Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1918, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.02.1918, Síða 14
80 HEIMILISBLAÐIÐ Nú er síSara heftið af þessari bók komið á markaðinn, og er beint áframhald af fyrra heft- inu, sem áður hefir verið getið hér í blaðinu. Saga þessi er svo lærdómsrík, að Iivert ein- asta heimili á landinu ætti að eignast hana, og þaö er ekki ofmæit um hana það sem henni er sagt til hróss í framannefndri grein. Það er betra að taka sér þessa bók í bönd til að Iesa, heldur en að lesa stælugreinar hinna „skriftlærðu“ um ýms dularfull trúaratriði, sem ofar eru mannlegum skilningi. Það er eftirlektarvert, að útgefandi bókar- innar er ákveðinn lúterstrúarmaður, en þýðand- inn er guðspekingur. Þarna eiga þeir samleið, og þarna eru þeir því sennilega sammála og það ekki um neitt smáatriði, eftir kenningu Krists sjálfs, því hann sagði: „Þetta er mitt beðorð, að þér elskið hver annan eins og eg elskaði yður“. Antlyaka heitir tímarit sem alþm. Bjarni Jónsson frá Vogi gefur út. Fyrsta heftið er komið. I því er fyrst „Til fánans“, kvæði, grein um fánamálið eftir alþm. Ben Sveinsson, og önnur um fánamálið eftir útgefandann. Þá eru „Fjallkonuvísur“, „Til Islands" kvæði eftir Anders Hovden, þýðing Bjarna, með lagi eltir Árna Thorsteinsson. Fleira er í þessu hefti, þó ekki sé hér talið. Nafn útgefandans eru næg meðmæli með ritinu til allra hugsandi manna á landinu. Bjarni hefir margt og þarft skrifað um sjálfstæðismál sinnar þjóðar og stóran skerf lagt til fagur- fræðislegra bókmenta. Ef íslenzka þjóðin hag- nýtir sér vel það sem Bjarni hefir skrifað, þá má henni verða að þvi hið mesta gagn. En fremur mun Bjarni til þessa hafa skaðast á því en grætt, að gefa út rit sín og bækur og er þá illa farið, ef þjóðin kaupir fremur og les lélegt skáldsagnarusl, en úrvals bókmentir í bundnu og óbundnu máli, sem beztu og mentuðustu menn hennar senda henni. „Andvaka“ Bjarna, ælti að komast inn á sem flest heimili. Einhvern tíma kemur sú kyn- slóð, sem kann að meta Bjarna Jónsson rétt, — en þá verður Bjarni máske hættur að vera „ándvaka“ og á verði fyrir sjálfstæði íslands. Ytri frágangur ritsins er hinn prýðilegasti. Verðið er 75 aurar_heftið, sem ekki getur kall- ast mikið eins og nú er dýrt að gefa út blöð og bækur. „í samræmi við eilífðina“. Bók þessi kom út árið sem leið. Hefir Jónas Jónasson prófastur frá Hrafnagili islenzkað hana, Hún er eftir amerískan mann, RalphWaldo Trine að nafni. Þetta er mjög merkileg bók og mikill vandi að geta efnis hennar í fáum orðum. Er þvi bezt að birta hér orð þau er þýð. bókarinnar segir sjálfur um hana í formáia framan við hana. Þar stendur: „Bók þessi, sem hér kemur fyrir almennings- sjónir kom út fyrir nokkrum árum (1899) í Vesturheimi, og flaug þá þegar út um allan heim í ótal útgáfum og þýðingum, og hefir ver- ið bvarvetna tekið hið hezta. Hún fylgir stefnu þeirri, sern nú er svo mikið ofan á í Vestur- heimi og kölluð er sálarhailtmhreifing, og kenn- ir mönnum að halda sálu sinni og anda í öfl- ugu sambandi við guð og hina eilífu krafta, sem lifa í alheiminunr og streyma út frá Guði. Höf er næmur tilfinningamaður, og fullur af lífsgleði, og leitar hjálpræðis bæði nreð því að sökkva sér ofan í eigið eðli sitt og ganga fram í karlmannlegum dugnaði og fjörugri fram- kvæmdarsemi. Hann leitar hins eilífa lífs og opnar sig fyrir lifandi straumum Guðdómsins, en sökkvir sér ekki niður í lamandi draumværð, eins og dulspekirigum hefir bætt við. „Því Ijós- ara sem oss verður það, að vér erum eitt með hinum óendanlega anda, því fremur breytizt óá- nægja í ánægju, miskliður í samklið, þjáning og sorgir í ofurmagn heilsu og krafta. Að finna það, að ver stöndum í náriu sambandi við al- heildina, það er að festa stjórntauma skips vors við vélmagn alheimsins. Enginn þarf að vera lengur en hann vill í helvíti. Vér getum hafið oss til himna, hverra sem vér viljum. Og ef' vér viljum hefja oss upp, munu allir æðri kraft-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.