Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1917, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.08.1917, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 93 „Við erum þjónar krossins11, svaraði God- vin, „0g getum hvorbi nó viljum lyfta sverði gegn honum og glata með því sál vorri“. Síðan talaði hannvið Wulf og bætti svo við: „En hvað hina spurningu yðar snertir, hvort við verðum hér í hlekkjum, því verður Eósa- munda að skera úr, því við höfum svarið að þ]óna henni. Við kreijumst þess að sjá prins- essuna af Baalbec“. „Sendið eftir henni, emír,“ sagði Saladín við Hassan, sem hneigði sig og hvarf burt samstundis. Skömmu síðar kom Rósamunda fögur að sjá, en þó föl og þreytuleg. Hún laut Sala- din lítið eitt, og bræðurnir, sem ekki fengu að snerta hönd hennar, hneigðu sig fyrir henni. „Eg heilsa yður, móðurbróðir/1 sagði hún við soldán, „og ykkur kæru frændur. Hvers óskið þið?“ Saladin bauð henni sæti og bað Godvin að skýra henni frá öllum málavöxtum, sem hann gerði, og endaði svo á þessa leið: „Er það ósk þín, Eósamunda, að við verðum hér við hirðina sem fangar, eða að við förnm í hóp trúbræðra vorra og berjumst með þeim í hinu mikla stríði er nú vofir yfir?“ „Eósamunda horfði á þá um sttind og svaraði svo: „Hverjum sóruð þið fyrst? Var það að þjóna Drotni eða konu? Eg hef ekki fieira að 8egja“. „Slikra orða væntum við af þér“, mælti Godvin, en Wulf laut höfði til samþykkis og bætti við: „Soldán, við biðjum um leyfi og vemd yðar til Jerúsalem, og lelum yður þessa konu, því við treystum orðum yðar að þér reynið ekki að þvinga hana af trú sinni, en verndið hana eftir mætti“. „í’ið hafið þegar fararleyfi mitt“ svaraði soldán, „og vináttu mina að auk. Og eg tnundi ekki hafa jafngott álit á ykkur, hefðu þið hreytt öðruvísi. Héðanaf eru við að visu ovmir í augum alra manna, og reynura að 81gra hvorir aðra. En hvað þessa konn snertir, þá óttist ekki, það sem eg hef lofað, skal verða uppfylt. Kveðjið hana, því þið munuð aldrei sjá hana framar“. „Hver hefir lagt yður slík orð í munn,. soldán?“ spurði Godvin. „Er það í yðarvaldi að lesa í framtíðinni ákvarðanir Guðs?“ „Eg hefði átt að segja“ svaraði soldán, „sem þið fáið ekki að sjá, ef eg get varnað yður þess. En getið þið kvartað, sem báðir hafið hafnað því að giftast henni?“ Eósamunda leit undrandi upp, en Wulf mælti: „Segið henni hvað það átti að kosta. Segið henni, að hún hafi átt að giftast þeim okkar, er beygja vildi kné fyrir Múhameð, og verða hin æðsta i kvennabúri hans, og þá hygg eg að hún muni ekki hallmæla okkur.“ „Eg mundi aldrei hafa mælt orð við þann framar, er öðruvísi hefði breytt“, hrópaði Eósamunda, en Saladin varð heldur þung- brýnn við þau orð. „Ó, frændi minn“, hólt. hún áfram. „Þér hafið verið mér mjög góður og veitt mér mikla upphefð, en eg óska alls: ekki allrar þessarar upphefðar, og yðar vegir eru ekki minir vegir, því eg hef aðra trú, sem þér teljið bölvaða. Eg grátbæni yður um að lofa mór að fara undir vernd frænda minna“. „Og biðla yðar“, bætti Saladin við. „Frænka, það getur ekki orðið. Eg elska yður mikið, en þó eg vissi að dvöl yðar hér kostaði yður lífið, yrðuð þér þó að dvelja hér, því eins og eg sagði yður, er lít margra þúsunda á einn eða annan hátt undir yður komið, eftir því sem mig dreymdi, og þeim draum trúi eg. Hvað er þá líf yðar, þessara riddara eða mitt eigið líf, að eitt þeirra geti vegið á móti lífi þús- undanna. Ó, alt sem keisaradæmi mitt getur veitt, liggur fyrir fótum yðar, en hér verðið þór að vera þangað til draumur minn hefir ræst og“, bætti hann við og leit til bræðranna,. „dauðinn skal verða laun hvers manns, er stelur yður úr minni hendi“. „Þangað til draumurÍDn hefir ræzt“, sagði Eósamunda og greip frami. „En verS eg þá. frjáls þegar hann hefir ræzt?“ „Já“, sagði soldán, „frjáls til að fara og koma eftir vild, nema ef þór reynið að flýja, þá vitið þór dóminn.“ „Það er loforð. Gætið að, frændur, það er loforð. Og þér, Hassan fursti, skuluð einn-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.