Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1918, Page 10

Heimilisblaðið - 01.02.1918, Page 10
26 HEIMILISBLAÐIÐ orðin tóm; hún bjó mann sinn sem bezt til þessarar ferðar, sem hún vonaði að mundi verða svo affarasæl, og hafði hraðan á borði við brottbúninginn. En frá Kobba er það að segja, að hann hélt áfram sama lifnaðarhætti og áður, en af þvi hlaut ilt að hljótast, beeði sjálfum honum til handa ogöðrum; hjá því gat ekki farið. Og þrátt fyrir það, þó að veslings konan hans gerði sitt ítrasta til að haida öllu í horfinu, þá fór heimilisstjórnin mjög út um þúfur og menn hættu mjög að sækja þangað, og þó að Kobbi hefði, að Önnu óafvitandi, náð í sínar hendur frá manni hennar hverjum eyri, sem þau áttu í sparisjóðnum í bankanum, þá var hann samt í peningavandræðum og hafði engan frið á sér fyrir lánardrotnum sínum. Þar við bættist, að hann varð fárveikur af ölæði; en þegar ölæðis- kastið stóð sem hæst og þau héldu að liann mundi ekki hafa það af, þá óx Önnu hugur, svo að hún tók að leggja niður fyrir sér hvað gera skyldi, þegar fram Iiðu stundir. Þau Hin- rik og Ester áttu að gifta sig, sparisjóðspen- ingunum átti að verja til að greiðo þá skuld- ina, sem fastast gengi að; ungu hjónin áttu að koma heimilinu i þann blóma, sem það stóð í fyrrum, með iðju sinni og umhyggju; móðir Hinriks átti að vera hjá syni sínum og svo áttu þau öll að eiga það eftir að lifa saman í friði og farsæld, þvi þegar freistarinn væri úr sög-, unni, þá yrði hann Georg sinn hófsemdarmað- þ. ur að nýju; á því væri enginn vafi. Eða sat hann ekki nú í sóma og yfirlæti á bóndagarðij hjá vinum hennar, Iaus við alt sukk og svallj eins og hver annar heiðvirður maður ? Hældij ekki frænka hennar honum í hverju bréfi, sem hún fékk frá henni og fullvissaði hana um, að1 hann léti aldrei í Ijósi að hann langaði í vin, og ennfiemur, að þótt hann hefði verið í skírn- arveizlu þar í nágrenninu, þar sem verið hefði góður matur og dýrir drykkir á borðum, þá hefði hann neytt þess alls í hófi og gætni, svo að þeim hafði öllum orðið framkoma hans til mestu gleði. En — því miður! — Kobba batnaði aftur og með því fóru allar ráðagerðir og framtíðar- vonir Önnu í mola. En hún var ekki af baki dottin fyrir því, því þegar um velferð þeirra var að tefla, sem hún unni, þá var áhugi henn- ar ávalt jafn brennandi. Hún fékk að vita hjá Hinriki, að lánardrottnar Kobba gengu nú fast- ara að honum en nokkru sinni áður og hann vissi nú ekki hvar hann átti liðs að leita um peninga. Það var algerlega víst, að ef ekkert yrði gert til þess að stöðva árásir þeirra, þá yrðu eigur hans gerðar upptækar og konu hans varpað út á götuna. Gat hún þá ekki fært sér þessor fjárkröggur hans í nyt, og komið sinu upp- haflega áformi fram með þeim kostum, að hann ætti enga bólfestu framar þarrí nágrenninu? Og næst dauða hans væri sá kosturinn vænstur, ef hann yrði héraðsrækur. Þau Hinrik og Ester skyldu þá taka að sér forstöðu veitingahússins, lánardrottnana mætti sjálfsagt fá til að slaka til með kröfurnar. Skyldulið Kobba yrði að leggja fram fé til framfærslu hans og þeirra hjóna á einhverjum fjarlægum stað; það væri betra að leggja í sölurnar stórfé, en að alt færi forgörð- um, eins og þá vofði yfir. Kona Kobba var hrædd um, að maður hennar mundi aldrei fall- ast á þessa ráðagerð, en henni skjátlaðist í því, menn, sem eru orðnir þrælar ofdrykkjunnar eða annarar óhófsemi, verða auðfengnir til að taka hverju ráði, sem ráðið er þeim til hagsbóta; en hvort þeir fylgja því nú fast eftir, það er ann- að mál. Anna tók samt til óspiltra málanna ag af því að allir vandamennirnir fylgdu henni dyggilega að málum, þá tókst henni það að fullu og ðllu. Þeir Hinrik og Georg eldri skyldu ganga í ábyrgð fyrir þeim hluta skuldarinnar, sem þau Kobbi gátu ekki borgað; og af því að veitingarnar í „Kongsmerkinu" höfðu einu sinni jgefið góðan arð, þá væri full ástæða til að ætla, að Hinrik, sem var í blóma lífssins, mundi tak- ast að hæna viðskiftamenn föður síns að sér, leysa tengdaföður sinn undan skuldbindingunni, og gera sjálfan sig að frjálsum og farsælum manni. Þegar alt var nú svona komið í kring, þá mátti nú ekki draga framkvæmdirnar á langinn, því að Kobbi gat, þegar hann var orðinn heil- brigður og farinn að drekka, svikist um ult, sem hann hafði lofað sjúkur og algáðar og hvergi viljað fara, Þá var valinn samastaður

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.