Heimilisblaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 8
40
HEIMILISBLAÐIÐ
ur einnig kallaði Guð föður sinn og gjörði
sig sjálfan Guði jafnan«.
En lögðu Gyðingar ekki of mikinn þýð-
ingar-þunga í ummæli Jesú í það skifti?
Hann sagði sem sé ekki annað en þetta:
»Faðir minn starfar alt til þessa; eg starfa
einnig«. Það virðist ekki vera ástæða til að
skilja þessi orð svo, að í þeim væri fólgin
guðlöstun, — að minsta kosti ekki frá voru
sjónarmiði. En kjarninn felst í framhalds-
ummælum Jesú, er hann sá hvernig Gyðing-
arnir skildu orð hans og hver áhrif þau
höfðu á þá. Hann gerir ekki hina minstu til-
raun til að spekja þá eða sýna þeim fram á,
að þeir misskilji hann. Nei, þvert á móti
tekur hann til að skýra nánar fyrir þeim
sambandið milli hans og föðursins, svo að
það verður þeim enn rækilegar innrætt, í
hve einlægum og einstæðum skilningi hann
sé Guðs sonur, sameinaður föðurnum (J. 5,
19-29).
Það var þetta sama atriði í kenningu Jesú,
sem Gyðingarnir urðu svo æstir af á must-
eris-vigsluhátíðinni (J. 10, 31-áfr.), að þeir
liugðu að grýta hann. Þeir sögðu það ber-
um orðum að þeir œtluðu að lifláia hann
»fyrir guðlast og fyrir það, að þú, sem ert
maður, gjörir þig sjálfan að Guði«. — Að lítt
athuguðu máli mætti svo virðast, að í and-
svörum Jesú (í næstu versum, 34—38) hafi
verið fólgin skýring í þá átt, að fleiri en
hann væru nefndir Guðs heiti. Eða svo eru
orðin þau stundum skilin. En við nánari at-
hugun er það Ijóst, að í þeim andsvörum
leggur Jesús aðal-áherzluna á greinarmuninn
milli þeirra, »sem Guðs orð kom til«, og hans
sjálfs, »sem faðirinn helgaði og sendiíheim-
inn«. — Hér er því enn staðhæfing um guð-
legt vald hans, — staðhæfing, sem Jesús
lagði á aukna áherzlu, enda þótt hún vekti
hneyksli og hatur.
Slikt hið sama gerðist við yfirheyrsluna
hjá Kaífasi (Mt, 26, 63—66), Há-alvarlega
hafði æðsti presturinn spurt Jesú um það,
hvort hann vœri Kristur, sonur Guðs. Og við
andsvar Jesú varð presturinn svo hryggur og
reiður, að hann reif sundur klæði sin. Bæði
æðsta prestinum og hinum öðrum Gyðingum,
er við voru staddir, fanst málið vera þaf
með á enda kljáð: Þeir höfðu nú sjálfir
heyrt hann guðlasta; hvað þurftu þeir nú
framar vitna við! — hann var dauða-sek-
ur! —
Aðal-orsök þess, að Gyðingarnir lögðu hatur
á Jesú, er þá sú, að hann hélt því hiklaust
fram, að hann væri sonur Guðs, honum sam-
einaður i einstœðum skilningi. Og tvimælalaust
hafa Gyðingarnir skilið þetta rétt; því aö
ef um misskilning hefði verið að ræða, mundi
Jesús að sjálfsögðu hafa leitast við að koma
í veg fyrir hann og sorglegar afleiðingar bans.
Og án efa hefir hann talið samband sitt við
föðurinn meðal þeirra mikilvægustu kenning-
ar-atriða, sem honurn bæri að sannfæra
menn um; annars hefði hann ekki haldið
því svo fast fram, er auðsætt var orðið hvev
hætta mundi af því stafa.
Rækileg athugun guðspjallanna virðist þvi
alls ekki leiða til stuðnings málstað þeirra,
er líta svo á, að Jesús hafi aldrei hugsað
sér að orð hans og ummæli um þetta atriði
yrðu skilin á þann veg, sem kristin kirkja
hefir gjört. Hún hefir sem sé skilið þau alveg
á sama hátt og Gyðingarnir. Og e/ þeir mis"
skildu þau, þá hefði því ekki verið bót m®l"
andi, að Jesús leiðrétti ekki slíkan misskilD'
ing.
Ekki er heldur að finna í guðspjöllunum
neina stoð þeirrar hugsunar, sem ef til vill
er þó enn algengari, að hafna beri staðhæf*
ingum Jesú um guðdóm hans og guðlegt
vald, en telja hann að öðru leyti hinn roesta
og bezta — eða að minsta kosti á meðal
hinna mestu og bezlu manna —, sem verið
hafa hér á jörðu.
Nei, hafi Jesús ekki haft satt að mæla, er
hann hélt þessu fram svo ótvírætt og kröft*
uglega og þrátt fyrir alvarleg mótmæli 06
hörmulega hneykslan, þá er auðveldara a
skilja hatur Gyðinganna, en munnflapur uu-
tímans um afburða mannkosti Jesú.
2. Hugarfars-mœlikvarði.
a) Það var í Nazaret, sem vér urðum fyrst