Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1918, Qupperneq 9

Heimilisblaðið - 01.10.1918, Qupperneq 9
HEIMILISBLAÐIÐ 153 fseri á að reyna hamingjuna«, inælti hann dræmt. »Með þvi móti læra þær betur að weta heimili sitt«. Nú var þá frúin búin að fá því fram- 8engt, sem hún vildi, en hún var forsjálli en svo, að hún léti á þvi þvi bera. »Eg get varla imyndað mér«, sagði jarl«, að þær hitti nokkurn þarna hjá þessum — þessum — Jacksons-hjónum, sem jafntignir sén 0g þær«. »Onnur dóttir Jacksons er gift syni Einchdens lávarðar og hin herra Jocelyn Earkway«, sagði frúin með mestu hægð. »0g það er auðvitað vegna peninganna, að þær hafa íengið svona góða giftingu«. »Já, það er nú líklegt«. Nú varð lítillar stundar þögn, en loks gaf jarl samþykki sitt til, þótt mjög væri honum það nauðugt, að dætur hans færi nieð bróður þeirra til Oare-búgarðs, og frúin var ekki sein á sér að láta dælur sinar vita það. Emmelina, sem var eins og lagssystir og vinur Eastlings bróður sins, tók þessar ný- nng með allshugar fögnuði. en Úrsúla var ekki eins hrifin af þvi. Hún unni heimili s*nu og fátæklingum sinum, því að þeir Vlrtu hana eins og hún væri konungsdóttir °S dýrlingur. Og móðir hennar þurfti góð- an tima til að fá hana til að slást i förina. Hún sýndi Úrsúlu fram á, að það væri skylda hennar að fylgja þeim systkinum S1num þangað, enda þótt henni geðjaðist ekki að þessari veraldlegu mannblendni og samkvæmislífi. Það var lika meir en litill munur á lif- Jnu á heimili jarlsins og á búgarði Oare- Jecksons. Það fundu þær báðar systurnar, Þótt önnur væri alvörugefin, en hins lífs- glöð. Jacksons-hjónin voru litillar ættar. Þau v°ru borin og barnfædd á Skotlandi, eu v°ru svo lengi búin að dvelja í Ameriku, andi frelsisins, að þau voru nú miklu remur Amerikumenn en Skotar. Eftir þvi sem árin liðu, gerðu þau sér far um að gleyma liðinni tið og bjuggu nú eins og enskir óðalsbændur í heldri röð. En þótt sonur þeirra, Oare-Jackson, hálfþrítugur að aldri, hefði verið að námi við Öxnafurðu- háskóla, og dælur þeirra væru giftar ensk- um aðalsmönnum, þá gátu gömlu hjónin og börn þeirra ekki haldið hópinn. Þau lifðu sinu sama óbreytta lifi, sem þau höfðu alt af lifað, þótt börn þeirra semdu sig að siðum og háttum hinna yngri tima að hvers konar skrauti og munaði. Og þegar ungi lávarðurinn Eastling kom til Oare-búgarðs með systrum sinum, þá varð þar fyrir þeim margbreytt félagslíf. Hugo, sonur hjónanna, var grannvaxinn og Ijós yfirlitum og bláeygður og var að öllu farið með hann sem ungan svein, en ekki fulltiða mann. Svo bjuggu þar dætur þeirra hjóna þrjár og menn þeirra. Það var fljótséð í frjálsmannlegri framkomu þeirra i háttum og siðum, að þær höfðu alist upp i Ameríku, og það var auðfundið, að þær mátu föðurland sitt meira en það land, sem þær nú höfðu tekið sér bólfestu í. Ein þeirra var einkar frið sýnum og gift amer- iskum manni og kölluð frú Fitch. Maður hennar, Henry Fitch, var stór maður og herðibreiður. Hann var góðlát- legur, djúpraddaður og mjög blátt áfram i allri franigöngu. Menn hinna dætranna, hr. Jocelyn Barkway og Almaric Finchden voru auðvitað ekki úrvals fyrirmyndir enskra aðalsmanna; en þeir voru góðar skyttur, góðir reiðmenn og skartmenn miklir, eins og Hjaltasynir forðum. Þeir fundu til sin í meira lagi og voru ekki hágáfaðir. Það var svo sem auðséð að þeir höfðu kvongast vegna auðsins, enda drógu þeir ekki minstu dulur á það. Hitt fólkið var að mestu vinafólk Hugos; einum þeirra veittu allar stúlkurnar sér- staka eftirtekt; hann var friður sýnum og fölur og yíir honum hvildi alveg sérstök spekt og ró. Úrsúlu var sagt, að hann héti Páll Payne og væri vinur Henry Fitch’s; tengdaföður hans hefði verið leyft að hafa

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.