Heimilisblaðið - 01.02.1918, Page 11
HEIMILISBLAÐIÐ
27
handa ]>eim hjónum í héraði, þar sem ættmenn
konunnar áttu bólfestu, til þess aö hún, eins og
hún komst aö orði, stæði ekki uppi alveg ein-
mana í heiminum, ef Kobbi iiéldi áfram að
drekka. Þar næst var farið að undirbúa brúð-
kaup þeirra, Hinriks og Esterar.
Og livað sagði nú Georg eldri um allar þess-
ar ráðstafanir?
Hann skrifaði heim, að Iiann væri sam-
þykkur öllum gjörðum konu sinnar og vonaði
að árangurinn færi að óskum hennar og von-
uni, Og Anna var nú um ekkert jafnviss sem
það, að svo mundi fara; en til þess að íyrirbyggja
til vonar og vara, að nokkurt babb gæti komið
í bátinn, þá kom hún því svo fyrir, að maður
hennar skyldi eigi koma heim fyr en kvöldið
fyrir brúðkaupsdaginn, og svo setti hún þá skil-
mála, að þau Kobbi skyldu fara jafnskjólt sem
brúðkaupið væri úti; með þessu móti hugðist
hún að geta komið i veg fyrir, allan möguleika
til þess, að þeir legðu lag sitt saman aftur,
Georg og Kobbi.
Á fögru júní-kvöldi sátu þær Anna og Ester
úti fyrir húsdyrum sínum með tengdum hönd-
um og biðu eftir póstvagninum, þeim sem Georg
eldri álli að koma með. En hvað þar voru nú
glaðar og ánægðar! Hinrik var nýfarinn frá
þeim til móður sinnar; hann ætlaði að vera
hjá henni, veslings mömmu, seinast kvöldið, og
eins og hann komst að orði, hafa augastað á
því, hvað faðir hans hefðist fyrir. Georg yngri
var enn á skrifstofunni; en næsta daginn átti
hann að eiga sjálfur, til þess að hann gæti set-
ið brúðkaup systur sinnar.
Loksins heyrðu þær þjóta í vagnhjóli. „(),
þarna kemur vagninn“, hrópuðu þær mæðgur
báðar, þegar þær sáu vagn með fulifermi koma
úti á veginum. En vonbrigðum þeirra er ekki
hægt að lýsa: ökumaðurinn nam ekki staðar, held-
ur kastaði hann gömlu ferðatöskunni hans Ge-
orgs eldri niður til þeirra, en með þumalfingrinum
benti hann í áttina til kaupstaðarins og gaf þeim
með þeim hætti bendingu um, að hann hefði
skiiið eiganda töskunnar eftir þar, þegar hann
ók þar um.
Anna fölnaði upp. Hversvegna kom maður
hennar ekki með vagninum? Var hann kom-
inn í kast við Kobbn? Henni lá viö örvilnun.
Ester var vonbetri; hún var ekki i vafa
um, að faðir hennar hefði átt einhver erindi
að reka í kaupstaðnum; en hins vegar væ.ri
honum ekki ókunnugt, hversu þær biðu lians
með mikilli óþreyju, af þvi að þær lúökkuðu
svo til að sjá hann, og mundi lians þvi ekki
langt að bíða. En samt sem áður leið nú hver
stundin af annari. Þær gengu alt af á víxl til
dyra maiðgurnar, til þess að vita, hvort þær
sæju ekki til hans; en þær sáu engan Georg
koma. En lolcs, þegar dimt var orðið af nóttu,
þá sáu þær grilla i einlivern úti á vegirmm,
senr var á leið til þeirra; en þegar liann færð-
ist nær, þá sáu þær, að hann reikaði á fótum,
en ekki gátu þær séð andlitsfarið. Þá þreif
Ester í handlegginn á móður sinni og hrópaði
upp : „6 mamrna, mamma!"
Þegar maðurinn færðist enn nær, þá sáu
þær, að það var ekki húsfaðirinn Georg,* held-
ur Kobbi, og svo ókærkominn gestur sem hann
annars varð þeim, þá varð þeim næstum gleði
að sjá hann. Þeim var fró í því að sjá, að
það var ekki heinúlisfaðirinn. En þær þóttust
vissar um, að hann mundi koma og það bráð-
lega; iiann var seunilega ekki langt undan, og
nú lá freistarinn eins og í launsátri fyrir hon-
um. Þær mæðgur gengu nú inn og lokuðu
dyrunum; þær fundu sárt til leiða og andstygð-
ar. Þegar þær komu inn, gat Anna ekki tára
bundist, en þegar hún var búin að útheila tár-
unum, þá réð hún af að senda ungan pilt, sem
var hestamaður hjá henni, út á veginn, til þess
að liann mætti Georg og reyna svo að koma
honum í kyrþey um bakdyr inn í húsið. Dreng-
urinn fór; en þegar hann var búinn að ganga
lengi lengi, og orðinn leiður á því, þá snéri
hann aftur heimleiðis og sagði, að hann hefði
farið alla leið tii kaupstaðarins, en hvergi séð
bóla á manni hennar. Hann liafði samt liitt
Hinrik, og Hinrik lofað að leita hann uppi og
koma honum heim. Anna varð þess nú vís,
að Kobbi steinsvaf úti fyrir dyrunum; lét hún
þá dóttur sína og vinnuhjúin ganga til rekkju,
en sjáif ætlaði húu að vera á fótum, til þess