Heimilisblaðið - 01.08.1917, Page 4
86
HEIMILISBLAÐIÐ
Notkun tímans.
Það er margt sem gengur oss úr greipum;
Ðest af þvi getum vér öðlast aflur. Vér höfum
t. d. orðið að sjá á bak góðum vini. Séum
vér réttlátir, vingjarnlegir og vandir að vinavali,
getum vér öðlast vináttuna aftur. Vér höfum
mist peninga vora eða á annan hátt orðið fyrir
eignatjóni. Alt slikt getum vér fengið aftur.
séum vér iðnir, umhugsunarsamir og sparsam-
ir. Já, jafnvel veiklaða krafta er undir mörgum
kringumstæðum hægt að öðlast aftur, með
því að fylgja vissum reglum og þá helst að
gefa vel gaum að lögum náttúrunnar. — En
eitt er þó sem ekki fæst aftur sé því einu sinni
á veg vísað, það er tíminn; hann er oss eilíf-
lega glataður — kemur aldrei aftur — aldrei
að eilífu.
Hin dýrmætasta af öllum gjöfum Guðs er
tíminn. Hann er grundvöllur alls annars. Öll
þessa lífs gæði öðlumst vér í tímanum.
Séum vér sviftir tímanum, föllum vér
sem fölnuð blóm til jarðarinnar; alt lífið er horfið
oss. — — — Vér ættum að temja oss að
meta tímann meðan vér höfum hann oss í
hendi. — Hve sorglegt er það ekki, að hugsa
til þess, að menn svo oft eyða tíma sinum án
umhugsunar, í iðjuleysi og ómenningu, eða
leita þess, sem er einskis vert, óheilnæmt bæði
fyrir sál og likama. Hversu margir eru þeir
ekki,.sem klaga og kvarta si og æ yfir því, að
timinn sé svo lengi að liða, alt sé svo leiðinlegt,
— vilja með öðrum orðum flýja tímann, flýja
Guðs dýrustu náðargjöf! — Þetta er sönnun
fyrir því að slíkir menn verja timanum illa,
þeir vita ek<ki um verðmæti hans. Maður, sem
situr í fangelsi sökum þess að hann hefir
varið tima sínum til að brjóta landslögin, litur
á tímann sem hefndargjöf og óskar að hann
liði sem fyrst. En hver er í sökinni ? — Hanu
sjálfur.
Það virðis svo, sem flestir lifi og starfi að-
eins fyrir mat og drykk. Maginn er þeirra
guð! Að hugsa um endurnæring handa sálu
sinni. Nei það dettur þeim ekki til hugar^
Þannig er því varið, þegar vér svo oft finnum
sálir ungra manna, andlega uppþornar, visnar,
skrælnaðar, bókstaflega ómóttækilegar fyrir hina
lifandi fæðu, uppsprettulindir hins eilífa sanna
lífsvatns, tíminn hefir ekki verið notaður til
þess að vökva þær, á meðan æðar þeirra voru
opnar, en að fá lifandi blóðstraum í stirðnaðar
æðar, það er ofurvaxið mannlegum krafti.
Stöðugar áklaganir — enginn tími til að
lesa eða líta eftir lífsins verulega gildi. — Enginn
tími. til að stansa eitt augnablik frammi fyrir
Guði alföður og hlusta eftir röddu hans í al-
mættisverki hans. Ó þvilík blindni! — En sé
náðartíminn frá oss tekinn, berji dauðans gest-
ur að dyrum hjá oss, þá dúgar sannarlega ekki
hið vanaleg kæruleysissvar hirðuleysingjans; „Eg
er ekki viðbúinn, bíddu þar til eg hefi betri
tíma“.
„Hjálpaðu mér kæri læknir, að eg fái enn
lifað aðeins eitt einasta ár, allar eigur rnínar
gef eg yður“. Þannig bað hin andríka vinstúlka
Schillers í banalegu sinni, er hún sá að dauðinn
nálgaðist; en jafnvel þó hún hefði getað boðið
keisarakórónu og alt heimsins gull og silfur, þá
hefði læknirinn ekki getað gefið henni eina
mínútu.
Þannig fer jafnvel hinum mestu nirflum,
þegar þeir verða þess varir, að tíminn er frá
þeim tekinn, þá vildu þeir jafnvel láta alt gull
sitt og gersemar fyrir, — ja máske fyrir fáar
mínútur. Þetta er oss öllum Ijóst, og þó lifa
þúsundir og miljónir manna aðeins fyrir pen-
inga, dag og nótt, ár og áratugi þreyta þeir
huga sinn á því einu, að finna upp aðferðir til
að græða fó, Iifa eftir fýsnum holdsins, sýnast
fyrir mönnum, fá á sig hlaðið titlum og kross-
um, alt einskis vert, því allur sá tími sem þeir
verja til slíks, veitir þeim enga sanna ánægju,
varanlegan frið né gleði, og í dauðanum er
slíkt minna vert en fúið hálmstrá fyrir drukkn-
andi mann að grípa til.
Ó, hvílík heimska og blindni! Vér lifum
sem moldvörpur lifið út, en í dauðanum opnast
máské augu vor, — en þá er tíminn horfinn,
horfinn langt inn í hið ómælanlega djúp eilífð-
arinnar, Þar bíður hann vor, hinumegin á hin-