknast að heiðra mig með návist yðar.
Ó! farangur yðar. Þér óskið víst ekki að hann
liggi svona. Þræll komdu hingað“.
Frh.