Heimilisblaðið - 01.02.1918, Page 16
HEIMILISBLAÐIÐ
þrjóta, mun tráverö fyrst hækka svo um munar.
En hvenær þaS verSur, er ekki gott aö segja,
ef til vill aö einum mannsaldri liSnum, og þ á
spáir höf. sá er fyr er nefndur, aö skógarnir í
SvíþjóS veröi landinu drjúg tekjulind, sem betra
sé aö aiga en án aS vera.
Úr sögu stálpennans.
Englendingur nokkur, Henry Bare a’ö nafni,
hefir samiö ítarlega ritgerö um þetta efni, og
með nákvæmni mikilli safnað saman öllu því
er snertir hið alkunna áhald vorra tíma, s t á 1-
p e n n a n n.
Af ritgerð þessari má sjá, að stálpenninn er
ekki uppfundning síðustu alda, eins og sumir
hafa haldið fram. Þvert á móti; sögu hans má
rekja til miðaldanna (13. eða 14. aldar), eða
jafnvel alt aftur i fornöld.
Til dæmis er sagt frá því í handriti einu eftir
Robert d’Artois, að skjalafalsari nokkur hafi
notað málmpenna, svo fölsunin reyndist sem
allra líkust frumriti. í Aosta heíir fundist róm-
verskur stálpenni, og það verður að teljast sann-
að, að málmpennar hafi verið notaðir á 15. öld,
eða um það leyti, sem prentlistin var fundin upp.
Fyrir nálægt 150 árum síðan, smíðaði Mr.
Harrison í Birmingham, stálpenna; voru nokkrir
þeirra lengi vel i eign Sir Josiah Masons, en
nú. eru þeir glataðir.
Fyrsti stálpenninn, sem menn vita um með
vissu, er nefndur í hollenskri einkaleyfisbók 1717.
Er enginn vafi á, að skáldið Pope bendir til þess
í kvæði einu, þar sem hann segir frá stál- og
gullpennum, sem ekki hafi náð neinni útbreiðslu.
Þa& er ekki fyr en 100 árum síðar, 1816—'17,
sem alment er farið að nota stálpenna, og 1823
—'24 var gerð uppgötvun, sem flýtti fyrir smíð-
inni og útrýmdi þá fjaðrapennum að mestu.
Heiðurinn að hafa fundið upp vél til stálpenna-
gerðar, verður að skiftast milli þeirra John Mit-
chell, Josef Gillot og Josiah Mason. Síðustu rann-
sóknir virðast þó benda til þess, að John Mit-
chell hafi fyrstur gert uppfundningu sína not-
hæfa og tekið hana til verklegra framkvæmda.
Ný pappírsíegund.
í amerískum blöðum er þess getið, aö ein af
nýjustu uppfundningum Edisons sé, að nota.
málmþyhnur í stað pappírs.
Með rafmagni hefir hann unnið þunnar plötur
úr stáli, kopar og nikkel, sem eru móttækilegar
fyrir prentsvertu, eins og pappír.
Tilraunir hans kváðu sýna, að nikkel reynist
best; úr því má gera næfurþunnar plötur, sem.
bpeði eru ódýrari, seigari og beygjanlegri en
vanalegur pappír.
— En ekki er sagan sem trúlegust, — hver
veit þó? — K.
Eldhúsíð.
Kaí'fibollur.
375 gr. hveiti, 125 gr. smjör, 3 egg, 1 tesk.
hjartarsalt. Þelta er alt hnoðað vel saman og
því næst húnar til smábollur rúllaðar niður við
borðið með hendinni og svo þrýst ofaná þær
til að gera þær ofurlítið ílatar, þeim er svo
dyfið síðast í stórsteyttan hvítasykur og svo bak-
aðar á plötu við góðan hita. Úr þessu eiga
að geta orðið um 30 bollur.
Dráttur sá, sem hefir orðið á úlsendingu
blaðsins verður unnin bráðlega upp. Það er
örðugt að láta blöðin fylgja áætlun nú eins og
margt annað. Óvíst altaf t. d. með pappír, í
þau, því nú er pappírinn svo dýr, að Heimilis-
blaðið getur ekki keypt sér birgðir, eins og það
gerði áður.
Nú eru það vinsamleg tilmæli til kaupend-
anna að senda blaðgjaldið með næstu póstum.
Ef kaupendur blaðsins verða nú samtaka um
það að greiða götu þess með því að verða skil-
samir, þá væntir blaðið að geta séð það við þá
í einhverju að styrjöldinni lokinni.
Útgefundi og ábyrgðarmuður: Jón Helgason prenlarii
Félagsprentsmiðjan, Laugaveg 4.