Heimilisblaðið - 01.03.1920, Side 6
38
HEIMILISBLAÐIÐ
Og þá er það, að Kaífas æðsti prestur brýnir
það fyrir ráðinu — að vísu af illum hvötum,
en þó um leið af spámannlegri andagift —
að gagnlegra væri að einn maður dæi fyrir
lýðinn, en að öll þjóðin fyrirfærist (J. 11,
47-áfr.). Nú var annaðhvort að gera: að
hrökkva eða stökkva, — og »upp frá þeim
degi voru þeir því ráðnir í að lifláta hann«.
5. Þeir leituðu Ijúgvitnis gegn Jesú, til þess
að geta liflátið hann.
Á krókaleiðum svikráðanna voru nú óvinir
Jesú lentir i þeim ógöngum, sem þá mundi
annars hafa hrylt við. Þau ein úrræði voru
nú fyrir hendi, að æðstu prestarnir og alt
ráðið teitaði tjúgvitnis gegn Jesú, til þess að
geta líflátið hann (Mt. 26, 59).
Vel má það vera, að falsvitnin hafi ekki
beint orðið sökuð um meinsæri. í þá átt
virðist það benda, er nefnd eru, sem dæmi
um falska framburði, ummæli Jesú um að
brjóta niður »musteri þetta« og reisa annað
á þrem dögum (Mk. 14, 57—8).
En það er í öllu falli auðsætt, að guð-
spjallamennirnir hika hér ekki við að tala
um falska framburði, og það sökum þess, að
andlegum leiðlogum Gyðinga hafi hlotið að
vera það vel ljóst, að það sem þeir reyndu
að nota lil að sakfella Jesú, var ekki sann-
leikanum samkvæmt; að minsta kosti hafi það
ekki verið þeim hulið, að þau ummæli Jesú,
sem nú var snúið gegn honum, þau hafði
hann sagt í annari merkingu. — Hatrið hafði
sem sé leitt þá svo langt, að þeir létu sér
ekki í augum vaxa að Ieiða fram Ijúgvotla
gegn Jesú.
6. Burt með þenna mann, en gef oss
Barrabas lausan!
Barrabas var »alræindur bandingi«, er
hafði gert sig sekan um upphlaup og mann-
dráp (Mk. 5, 6—11). Því þótlist Pílatus viss
um það, að ef velja skyldi um þá tvo, Barra-
bas og Jesúm, þá mundi lýðurinn einum
rómi biðja um, að Jesús yrði látinn laus.
Að sleppa Barrabasi úr haldi var sama sem
að stofna til vandræða í borginni, og þess
mundi enginn óska, að öllu sjálfráðu.
En svo afskapleg var bræði leiðtoganna
orðin, að þeir æstu lýðinn til að heimta, að
Barrabas skyldi látinn laus — en ekki Jesús.
7. Peir ajneituðu œðstu hugsjón og vegsemd
Guðs útvöldu þjóðar.
Með ýmsum hætti hafði Pílatus reynt að
fá Jesúm sýknaðan. En umfram alt vildi
hann þó sjá sjálfum sér borgið. Þess vegna
sá hann sér að lokum ekki annað vænna,
en að dæma Jesúm til dauða, til að þóknast
leiðtogum Gyðinganna.
Ekki gat hann þó neitað sér um að svala
hug sínum ofurlítið, áður en málinu lyk1,
Þegar hann því settist á dómstólinn, sagði
hann við Gyðinga — vafalaust i hæðni-róm,
til að auðkenna sem bezt merkingu orð-
anna —: Sjáið, þar er konungur yðar! (J. 19»
14). Slikan mann kallið þér konung! Og
svona farið þér með konung yðar!
Og þegar þeir svo svöruðu ekki öðru en
að æpa: Burt með bann! Krossfestu hann!
hélt Pílatus áfram i sama tón og spurði: A
eg að krossfesta konung yðar?
En æðstu prestarnir svöruðu: y>Vér höfu’n
engan konung, nema keisarann /«
Þar með var haturs-hámarkinu náð.
»PíIatus seldi þeim hann í hendur, til þesS
að hann yrði krossfestur«.
En hve mjög mundi þeim ekki á öðrum
tímum hafa ofboðið jafnvel tilhugsunin um
það, að þurfa að vinna það sér til sigurs<
að gefa slíka yfirlýsingu: Israel hefir engaíl
konung, nema keisarann!
Sé Jehóva ekki Israels-konungur, — hva
er þá Israel?
Andlegt þjóðar-sjálfsmorð — það var bið
ógurlega iðgjald, sem Krists-hatrið knúðr
Gyðinga-leiðtogana til að inna af hendi, ý1
þess að ryðja honum úr vegi, sem þeir böt'
uðu.
III. Orsakirnnr.
Þegar vér förum að athuga guðspjöllin til
að komast að raun um, hvað það var i farI