Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.10.1918, Blaðsíða 8
152 HEIMILISBLAÐIÐ »Nunna!« tók jarl upp eltir henni og rak i rogastanz. Frúin leit nu upp úr prjónlesinu. »Já, eg held þetla lif hennar endi með því, að hún dragist inn í félag líknarsystranna, ef við sýuum henni ekld meiri sóma«, sagði frú- in hispurslaust. Jarl var sem þrumu lostinn. Hann tefði verið skemdur á ofmiklu eftirlæti í æsk- unni og var dálitið sérgóður að eðlisfari, þótt hann væri kurteis og vingjarnlegur. Fengi hann að eins að sjá dætur sinarglaðar í bragði, sér til yndis og ánægju, þá fékst hann ekki bið minsta um framtíð þeirra. Frúin unni dætrum sinum þar á móti hugástum, þótt ekki væri hún ein af þeim mæðrum, sem sífelt eru á veiðum eftir mannsefnum handa dætrum sinum; hún hlakkaði samt til þeirrar stundar, er hún fengi að hampa barnabörnum sín- um á armi sér. Og það fann hún með sjálfri sér, að ef það ætti fyrir þeim að liggja að giftast, þá mátli það ekki dragast lengur, yngri dóltirin þyldi að öðrum kosti ekki þetla tilbreytingalausa kyrðarlif heima fyrir; hún færi áreiðanlega að leita fyrir sér eftir sjálfstæðu starfi, eins og þá var síður ungra meyja; og að þvi er Úrsölu snerti, þá yrði hún áreiðanlega líknar- systir á endanum. Jarlinn gat ekki svarað, því i sömu svif- unum var dyratjaldinu brugðið til hliðar og ung og iturvaxin stúlka gelck inn í dag- stofuna. Hún var föl eins og vofa og við- kvæmnisleg, svo að jarlinn varð að kann- ast við það með sjálfum sérfc að konan hans hefði víst rétt fyrir sér, er hún segði, að hætla væri á. að láta þessa dóttir sökkva sér á kaf i líknarstarfsemina. Því að þetta var Úrsúla, eldri dóttir þeirra hjóna. Nú opnuðust fj'rst augu jarls fyrir því, að hún átti alls ekki heima í því hreiðri lengur, sem hún hafði i verið til þessa. Konan hans hafði séð það fyrir löngu. Undursamleg ró hvíldi á ásjónu hennar; uppsetningin á hárinu var næsta einföld og óbrotin ; hún var i grænum silki- kjól, sem náði langt upp á hálsinn. Það var eitthvað svo undarlega milt yfir allri framkomu hennar, einhver dýrlingsbragur. Jarl tók aldrei eftir neinu að fyrra bragði, lcona hans þurfti alt af að vekja athygli hans á þvi fyrst. Nú sá hann í einum svip að þessi yndisfríða stúlka var orðinn gjaf- vaxta kvenmaður; nú halði hún sinar hugs- anir og sína drauma fyrir sig og lifði sínu lifi eins og innan luktra dyra. Nú sá hann það fyrst, að kjóllinn henn- ar var ósamboðinn slöðu hennar- hann hneykslaðist nú á þessum fáskrúðuga bún- ingi og uppsetningunni á hárinu. Úrsúla sá nú óðara, að faðir hennar var ekki í góðu skapi og hugði, að hún hefði -gengið á trúnaðar-einmæli foreldra sinna og dró sig því sem fljótast til baka. »Þú verður að fá hana til að búast betri flikum«, mælti jarl hvatskeytlega, jafnskjótt og Úrsúla var farin. »Það get eg ekki«, sagði frúin og brosti litið eitt við. »ÚrsúIa fer nú sínu fram«. Jarl varð steinhissa. Hoqum hnykti við að hugsa til þess, að dóttir hans skyldi sjálf hafa vilja og klæddi sig og hugsaði eins og henni sjálfri sýndist og án þess að spyrja hann leyfis I »Stúlkurnar okkar hafa lifað svo lengi utan við heiminn«, mælti frúin, »svo að þær hafa skapað nýjan heim handa sér«. »Hún Emmelina kærir sig þó víst ekki um að verða nunna«, mælti jarl óttasleginn. O-nei, en hún verður einhverjum ein- trjáningnum að bráð, ef við lokum hana inni hérna«. Jarl varð espur. Hann hataði alla mann- blendni og fanst það vera alveg sjálfsagt, að dætur hans hefðu sama smekk og hann. Og nú sá hann i einum svip, að honum hafði algerlega skjöplast í þvi. Hann stóð upp, skaraði i eldinn, því nú var komið undir veturnætur og farið að kólna, og svo rendi hann augum um stofuna og var mjög hugsi. »Það væri þá ef til vill skynsamlegast að nota nú tækifærið og gefa nú stúlkunum

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.