Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1917, Page 8

Heimilisblaðið - 01.08.1917, Page 8
90 HEIMILISBLAÐIÐ „Það er bezt fyrir yður að segja mér ekki neitt hvað þeir halda“, mælti Godvin. „Eg þakka yður, sagði Masonda11 með ang- urblíðu brosi, um leið og hún kastaði af sér kápunni, og stóð hún þar frammi fyrir þeim klædd hvítum búningi með skjaldarmerki Baal- becs á brjóstinu. „J?að er ykkur gott“, hélt hún áfram, „að þeir halda mig aðra en eg er, því annars fengi eg ekki að koma inn fyr- ir þrepskjöldinn á húsi ykkar“. „Hvernig líður Eósamundu?" greip Wulf fram í. „Prinsessunni af Baalbec, húsmóður minni, líður ætíð vel“ svaraði hún. „Þó er hún stundum hálfþreytt á öllu þessu skrauti, sem hún hefir enga ánægju af. Hún sendir ykkur kveðju sína, án þess að segja mér, hvorum eg ætti að færa hana, svo þið verðið að skifta henni millum ykkar“. Godvin andvarpaði, en Wulf spurði hvort engar líkur væri til að hægt yrði að sjá hana. „Nei, sagði Masonda, „en eg kom í öðr- nm erindum“, bætti hún við í lágum róm. „Yiljið þið, bræður, gera Salah-ed-dín greiða? „Það er undir því komið hvað það er“, svaraði Godvin þungbúinn. „Aðeins að frelsa líf hans, og fyrir það mun hann verða ykkur mjög þakklátur, eða þá það gagnstæða, eftir þvf sem lund hans er varið“. „Talaðu“, sagði Godvin, „og segðu okkur hvernig við getum frelsað líf lians“. „Munið þið enn þá eftir Sínan og Eedej- um hans. Hann hefir ráðgert að myrða sold- án í nótt, og svo ykkur, og ná burtu Kósa- mundu, en takist það ekki, þá á að myrða hana líka. Já, þetta er satt. Eg hefi fengið vitneskju um þetta hjá einum þeirra, með að- stoð innsiglisins. Það hefir gert okkur mikið gagn. Yeslings fábjáninn, hann hélt að eg væri með í ráðum. Þið eruð víst foringjar lifvarðarins í nótt. Þegar skif-t er um verði lun miðnætti í nótt, munu verðirnir við her- bergisdyr Salah-ed-díns ekkikoma,heldurmunu þeir narraðir aðra leið með loginni skipun. Én i þeirra stað munu átta launmorðingjar koma, klæddir sem lífverðir og með vopn þeirra, þeir munu reyna að slá ykkur til jarðar, drepa Salah-ed-dín og siðan ílýja. Haldið þið að þið geti varist átta mönnurn?11 „Yið höfuín gerb það fyr og munum reyna það“, svaraði Wulf, en hvernig getum við þekt, að það séu ekki „mamelúkar11?* „Þeir munu vilja komast um dyrnar, en þá segið þið við þá: „Nei, þór Sínans syn- ir“, og munu þeir þá ráðast á ykkur til þess að drepa ykkur. Yerið þá reiðubúnir og hrópið hátt“. „Og ráði þeir niðurlögum okkar“, spurði Godvin, „verður soldán þá drepinn?“ „Nei, því þið verðið að læsa herbergisdyr- um Salah-ed-díns og fela lykilinn. Vopna- glamrið lilýtur að kalla ytri verðina að, áður en þeir geta sært hann, eða“ — bætti hún við eftir augnabliks umhugsun, — „máske það væri bezt að opinbera strax samsærið fyrir honum?“ „Nei, nei“, svaraði Wulf, „við eigum það á hættu. Eg er orðinn þreyttur á að sitja aðgerðalaus. Hassan gætir ytri dyranna og; hlýtur að heyra hávaðann og koma“. „Gott“, sagði Masonda. „Eg skal sjálf gæta að hvort hann er þar og vakandi. Venð nú sælir, og biðjið þess að við fáum að hittast aftur. Eg segi Rósamundu prinsessu ekkert frá þessu fyr en alt er um garð gengið“. ' Hún brá síðan yfir sig kápurni, snéri sér við og gekk fit. „Heldur þú að þetta só satt?“ spurði Wulf bróður sinn. „Yið höfum aldrei reynt að Masonda segði okkur ósatt“, svaraði hann. „Komum nú og athugum vopn vor, því hnífar Pedejanna eru beittir“. * * * Það var liðið að miðnætti, og bræðurnir stóðu í hinu skuggalega herbergi, er lá að svefnherbergisdyrum Saladíns. Verðirnir, átta mamelúkar, voru nýfarn- ir frá þeim, því þeir áttu von á að mæta * Doild lífvarðarliðs soldáns.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.