Heimilisblaðið - 01.04.1920, Qupperneq 2
50
HEIMILISBLAÐIÐ
^ceknr og kcimili.
Það eru til uýtízku heimili, þótt ótrúlegt
kunni að þykja, er tæplega hafa eina einustu
bók innan veggja sinna. Bað eru líka til
heimili, og þau eigi all-fá, þar sem hugþreyta
og andlegur óstyrkur virðist hafa náð yfir-
tökunum. Á milli þessara tveggja ómótmæl-
anlegu atriða, liggja fleiri leyniþræðir en
nokkurn dreymir um.
Bóklaust heimili fer á mis við svo og svo
mikinn skerf af andlegum læknislyfjum, er á
sama tíma mundu hafa stuðlað hlutfallslega
jafnmikið að líkamlegri velliðan og hreysti.
Menning nútímans krefst af sérhverjum
einstaklingi þjóðfélagsins, konu sem karli,
meiri manndóms og voldugra hugarþreks en
nokkru sinni fyr.
Hin stórkostlegu iðnaðarfyrirtæki nútímans
leggja hverjum borgara á herðar hundrað
sinnum meira strit og þúsund sinnum víð-
tækari ábyrgð en nokkurt einasta mannsbarn
rendi grun í fyrir tiltölulega fáum árum.
Alt þetta, að því þó viðhæitu, sem nú
reynir svo mjög á þol manna — hið hörmu-
lega ástand í heiminum — veldur því að
margur missir móðinn, sökum vanrækslu við
sál sína; ver t. d. kvöldstundunum til þess
að drepa limann, í stað þess að nota þær til
lesturs nytsamra bóka, og brynja sig með
því gegn erfiðinu, sem morgundeginum er
ávalt samfara.
Hvíldartíminn er nauðsynlegur; en hver
einasta mínúta verður eitruð hefndargjöf, sé
henni ilia varið. Og eigi er unt að verja ver
augnabliki, en með þvi, að brjóta heilann
um það, hvernig skuli að því farið að drepa
næstu minútuna! —
Eigi ber það ósjaldan við, jafnvel á þess-
um háalvarlegu tímum, að sjá má menn og
konur kasta höndum að þýðingarmiklum
störfum á heimilinu, til þess að komast í
leikhús og bíó i tæka tíð, — minna hirt um,
þótt heimilisstörfin, sem ættu að ganga fyrir
öllu, sitji á hakanum eða biði morguns.
Nokkuð mætti þó afsaka þessa háttsemi, ef
fólk þetta sækti samkomur, sem haft gætu
mentandi og fegrandi áhrif á hugarfarið, svo
sem sjónleiki eftir beztu höfunda og fagran
söng, En því miður á hið gagnstæða sér
stað. — Fjölsóttustu leikirnir eru oft skrípa-
læti, og það ærið ófögur, á kvikmyndaljald-
inu, ekki ósjaldan, að sýndar eru beinlínis
siðferðisspillandi myndir.
Mandi ekki oftasi nokkru hlýrra og heil-
nœmara við arineld heimilisins?
Hugsandi maður metur heimilissæluna mest
allra jarðneskra gæða, en sá er litt hugsar,
setur kvikmyndahúsið skör ofar.
Hugsandi maður ver kvöldstundunum heima
hjá fjölskjddu sinni og les góðar bækur, eða
dvelur þá í hópi siðsamra vina.
Stefnulegsinginn hugsar upp öll möguleg
ráð, til þess að koma klukkutímanum, sem
fram undan er, fyrir kattarnef.
Öll störf, sem manninum er trúað fyrir í
lífinu, eru vandasöm. Þessvegna er það líka
vandasamt að tesa. Það er stór vandi að
velja bækur. Sá, sem les góðar bækur og
blöð, þroskar andann, víkkar sjóndeildar-
hringinn og nemur þá einu sönnu heimspeki,
er að haldi kemur í baráttu tilverunnar, sem
enginn getur umflúið.
Við lestur góðra skáldsagna, fagurra kvæða,
sögu, lista og vísinda, en þó fyrst og fremst
við lestur Guðs orðs, brynjast hin fróðleiks-
þyrsta sál gegn hinum margvíslegu örðug-
leikum, sem morgundagurinn hefir í för með
sér.
Heimili bókelskra manna varpa frá sér
hlýjum, skínandi geislum út í samfélagslífiö-
í góðum bókum geymast göfugustu hugs-
anir, göfugasta upplýsingarstarf mannsand-
ans — arfurinn bezti frá kynslóð til kyn*
slóðar.
Blindur er lóklaus maður, segir máltsekið
okkar gamla og góða.
Vér íslendingar höfum til allrar hamingju
verið lestrar og bókaþjóð, og til viöhalds
þjóðerni voru hér í álfu1) þurfum vér að
lesa og lesa góðar bœkur; lesa fyrst og fremst
1) Pessi grein er að mestu lckin eftir Lögbergi. Hún á er-
indi einnig til okknr hér heima.