Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1917, Page 15

Heimilisblaðið - 01.08.1917, Page 15
Áskornn til íslenskra kverma Það var mörgum gleðiefni, er áfengisbannlögin öðluðst gildi. Sjerstaklega fögnuðu þó drykkjumannakonurnar þeim, að vonum, og óefað hafa þau vakið hjá þeim vonir um betri og far- sœlli framtíð — þau voru svipuö sólargeisla sem skín á eitir dimmu jeli. Æfiferill drykkju- mannskonu er sólskinslítill raunaferill. Það mun því margur furða sig á tilraunum þeim, sem gerðar eru í þá átt að spilla fyrir Iögum þessum. Þótt ótrúlegt megi virðast, er hér risin upp alda allhá, sem býr sig til að flœða yfir þessi lög, til þess að skola þeim á brott. Vonandi lætur eingin sú kona sem séð hefir bölið og mæð- una, er jafnan fylgir áfengisnautninni, blekkjast af fögrum orðum um ófrelsi einstaklingsins og réttarskerðing, sem nú eigi „að bæta úr“ með því að afnema bannlögin. Hver ætti helst að tala um ófrelsi og skerðing réttar? Spyrjið diykkjumannskonuna, sem um langt skeið hefir verið svift frelsi vegna vinnautn- ar manns hennar. Spyrjið börn drykkjumannsins. Hver vill taka að sér að leggja æskuna í fjötra að nýju? Með áfengisbanninu er bitr- asta heimilisbölinu rutt úr vegi. Mundi nokkur kona vilja að vínið skipaði aftur öndvegi á mörgum heimilum þjóðar vorrar, eins og áður var? Ef svo fer, að bannlögin verða borin undir atkvæði þjóðarinnar að nýju, þá er það von vor, að það verði eleki kvenþjóðin, sem þá neytir atkvæðisrjettar síns til hnekkis þjóð sinni og niðjum sínum til ævarandi tjóns. jÞað er þvi alvarleg áskorun vor til allra íslenskra kvenna: Hlynnid að Bann- lögunum — mannúðlegustu lögunum, sem þjöð vor hefur eignast. Hvetjið aðra til hins satna. Minnist þess, að kynslóðin, sem nú byggir landið, leggur grundvöll gæfu og gengis kom- andi kynslóða. Bannlögin eru dýrgripur, sem flytur með sér frið og gæfu fyrir aldna og-óborna. Verndið hann. Gœtið þess að lionum verði ekki rcent frá oss. Reykjvík í júnimánuði 1917. Anna Thóroddsen, Anna S. Pétursson, Astrid Kaaber, Auður Gísladóttir, Augusta Svend- sen, Ástríður Petersen, Aslaug Ágústsdóttir, Alfheiður Briem, Björg Guðmundsdóltir, Bríet Bjarn- héðinsdóttir bæjarfulltrúi, Elín Zoega, Elín Magnúsdóttir, Elín Andrésdóttir kennari, Guðrún Lár- usdóttir bæjarfulltrúi, Gíslína Kvaran, Guðrún Guðjónsen, Guðrún Pétursdóttir, Guðríður Guð- mundsdóttir, Gróa Bjarnadóttir, Guðlaug í. Jónsdóttir Laugaveg 11, Hólmfríður Rósenkrans veit- ingakona, Hólmfriður Árnadóttir kenslukona, Hólmfriður Knudsen, Hólmfríður Gísladóttir forstk. Hússtjórnarskólans, Hólmfríður Rósenkrans Kirkjustr., Hólmfríður Þorláksdóttir, Halldóra Henriks- dóttir, Ingileif Sigurðsson, Ingibjörg Johnsen, Ingileif S, Aðils, Inga L. Lárusdóttir kenslukona, Ingunn Blöndal, Elisabet Sveinsdóttir, Jónina Jónatansdóttir, Jarþrúður Jónsdóttir, Kristín B. Símonarson, Kristín Sigurðardóttir kaupkona, ICristjana Pétursdóttir, Kristin Sigurðardóttir Óðinsg. 2, Karólína Hannesson, Kristin Sveinbjarnardóttir frá Holti, Kristjana Markúsdóttir nuddlæknir, Kristin Pétursdóttir, Katrín Magnússon, Lovisa Jensen, Marie Ellingsen, Málfríður Lúðvíksson, Margrét Magnúsdóttir Litlahvoli, María Ólafsson frá Patreksfirði, Marta Pétursdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir Ragnhildur Gísladóttir, Ragnheiður Guðjonsen, Sigurbjörg Þorláksdóttir kenslukona, Sesselja Ólafsdóttir ljósmóðir, Susie Briem, Steinunn Briem, Sigþrúður Kristjánsson, Sigríður Þ. Thorlacius, Stefanía Guðmundsdóttir leikkona, Steinunn Hjartard. Bjarnason, Snjólaug Sigurðar- dóttir, Þorgerður Gunnarsdóttir, Þuriður Sigurðardóttir, Þjóðbjörg Þórðardóttir, Þórunn Hafstein, Þórunn A. Björnsdóttir ljósmóðir, Þuríður Bárðardóttir Ijósmóðir.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.