Heimilisblaðið - 01.10.1918, Side 11
HEIMILISBLAÐIÐ
155
»Eitthvað út í bláinn I Það getur nú
gjarna verið. En þú átt áreiðanlega ekki
erfitt með að gera honum fullnað — eða
hvað ?«
»Það gæti þó vel verið. Heldurðu að
hann vildi gefa Ameríkumanni dóttur sina?«
Fitch ypti brúnum.
»En þú ert ekki Ameríkumaður, ertu það
annars ?«
Fayne leit fljótlega til hans,
»Já, það er eg«, mælti hann.
»Það hefir mér aldrei til hugar komið«,
öiælti Fitch og hugsaði út í þetta. »Þú
sagðir auðvitað ekki, að þú værir Eng-
lendingur, þegar fundum okkar bar saman
handan hafs, en eg hélt að þú værir það?«
Payne reisti sig upp. Hann hafði all af
verið í djúpum hugsunum, meðan vinur
hans var að tala, en þegar hann svo loks
svaraði honum, þá lýsti sár alvara og fast-
ur ásetningur i orðum hans.
»Það stendur á sama, hvað þú hefir
haldið. Eg vil nú að þú vitir, að eg er
Amerikumaður, foreldrar mínir voru ætt-
aðir frá Englandi, en áttu enga ættingja né
vini hérna megin hafsins. Eg er hingað
hominn til að sjá gamla landið, það er alt
°g sumt!«
Fitch hlustaði á með vinar-athygli. Hann
hyntist Payne fyrst í New-York og gerðust
hrátt kærleikar með þeim; óskaði Fitch
þess, að þessi vinur hans, sem hann hafði
svo miklar mætur á, vildi sýna sér ofur-
litið meira trúnaðartraust.
Fitch þóttist hafa fundið, að Pajme væri
kominn austur um haf til þess eins að
fá að vera förunautur þeirra hjóna ogþeiro
þótti gott að hafa bann að lagsmanni,
svona friðan sýnum og vel upp alinn, eins
°g hann var. Nú þótti honum svo vænt
llIn þann trúnað, sem Payne hafði sýnt
honum með síðustu ummælum sinum, að
hann ásetti sér þegar í stað að gera það,
seni hann gæti fyrir hann,
Payne var algerður herramaður, afbragðs
friður i sjón, elskulegur i viðmóti, ekki
sérlega Qáður, en vandur að virðingu sinni
og sjálfstæður í öllum greinum, að þvi er
peningasakir snerti. Fitch, sem alt af var
svo góður í sér, hugði, að ef honum auðn-
aðist að hitta konu, sem væri auðug að fé,
þá ætti hann ekki að sleppa henni; en
Payne sneri samtalinu að öðru efni og
mintust þeir ekki framar á þetta mál um
kvöldið.
Daginn eftir fóru sumir gestirnir til veð-
reiðanna, aðrir á veiðar, sumir riðu út og
þau Emmelina og bróðir hennar skemtu
sér ágætlega ; en Úrsúla hvarf burt af herra-
garðinum með leynd út i þorpið; var hún
þá þegar búin að kynnast nokkrum þorps-
búum, er kynnu að þurfa hjálparhandar
við.
Eftir þvi sem dagarnir liðu, gátu gest-
irnir eigi annað en veitt þvi eftirtekt, að
Úrsúla lineigðist meir að því að likna fá-
tækum en að hafa löguneytí við þá, og
hæddust talsvert að hinu kynlega atterli
hennar; en þó vakti það enn meiri furðu,
er það varð uppvíst, að Payne tók þátt 1
þvi líka.
Sumir af gestunum stóðu fast á þvi, að
þeir hefðu séð Payne ganga niður i þorpið
með Úrsúlu með körfu á handleggnum,
Eitt kvöld, er þau systldnin voru búin
að vera þrjár vikur á herragarðinum,
heyrði Eastling lávarður hinn ungi talað
um þetta. Hann sat i reykingastofunni og
voru þar tveir nýkomnir gestir að hæðast
að þessum góðgerðaheimsóknum Paynes
og systur hans.
Sjálfur hafði hann ekki hugsað um ann-
að en að skemta sér þennan tíma, en nú
brá honum heldur við, að skilgetin systir
hans skyldi vera orðin að umtalsefni og
áselti sér að tala við hana um það.
En það var enginn hægðarleikur, að
koma þessu máli á rekspölinn við Úrsúlu.
Hún var honum yfirsterkari í öllu og því
hætti hann við það áform sitt, að vara
hana við, eins og hann hafði þó ætlað að
gera.
Hann velti þvi nú fyrir sér um stund.
hvort hann ætti að fara til Paynes, en