Heimilisblaðið - 01.02.1918, Page 2
18
HEIMILISBLAÐIÐ
um og særburn, bjargarár bágstoddum, líknar-
ár aumum, og sáluhjálparár öllum, sem á því
<teyja. —
Matth. 6, 5-13.
Hið fyrra er orsök hins síöara, og hið eft-
irkomandi er afleiðing hins undanfarna. Það
sem á undan er, bendir því líka til ]>ess, sem
á eftir fer; og það, sem síðar kemur, minnir á
það, sem fyr er farið. Og það, sem yfirstend-
ur, eða gengur og gerist í dag, það rifjar upp
sögu dagsins í gær, og spáir fyrir um daginn
á morgun. t dag er nýársdagur, fyrsti dagur-
inn í 1918. ári tímabils vors. Og hanu er,
eins og hver annar nýársdagur, að þvi leyti, að
hann þrýstir hverri mannlegri sál til þess, að
nema staðar í huganum, til að hvíla sig eflir
gamla árs gönguna, um leið og hún lítur aftur
yfir farinn veg, og lil þess að safna kröftum
undir nýársferðina, sem framundan liggur, ab
sumu leyti fyrirsjáanleg, en að ílestu leyti dimmu
hulin eða þoku vafin. Og eins er því nú þessi
nýársdagur og hver annar nýársdagur, að því
leyti, að margt og mikið gefur hann að hugsa
og finna til; margt að óttast og margt að vona,
margs að sakna og ti! ýmislegs að hlakka,
margt og rnikið að þakka, og ótalmargs að óska
og hiðja, öllum þeim sem nokkuð hugsa og
skilja, og nokkuð geta fundið til.
En þó hefir aldrei, síðan sögur hófust, upp-
runnið yfir þennan heirn annar eins nýársdag-
og þessi; jafnkallandi og knýjandi til endur-
minningar hins umliðna, og umhugsunar um
hið ókomna, jafn yfirskygður af ótta og kvíða
og harmaskýjum; jafnríkur að neyð og nauða-
horfum, sjaldan eins fátækur af þessa lífs gæð-
um og gæfuútliti yfir höfuð, og jafn vekjandi
og þrýstandi til ákalls og bæna, og til breyt-
inga frá býsna mörgu og miklu, sem verið hef-
ir og við'gengist á gamla tímanum liðna. Sið-
an mannkynssagan hófst, hefir engin nýárssól
risið upp og skynið yfir annað eins alsherjar-
stríð og óguðlegt miljóna morð eins og np er
orðið um þelta nýár. Eins og kunnugt er, standa
öll höfuðríkin í heimsálfu vorri í afskaplegustu
vígaferlum sín á milli, og ekki nóg með það,
heldur er þetta Evró|)ustríð orðið að alheims-
stríði, því allar hinar heimsálfurnar laka meiri
og minni blóðugan og grátlegan þátt í þessari
styrjöld, svo að kal’Ia má nú að allur heimur-
inn berjist. En aðalvigvöllurinn er álfa vor,
sú álfan sem síst skyldi ætla slíkt um, sú álfan,
sem kölluð er bezt mentuð, og lengst og mest
hefir lært og lifað við þella boðorð: „þú skalt
ekki mann deyða“. Þór vitið, að þegar stór
hernaðarstyrjöld geysar í hcj.skyldulöndum, þá
er þar eigi lengur um neina vægð eða miskun
að ræða. Eiginmenn og synir eru hlífðarlaust
teknir frá konum og mæðrum, hræður frá systr-
um, unnustar frá unnustum, alt þar til, að ekk-
ert er eftir heima nema konur, börn og gamal-
menni; og þegar hernaðurinn harðnar, þá er alt
heimtað og tekið frá heimilunum, dautt og lif-
andi sem hernaðurinn þarfnaðist; frjálsræði ekk-
ert, og enginn er þar óhnltur um líí, æru og
eignir. Og þér hafið heyrt frá orustunum og
vígvöllunum, og jafnvel séð myndir af þein).
„Þar berjast hræður ok að hönum verðask“,
eius og ti-ylt villidýr, eðli sínu og viti fjær. Og
þar hníga dauðir og dauðvona eiginmenn, feð-
ur, synii-, bræður og unnustar samtals þúsnnd-
um, og jafnvel miljónum saman; og á sömu
stund verða jafnmargar ekkjurnar og hinir föllnu
eiginmenn, og enn þá tleiri munaðarlausu börn-
in, og harnlausu foreldrarnir, og þannig áfrarn.
A heimilunum er harmakvein og grátur, en á
vígvöllunum og sjúkrahúsunum kvalaóp og vein.
Alslaðar þar, sem óvinaher fyr yfir, þár eru í
sannleika „Borgirnar hrundar og löndin auð“.
Þar er engu hlíffc, ef viðnám er veitfc þúsund-
urn saman flýr fólkið boi-gir sínar og bæi, og
deyr af hungri, nekt og hælisleysi, og allur þorri
hernaðar-þjóðanna inissir flesta heiðarlega at-
vinnu, og skortir því föt og fóður, einkum þeg-
ar ófriðurinn dregst á Ianginn.
Slíkt og þvílíkt er nú og fer meir og meir
að verða ástandið í ílestum löndum álfu vorr-
ar og víðar og víðar um heim allan. Og þó
að sjálf styrjöldin nái ekki lil allra landa með
aðal viðurslygð eyðileggingarinnar, þá ná þó
margar, illar og grátlegar afleiðingar hennar til
allra mannabygða þessarar jarðar, og þar á