Heimilisblaðið - 01.02.1918, Page 13
HEIMILISBLAÐIÐ
29
„Þegar eg kom að mylnutjörninni, þá stóðu
sumir' mylnumennirnir við hana“ og horfði ofan
í hana sagði Georg.
„Veslings pabbi minn er druknaður, það er
foann", hrópaði Ester upp yfir sig, og sló hönd-
unum saman.
„Já“, svaraði Georg undur seinlega, „hvort
hann befir fengið ölæðiskast eða orðið fyrir
samviskubiti og blygðast sin fyrir að koma
heim — frá því kann enginn að segja". —
„En Hinrik, hvar er Hinrik!" — hrópaði
Ester, því Georg þagnaði aftur. Nú heyrðist
niðri fótatak margra manna og eitthvað þungt
var borið inn eftir ganginum. „Eg hefi Iátið
bera hann hingað Ester; eg vissi að þú mund-
ir hafa óskað þess, og það mundi hann líka
hafa gert!“
Þelta varð brúðkaupsdagur Esterar! En
sú" heljarþunga sorg, sem dundi yfir þetta vesl-
ings heimili.
Anna náði sér aldrei aftur eftir þelta áfall;
hún var altof geðrík til þess, tilfinningar henn-
ar alt of örgerðar. Hún varð brjáluð og þeg-
ar dauðinn leysti hana frá þjáningum hennar,
þá dirfðist enginn að mögla um það. Lánar-
drotnar Kobba tóku allar eigur hennar, sam-
kvæmt þeirri skuldbindingu sem Georg heitinn
hafði gengist undir. Systkinin, Georg og Est-
er þráðu nú mest af öllu að flýja þaðan, sem
þessi ógæfa hafði yfir þau dunið, eins og Grím-
ur ráðsmaður vinur þeirra réði þeim, og leit-
uðu sér viðurværis í Lundúnum.
Svona lýkur nú þessari stuttu, en raunalegu
sögu minni. Eg verð aðeins að bæta því við,
að þessi uppástunga um utanför þeirra syst-
kina með vini mínum, sem áður er á vikið, varð
-að ráði, til ómetanlegra hagsbóta fyrir þau
systkinin og vini niínum til fullkominnar ánægju.
Við mann.
Þú hefur afbragðs Iéfta lund,
að lííinu hlegið geta:
þegar börn þín heima og hrund
hafa ei neitt að éta.
Bókafregnir.
Þrátt fyrir dýrtíðina er altaf verið að gefa
út nýjar bækur af ýmsu tægi, bæði fræðandi
og skemtandi. Eg hefi að sönnu eigi séð nema
örlítinn hluta af bókum þeim, sem nýkomnar
eru á markaðinn, en hin merkasta þeirra, sem
eg hefi séð, er án efa skáldsagan: „í fótspor
hans“ eftir Ch. M. Sheldon í þýðingu S. Kr.
Péturssonar. Sú bók á erindi til allra, því
hún hefir sannarlegt lífsgildi í sér fólgið. Það
er ekki einn hinna svonefndu „eldhússrómana11,
sem ekkert hafa til brunns að bera, en æsa
aðeins ástríður lesendanna og spilla þeim. Þessi
bók er alt annars eðlis Hún er miklu fremur
til þess að göfga menn og bæta. Efni hennar
er, eins og nafnið bendir til það, að sýna fram
á, að hægt sé að feta í fótspor meistarans mikla,
Jesú Krists, og breyta eftir honum nú á þess-
um upplýstu tímum sem áður. Og hún lýsir
mæta vel sjálfsafneitun þeirri og andstreymi,
sem slíkri breytni er samfara, en jafnframt sælu
þeirri og fögnuði sem sönn trú hefir í för með
sér. En hverjum eigum vér framar að reyna
að líkjast en Kristi? E^ nokkra aðra fyrir-
mynd að finna? En vér þörfnumst þó allir
að verða meiri og betri menn en vér erum.
En til þess getur bók þessi orðið oss
hjálp, ef vér lesum hana með athygli,
því hún beinir huga vorum til hans, sem
er „vegurinn, sannleikurinn og lífið“. Þar
í er gildi hennar fólgið. Þessvegna ræð eg sem
flestum til að kaupa hana og lesa; ekki sist
æskulýðnum, því hún getur verið honum gott
veganesti út í lífið.
Frágangur bókarinnar er prýðilegur að öllu
leyti. Bókmentum vorum er efalaust mikill
gróði að henni; og þýðandi og útgefandi eiga
miklar þakkir skilið fyrir útgáfuna.
Frekari meðmæli þarf bók þessi eigi, — því
eins og allar góðar bækur, þá mælir hún bezt
með sér sjálf.
Ricliard Beck,
Eskifirði.
* *
M. G.