Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1920, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1920, Síða 10
42 H E IMILISBLAÐIÐ honum það alvara, að meta hina »bersynd- ugu« meira en »viiðingarverða« menn? Eftir hverju fór hann í dómum sínum um menn og málefni? Ytra álit og trúrækni réði þar auðsjáanlega engu. í>að var eins og hann legði á menn ein- hvern hugarjars-mœlikvarða, sem þeim þótti alskostar óviðfeldinn. 3. Áhri/. Farisearnir og aðrir leiðtogar Gyðinga litu snemma illu auga til þeirra áhrifa, sem Jes- ús hafði á lýðinn. Þeir höfðu heyrt það, að til hans söfnuðust fleiri lærisveinar, en til Jóhannesar, og að fleiri létu skírast hjá hon- um. Þetta varð þegar að óvildar-efni, sem ráða má af því, að Jesú þótti um eitt skeið ráðlegra að hverfa frá Júdeu, einmitt af þessum ástæðum, og fara yfir til Galileu (J. 4, 1—3). Þegar Jesús læknaði blinda og mállausa manninn, sem þjáðist af illum anða, undr- aðist mannfjöldinn og sagði: »Mundi ekki þessi Jvera Daviðs-sonurinnr« En er Farfse- arnir heyrðu það, sögðu þeir að hann ræki út illu andana með fulltingi Beelsebúls (Mt. 12, 22—4). — Þessi hótfyndni þeirra var í sjálfu sér ekki sprottin af því, að Jesús rak út illa anda, því að slíkt hið sama fengust þeir við sjálfir (Mt. 12, 27). Hún stafaði miklu fremur af því, að það var annað i fari Jesú, sem hneykslaði þá, og í aunan stað af því, að þeir sáu að kraftaverk Jesú vöktu athygli og löðuðu að honum hugi fólksins. Við þetta sérstaka tækifæri varð þeim það sem sé ljóst, hvernig Jýðurinn lét ósjálf- rátt leiðast til þeirrar skoðunar, að Jesús mundi vera hinn fyrirheitni Messías, — því að Messias var það, sem nefndur var »Da- viðs-sonur«. Óvináltan gegn Jesú fór stórum vaxandi eftir að hann uppvakti Lazurus, sökum þess, að margir þeirra Gyðinga, er þar voru við- staddir, snerust til trúar á hann. Hugðu ó- vinirnir nú að láta til skarar skríða með þær marg-ítrekuðu ráðagerðir, að taka hann höndum og ráða hann af dögum; því að »ef vér látum hann nú afskiftalausan, munu allir trúa á hann«, sögðu þeir, »og svo munu Rómverjar koma og leggja undir sig bæði land vort og þjóð« (J. 11, 48). Ekki er það ósennilegt, að þeir hafi í raun og veru óttast einhverja slíka íhlutun af hálfu Rómverja, og hefir þá óvildin gegn Jesú ekki eingöngu verið af eigingjörnum rótum runnin; það er sem sé ekki með öllu óhugsandi, að til hennar hafi kunnað að liggja aðrar eða fleiri hvatir, en einber mann- vonska. En við síðastnefndan atburð sjáum vér það berlega, að það var vegna sivaxandi áhrifa Jesú, að óvináttan gegn honum varð að brennandi hatri, svo að óvinirnir einsettu sér að byrla honum banaráð. Enn stórfeldari varð þó Iýðhylli Jesú og áhrif hans meðal fólksins, eftir að hátíðar- gestirnir tóku að streyma upp til Jerúsalem fyrir páskana. Þeir heyrðu orðróminn um Jesúm og um uppvakningu Lazarusar og skunduðu nú í hópum út til Betaníu, til þess að fá að sjá þessa tvo undarlegu menn. En er höfðingjarnir í Jerúsalem komust að þessu, afréðu þeir að deyða Lazarus líka; því að hans vegna fóru margir Gyðingar og trúðu á Jesúm (J. 12, 10—11). Pk rann upp merkisdagurinn mikli, — Pálmasunnudagurinn, er Jesús hélt innreið sína í Jerúsalem. — Merkisdagur sökum þess, að þá gekk Jesús með ráðnum hug í móti óvinum sínum, sem hann hafði áður leitast við að leiða bjá sér. Merkisdagur einnig sök- um þess, að þegar hæst stóð hyllingar-aðdá- un og fögnuðar lýðsins, nam Jesús staðar við veginn og grét yfir borginni, sem hann var að halda innreiö i. Merkisdagur enn fremur sökum þess, að fagnaðar-aldan, sem nú bar Jesú á örmum sér, virtist mundu hrífa alt með sér. Fyrir óvini Jesú var þetta iskj'ggilegur dagur. Farísearnir voru bæði hugsjúkir og önuglyndir — eins og gerist, er svo stendur á — og kendu hver öðrum um, að í slíkt ó- efni var komið: Hér sjáið þér, að þér fáið engu umþokað, sögðu þeir, þvi að allur heim- urinn eltir hann. (J. 12, 19). Telji menn sig ekki geta viðurkent guðlegt

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.