Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 6
150 HEIMILISBLAÐIÐ fögnuður fylti hjarta hans. Veran nálgaðist hann og lagði hönd sína á höfuð hans. Bá var sem ylur færðist um hann allan og jafn- framt greip hann óviðráðanleg löngun til að falla fram fyrir þessari guðdómlegu veru, sem stóð fyrir framan hann. Og það var sem augu hans opnuðust og syndir hans stóðu honum skýrt fyrir hugskotssjónum í ægilegum mikilleik. En þá fanst honum hann hafa verið eins og barn, — að vísu óvana- lega óstýrilátt barn, en þó i insta eðli sfnu gott barn, sem áreiðanlega ætti afturkvæmt til föðursins. Þessi hátíðlega stund sannfærði hann um það, að guðdómsneistinn í honum var ekki sloknaður, þvi ella hefði hann ekki blossað upp svona tilfinnanlega. Hin guð- dómlega vera hafði kallað fram hans innri mann, — vakið hann af svefni meö heilagri návist sinni!------------Alt þetta hafði hann á tilfinningunni. — — — Hin heilaga mann- vera ávarpaði fangann með þessum orðum: »Eg er Kristur, sem þú hefir beðið að birt- ast þér. Lát af syndum þfnum og fetaðu í fótspor mín. Eg er vegurinn, sem liggur heim tií föðurhúsanna himnesku. Þangað kemst enginn nema sá, er gengur þann veg, Trúðu á eilífðargildi míns guðdómlega dygðadæmis. Trúðu á kærleika minn, trúðu á kærleikann, trúðu á þann sannleika, sem eg boða þér, trúðu á Guð f mér og f öllu góðu. Sjá, eg gef þér blessun mina. Á morgun verður þú frjáls maður!« — Röddii^ var óumræðilega mjúk og þýð, en þó um leið ákveðin og al- varleg, gædd sigrandi sannfæringarafli, sem smaug í gegnum merg og bein. Hin guð- dómlega vera leið i burt gegnum dyrnar og yndislegur söngur barst að eyrum fangans, er virtist deyja út í fjarska. — — — — — + * ¥ Fanginn vaknaði og undarlegir hljómar svifu snöggvast um klefann, fjarlægðust og þögnuðu. — — — Hann mundi drauminn vel. Honum fanst þetta eiginlega ekki hafa verið draumur, heldur dásamlegur vökuvið- burður, skýr og greinilegur. En þó það væri draumur, var það samt fangans hugljúfa sannfæring, að þessa nótt hefði meistari heimsins, Kristur, heimsótt sig í hinum öni- urlega og óvistlega klefa. — Himininn í klefa sakamanns! — — Var það ekki undrunar- vert fyrirbrigði? — En hvað átti Kristur við er hann sagði: »Á morgun verður þú frjáls maður!« Tíminn, sem fanginn átti að dvelja í hegningarhúsinu, var ekki nándanærri út- runninn. Jú, — syndarinn átti að sjá að sér, losna undan yfirráðum sins eigin spilta eðlis. — — — Hann átti að verða andlega frjáls. Og hann fór að óra fyrir, að sá lausnartínii væri f nánd. Kristur hefir bænheyrt mig. Hann hefir birst mér og opinberað mér sannleik- ann. Eg vil hlýða Kristi. Hann er vissulega »vegurinn, sannleikurinn og lífið«. í nótt hefi eg séð dýrð hans--------— Eitthvað á þessa leið voru hugleiðingar fangans. — — — — * * ¥ Hann var 5 ár í fangelsinu, það er að segja hinu likamlega fangelsi. En hann var orðinn andlega frjáls, Hann hafði mikla unun af að segja frá hinni dýrðlegu draumsjón sinni. Hinn aldraði prestur þakkaði Guði og trúargleði hans óx að mun. Og móðirin fékk aftur vesalings »harmkvælabarnið« sitt. Hinn »týndi sonur« var fundinn!« -----En mun Guð geta týnt nokkru ? ? Krislinn. Spakmæli. Margur lækur smár gerir stórar ár. Bíðendur eiga byr, en bráðir andróður. Háar eikur hafa hljóðglögt eyra. Einn bitinn gerir annan lystugan. Afslept er álshaldið. Oft er hvinn í hvítu skinni. Á fullum búk stendur fatt höfuð. Svo bjargast bý sem ernir. Beygðu kvistinn meðan hann er ungur, brjóttu hann ekki. Sá er eldurinn heitastur, sem á sjálfu*0 brennur.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.