Heimilisblaðið - 01.05.1916, Side 14
78
HEIMILISBLAÐIÐ
Nýir ísl. skartgripir
izzzz— • (kgl. lögvarðar gerðir.)
m
H Framleiösla meö einkarétti.
£3
m
l
m
m
Auka-verðskrá send ókeypis, ef um er beðið.
Gripirnir fást hvarvetna á íslandi í vel birgum glys-
verzlunum eða beint frá framleiðanda:
Nordisk Vareimport,
Griffenfeldtsgade 8, Köbenhavn N.
m
m
m
m
m
m
m
m
N
i
m
m
m
m
i
m
m
M
„Dýraverndarinn" talar
máli dýranna. Kemur út 4 siun-
um á ári, 16 síður í hvert
sinn. Arg. kostar 50 aura. Er
með myndum. Gerist kaup-
endur í dag. Afgreiðsla hjá
Jóh. Öym. Oddssyni
Laugaveg 63.
FANNEY,
barnabók með myndum, 5
hefti alls, kostar 50 a. hvert.
Agæt barnabók. Fæst hjá öllum
bóksölum.
Iíarnahlaðið „Æskan“ kem-
ur út í Reykjavík mánaðarlega,
12 blöð á ári, og auk þess
sérstakt jólablað. Árg. kostar
aðeins kr. 1,20. Utg.: Aðal-
hjörn Stefánsson og Sigurjón
Jónsson.
Kartöfiuhollur.
100 gr. smjör, 25 gr. kartöflumjöl, 125 gr.
rifnar soðnar kartöflur, 3 egg, framan í tesk.
múskatsblóm, 2 matsk. mjólk, ofurlítið sykur
óg salt. Smjörið er brætt, þar i er svo látið
kartöflumjölið og kartöflurnar og hrært vel sam-
an, þegar deigið losast frá potfinum, er það
látið í fat og látið kólna, þá eru eggin hrærð i,
eitt í einu, svo mjólkin og siðast kryddið, þegar
þetta er vel hrært saman, eru búnar til bollur
með skeið og soðnar í saltvatni. Þessar bollur
má hafa i brúnar súpur, skal þá móta þær
með teskeið, líka eru þær ágætur morgunrétt-
ur, eru þær þá mótaðar með matskeið og búin
til á þær brún sósa (vanaleg steikarsósa) sem
svo er helt yfir bollurnar á fatið og raðað smjör-
deigi í kring.
Skuggsjá.
I Japan er það siður, að aðstandendur
hinna dánu grafa sjálfir gröfina, en fá ekki til
þess „líkmenn“ svo sem siður er hjá oss.
í jarðskjálftakipp allmiklum, sem fyrir nokkr-
um árum kom í Ástraliu, hafði stórt tré slitn-
að upp með róturn. Þegar farið var að lima
sundur tréð, fundust í moldinni, sem fylgdi með
rótinni, allmikið af gullstykkjum. Héldu menn
að maurapúki einn, sem fyrrum hafði búið þar
skamt á braulu, mundi hafa falið gull sitt þarna
i jörðu.
I Rochester, borg i Minnesóta, kviknaði í
háu húsi. Einn maður sem bjó i húsinu varð
of seinn að komast ofan stigana, áður en þeir
brunnu. Hann þandi þá út regnhlíf sina og
vatt sér út um glugga á 3. hæð með hana út-
þanda yfir höfði sér og kom með hægri ferð
niður á jafnsléttu.