Heimilisblaðið - 01.08.1917, Qupperneq 10
92
HEIMILISBL AÐIÐ
gætum um stund varist átta af Sínans dul-
klæddu ræningjum“.
„Þið hafið unnið hraustlega, en þetta var
hin mesta fífldirfska11, svaraði soldán. Siðan
rétti hann þeim hönd sína og mælti: „Bidd-
arar, Salah-ed-dín á ykkur lífgjöf að launa,
og fari svo að líf ykkar verði einhvern tíma
í hættu, mun hann minnast þess“.
Næsta morgun voru þeir Fedejar, er á
lífi voru eftir, yfirheyrðir, og játuðu þeir hik-
laust, að þeir hefðu komið í þeim tilgangi,
að myrða Salah-ed-dín, er rænt hefði brúði
húsbónda þeirra, ásamt bræðrunum, er hefðu
komið henni undan og Masondu. Þeir voru
því píndir til dauða. Margir þar í borginni,
er grunaðir voru um að vera í vitorði með
þeim, voru teknir og drepnir, svo launmorð-
ingjana var ekki að óttast um stund.
* *
*
Frá þeim degi voru bræðurnir í miklum
metum hjá Saladín. Hann sendi þeim gjafir,
og bauð þeim metorð og völd, en þeir höfn-
uðu því, og sögðu, að þeir óskuðu aðeins eins
af honum, og hann vissi hvað það væri. Við
það svar varð hann alvarlegur á svip.
Einn morgun sendi hann eftir þeim og
tók á móti þeim í viðurvist Hassans, ýmsra
helztu höfðingja sinna og múhamedansks
prests.
„Qngi maður“, sagði hann stuttlega við
Godvin. „Eg veit að þér elskið systurdótt-
ur mína, prinsessuna af Baálbec. Takið trú
vora og þá mun eg gefa yður hana fyrir
konu, og þá mun hún einnig taka hina sönnu
trú, sem eg hefi svarið að þvinga hana ekki
til að taka. Fallist á þetta, og við það vinn
eg hraustan hermann og paradís hugrakka
sál. Presturinn þarna mun fræða yður í trú
vorri.“
„Herra, eg þakka yður, en eg get ekki
skift um trú til þess að vinna mór konu,
hversu heitt sem eg elska hana“, svaraði God-
vin.
„Eg bjóst við þessu“, sagði Saladín og
andvarpaði, „þó það sé sorglegt, að þröngsýni
skuli blinda svo hraustan og góðan dreng.
Nú, hr, "Wulf, kemur til yðar kasta. Hvað
segir þér um tilboð mitt? Viljið þór taka
prinsessuna og eignir hennar og völd, og
blessun mína sem brúðargjöf?
'Wulf hugsaði sig um eitt augnablik. Hann
mintist haustkvöldsins, er nú var iiðið fyrir
mörgum árum, er þeir stóðu ásamt Eósamundu
hjá altari St. Shads á ströndinni í Essex, og
einmitt töluðu um trúarskifti.
Síðan svaraði hann brosandi: „Já, herra,
en eftir mínum skilmálum en ekki yðar, þvi
gengi eg að þeim myndi hjóraband mitt verða
blessunarsnautt. Rósamunda myudi ekki held-
ur vilja giftast einum þjóni spámanns yðar,
er gæti tekið sér flein konur, ef honum þókn-
aðist“.
Soldán laut höfði.
„Lozelle riddari tilbað einnig krossinn“,
sagði hann, „en þið eruð honum gagnólíkir,
því hann tók þá trú er honum var boðin“ —
„Til þess að vinna vinfengi yðar“, sagði
Godvin biturt.
„Eg veit ekki,“ ansaði Saladín, en það er
satt, að henn virðist hafa verið kristinn með-
al sinna trúbræðra þar' vestra, en tilbað spá-
manninn hór. En hvað sém því líður, tmm
er nú fallinn fyrir hendi yðar, og þó hann
hafi brotið móti mór og svikið frænku mi'nn.
i hendur Sínans, þá segi eg: Friður só með
sál hans. Eg hefi fleira að segja yður. Frank-
inn, prins Arnat af Karek, sem þér nefnið
Eeginald af Chatillon, bölvað veri nafn hans
hefir rofið friðinn milli mín og konungsins í
Jerúsalem, með þvi að ráðast á kaupmenn
mína og drepa þá niður og ræna fé þeirra.
Eg vil ekki þola þá skömm lengur, og mun
því bráðlega draga upp merki mitt, og vefja
það ekki saman fyr en það blaktir yfir Omar-
musterinu og öllum virkisturnunum í Gyð-
ingalandi. Trúarbræður yðar eru dauðadæmd-
ir. Eg Jósuf Salah-ed-dín,“ og hann reis á
fætur er hann mælti þetta, „boða hið heilaga
stríð og sópa þeim í hafið. Yeljið nú, bræð-
ur. Viljið þór berjast með mór eða móti?
Eða viljið þér láta vopn yðar af hendi og
dvelja hér sem fangar mínir?“