Heimilisblaðið - 01.05.1916, Page 13
HEIMALISBL A'Ð IÐ.
77
Nú flytur Heimilisblaðið myndir af 3 ísaums-
bekkjum, sem á slæmu kaupstaðamáli er kallað
„milliverk" eða „millumverk", Heimilisblaðið
kann illa við slíkt natn og nefnir því þetta
tsaums bekki. Þessir bekkir eru i rekkvoðir og
koddaver, saumaðir með Harðangurs og Klaustur-
saum, í hvítan góðan jafa (Sultanstof). Til
klaustursaumsins er notaðurperluþráður nr. 5, en
til Harðangurssaumsins isaumsþráður nr. 16.
Heimilisblaðið veitir kaupendum sínum þau
hlunnindi, að það útvegar þeim áteiknaða dúka
og þráð (bródergarn) til isaums þess, sem blaðið
%tur myndir af.
Rekkjuvoðsbekkurinn, sem blaðið flytur nú
mynd af er l1/^ meter á lengd og kostar áteikn-
aður kr. 2,00, en efni í koddavers bekk áteiknað-
ann kostar kr. 1,50 þeir, sem óska að bagnýta
sér ofannefnd hlunnindi, sendi útgefanda Heim-
flisblaðsins greinilega ulanáskrift, þ. e. nafn,
U-i ; ‘
■
. v. . , 'NL,
• '■A'.
IIIIIIIIIIK éf ■«(•
heimili, hrepp og næsta póststað, ásamt verði
etnisins, í póstávísun eða peningabréfi og greini-
legri tilvísum til tölublaðs og blaðsíðu, sem hin
pantaða ísaumsmynd er á.
A.: Hversvegna gengurðu svona beint á lukt-
arstólpana, maður, ertu blindur?
Drykkjurúturinn: Ó, nei, már sýnast
þeir vera tveir, og eg ætlaði að ganga ámilliþ eirra.
Bóndinn: Læt eg þig kanske ekki fá eins
mikla peninga eins og þú þarft með?
Konan: Jú, en þú lofaðir áður en vjfr
giftumst að ég skyldi fá eins mikla peninga og
eg gæti eytt.
Lífsábýrgðarfólag Daiimark
hefir, samkvæmt skýrslum frá stjórnarráð-
inu, hlotið löggilding hér á landi og hefur hér
varnarþing, sbr. auglýsing hér í blaðinu. Gagn-
vart þeim, sem kynni að telja það eigí ábyggi-
legt, skulum vér geta þess, að aðalforstjóri þess
er einhver helsti þjóðmegunarfræðingur Dana,
V. Falbe-Hansen konferensráð, konungskj.
landþingsmaður. Er vátryggingarfjárhæð félag-
sins 90 milj. króna, en eignir þess 21 milj. kr.
Þarf því enginn að óttast, að það sé eigi ábyggi-
legt. Rikissjóður Dana tryggir þar fjölda starfs-
mönnum sínum, sérstaklega þá, sem gegna
póststörfum og járnbrautastörfum, sem sýnir
bezt álit félagsins heima fyrir, og ber ljósastan
vottinn um áreiðanleik þess.
Það er Þorv. Pálsson læknir, sem veitir alla
nánari vitnesku um félagið.