Heimilisblaðið - 01.03.1920, Síða 13
HEIMILISBLAÐIÐ
45
því meira sem hún las, því meira fanst
henni hún eiga ólesið, og eiga ettir að fá
skilning á. Meðfæddir hæfileikar hennar
glæddust — það fann hún sjálf sér til
mestu gleði.
Lára varð nú eitthvað svo örugg með sjálfri
sér og það fór henni vel, en foreldrunum
fanst fátt um. Þau botnuðu ekkert i henni.
En nú fór hún að koma auga á markið
álengdar og vona, að hún næði þvi.
Upp frá þessu opnaðist henni aðgangur að
mentamannaheimilum og þar undi hún sér
vel og fann nú ekki til þess, að hún þætti
lijáleit lengur.
En bezt undi hún sér á efnuðu iðnaðar-
mannabeimili. Þar fanst henni hún vera eins
og heima hjá sér. Yngri dóttir hjónanna þar
hafði sérstaklega miklar mætur á henni,
þangað til að svo fór einn dag, að alt það
dálæti fór út um þúfur.
Lára hafði aldrei árætt, að bjóða þessari
ungu vinkonu sinni heim til sín, heldur
sneitt hjá því af ásettu ráði.
Hún fann, að henni mundi þykja heldur
stinga í stúf heima hjá sér við það, sem vin-
stúlka hennar átti að venjast, bæði foreldrar
hennar og heimilið sjálft; oft gat hún and-
varpað með sjálfri sér út af því. Oft óskaði
hún þess, að foreldrar sínir væru orðnir eins
og það fólk, sem hún nú var samvistum við.
Aldrei þorði hún að minnast á þetta áhyggju-
efni silt einu orði, hún vissi sem var, að
því yrði ekki breytt til batnaðar og þess
vegna lét hún sér umhugað um, að enginn
kæmi þangað.
En svo var það einn daginn, að dyrabjöll-
unni var hringt.
Lára fann það á sér, að það mundi hafa
verið vitlaust af sér, að hún fór ekki sjálftil
dyra, en hún gat ekki fengið af sér að gefa
sig fram og þarna stóð hún nú í síðdegis-
búningnuro, eins og höggdofa. Frúin kom
inn að vörmu spori uppveðruð og sagði, eins
°g Láru grunaði, að ungfrú Bing væri kom-
in og biði eftir henni.
»Hví sagðirðu ekki, að eg væri ekki heima,
eins og alt lítur út hérna inni?«
»Fáðu mér frakkann hans pabba og háls-
línið hans«.
»Og það kemur nú í sama stað niður —
hún er búin að sjá allan ræfilsháttinn hjá
okkur, eins og alt af er hérna«.
Móðir hennar vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið. Óg af því að Lára hreyfði sig
ekki úr sporunum, þá Iæddist hún sjálf eftir
frakkanum og hálslíninu. Lára skammaðist
sín fyrir heimilið, fyrir foreldra sína og —
fyrir sjálfa sig.
Og því varð ekki neitað — fagurt var
þar ekki um að litast. Leifarnar af miðdegis-
verðinum stóðu enn á borðinu og dúkurinn
á því var mokóhreinn, svo ekki gerði hann
það lystilegra í augum. Jörgensen var ný-
lagstur í hægindastólinn til þess að fá sér
miðdegisblund. Þarna lá hann á skyrtunni,
hálslínslaus og illa til reika. Frúin var búin
að setja á sig stóra og skitna eldhússvuntu
og ætlaði að fara að þvo upp. Sá sem kom
inn utan úr hreina loftinu, hlaut að frnna
að húsið var fult af steikaralykt og saman
við það blandaöist reykur af vindlum, sem
ekki voru af beztu tegund. Inniskór Jörgen-
sens stóðu hjá ofninum, hálffullir af ösku og
hálfbrendum kolum, því að ofninn hafði ver-
ið frúnni óvanalega eríiður viðfangs þennan
daginn.
Pví fór tjarri, að ungfrú Bing væri nokk-
ur tepra; hún var ógn góðlátleg og blátt
áfram; en nú þótli henni nóg um, einkum
af þvi, að það kom henni á óvart. Hún hafði
eiginlega aldrei hugsað neitt út í það, hvern-
ig heimili Láru mundi vera, því að henni
fanst svo eðlilegt, að það væri eins og heim-
ilið hennar, og þvi fremur kom henni þella
alsendis óvart. En þetta kom líka flalt á
Jörgensen. Hann spratt upp úr stólnum; en
það kom fyrir ekki, þó að liann kallaði á
konu sína og bæði um frakkann sinn og
hálslínið; hann stóð nú þarna alveg ráðþrota
og gaut hornauga til inniskónna undir ofn-
inum; en um leið var hann að brjóta heil-
ann um, hvernig hann ætti að losna úr þess-
um kröggum, því að hann sá óðara að ung-
freyja þessi var af æðri stigum í mannfélag-