Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1918, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.02.1918, Qupperneq 8
24 HEIMILISBL AÐIÐ Audlegt lífi tslands á 19. öld. (Brot úr fyrirlestrum G. Hjaltasonar). Inngangur. Eg gef aö eins yfirlit yfir þaö, og tek þá meginstrauma þess, sem mest áhrif hafa haft á mig. Eg tala þó ekki um J ó n Sigurösson, af því aö þaö er svo mikiö um hann aö segja, aö þaö veröur aö gera þaö út af fyrir sig, og geri eg það, ef til vill, seinna, ef eg lifi, og þá getur vel verið, að eg taki ýmsa aðra andans menn vora með, sem eg ekki nefni nú. Eg byrja á þeim manni, sem hreif mig einna mest í bernsku minni, þetta frá 7.—14. ári mínu. En eg drep rétt á þáð í æfistarfi hans, sem mest hefir vakiö eftirtekt mína, en vísa til J ó n s sagnf ræðin g s, því hann hefir nianna sann- gjarnast um mann þenna ritað. I. Magnús Stephensen. Hann var mikill, og hann var margt. Fjölfróður, starfsamur og háfleygur, efldi þekking, frelsi og manndáð. Hann var fjölfróður og viösýnn í anda. Svo kveður Jónas Flallgrímsson: „Flver er sá, er snörum hugaraugum skoðar lífs leiðir, lýð allan og tíð, vakir og vakir, vinnu sinnir hrímkalda grímu sem hagbjartan dag.“ Flér er lýst manni, sem reynir að umfaöma allan heiminn með hugsun sinni, og sem var iðjumaður hinn mesti. Því iðjusamur var Magnús í öllu, bæöi í embætti, bústjórn og fræöslustarfi. Á embætti og búi græddi hann, en fræðsluna gaf hann aö mestu, lágði bæði svefn og næöi í sölurnar fyrir hana. Iláfleygur var hann, svo fáir gátu fylgt hon- um, svo kvað J. H.: „Fár gat svo fyrri fornra norna haftböndum heftan huga sent á flug.“ Magnús skoöaði flesta forna og nýja trú og speki og talaði írjálslyndislega um þær, Alt af var hann önnum kafinn i aö íræöa þjóðina meö ritum sínum, gramdist honum því við þá, sem fyrirlitu fræðslustarfiö, en þeir voru margir á þeim dögum. Svo kvað J. H.: „Fár gat svo fyrri Frónbyggja sjón glætt að þeir mættu geima skoða heima.“ í „V i n a g 1 e ö i“, „K1 a u s t u r p ó s t i n- u m“ og fleiri ritum sínum fræöir liann um flest á jörð og himni, er menn þektu þá, einkum þó um plöntur, stjörnur, dýr og steina, þjóð- flokkana, speki, lög og trú. Einnig um sögu íslands og enda mannkynsins líka, þvi hann samdi „Eftirmæli 18. aldar“, ágæta bók, sögu um níunda hlutann af þjóðaræfi íslands, einnig yfirlit yfir hinn byltingamikla hluta menningar- sögunnar frá 1790 til 1825. Enn segir J. FI.: „Fár gat svo fyrri fullhugaður bugað illa villu, aldaspellagjald." Magnús kom margri hjátrú fyrir kattarncf. „Fár gat svo fyrri fjandann anda lestan og lostið lýgi brott úr vígi.“ Hann vildi nema haröneskju og hræsni bæði úr lögum og trúarlífi. Flann var fríhyggju- og skynsemistrúarmaður. Veikti trú á vald djöfulsins, en efldi trú á guð- lega forsjón. Trú Magnúsar sjálfs á Krist var nú víst fremur veik og óákveðin. En trú hans á Föðurinn var sterk og stöðug, þótt hann oft hefði við efasemdir að stríða. Sálmabók sú, er hann kom á fót, aldamóta messusöngsbókin, er sannkölluð evangelisk bók mörgum guösorðabókum fremur. Hún boöar flestum betur kærleika guös bæði í náttúrunni og í stjórn heimsins. Og þetta þurfa menn nú ekki hvað minst að heyra, því svartsýnin er nú svo æst, að hún þykist hvergi finna góðan Guð. En þótt Magnús þekti rnanna best mannlífiö og náttúruna, bæði af miklu lærdómi og margri og langri lífsreynslu, og sæi því ofur vel þetta mikla tilverustríð og dauöa, þá lét hann sig aldrei

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.