Heimilisblaðið - 01.04.1920, Síða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
53
útlöndum. Þeir andæfa ekki að eins Kristin-
dóminum, heldur öllum trúarbrögðum.
Þessi blöð eru tiltölulega lítill partur af
blöðum Kínverja; allur þorri þeirra lætur,
eins og áður er sagt, kristindóm og kristni-
boð afskiftalaust. Ritstjórar þeirra trúa ekki
lengur á óskeikulleik Konfúsíusar. Þeir hugsa
sem svo, að kristindómurinn geti verið eins
góður eða fyllilega það, og þeir gera sér far
um að finna, bvað likt sé í kenningu Jesú
og forna spekingsins þeirra.
* *
• *
Fyrir þremur missirum voru ríkistrúarbrögð
brennandi áhugamál í Kína. Öll böfuðblöðin
í Shanghai réru öllum árum að trúarbragða-
frelsi. Stjórnmálaflokkarnir eiga blöðin í
Peking, svo að þau dansa eftir pípu þeirra.
Sum þeirra fyrirdæma trúarbragðafrelsið, en
önnur róa að því öllum árum, að það sé
leitt í lög.
* *
*
Hinn víðkunni leiðlogi kristinna manna
i Kína V. P. Chon ritar meðal annars:
Kristni söfnuðurinn í Kína gæti nú aftur
orðið frumkvöðull að þvi, að skapa álit
binnar fjölmennu þjóðar (400 miljóna) ef
bann stofnaði 5 dagblöð í 5 herstjórnarstöðv-
um, nefnilega í Shanghai, Peking, Tientsin,
Ka'nton og Hankow. Kirkjufélögin ættu öll
i sameiningu að gangast fyrir þessu og stjórna
þessu fyrirtæki og leggja fram fé til þess.
Það ættu að vera almenn dagblöð, sem þá
aðeins styddu kristna skoðun, er sérstakt
tilefni gæfist til þess.
Eins og sjá má af þessu, þá er líka verið
að rita og ræða um »kristileg dagblöð« í
Kina, og róa að þvi, að þau verði stofnuð.
Þeim, sem byggir á tilfinningum sinum og
ier eingöngu eftir þeim, má líkja við seglskip,
sem háð er sérstakri vindstöðu og kemst
ekkert áfram án hennar.
Sá, sem lifir í krafti trúarinnar. vinnur sig
^iram, þótt hann sjálfur verði þess ekki var.
gr umskógarnir í porður- Jmcríku.
Líf þeirra manna, sem hafast við í frum-
skógum Norður-Ameríku, er eigi líkt lífi
annara manna; það er stórfenglegt ævintýra-
líf. f*að sýnir hvorttveggja i senn, að ferða-
þrá manna er óviðráðanlega sterk og hverj-
um hæfileikum þeir eru búnir til að gera sér
náttúruna undirgefna með tækjum, sem oft
og einatt eru næsta ófullkomin.
Á síðustu áratugum hafa skógarnir, þvi
miður verið stórkostlega eyddir. Það er nú
fyrst fyrir fám árum, að augu frænda vorra
vestan hafs hafa opnast fyrir því, að það
borgi sig ekki að eyða skógunum. En ekki
verður sannara sagt, en að þeim hafi verið
eytt óþyrmilega.
Nú fyrir 50 árum var það algengt næsta,
að landnámsmenn ryddu lendur sínar með
því að kveykja í skógunum og brenna þá
upp til kaldra kola. Þeim þótti seint sækjast
að höggva þá niður og þurftu heldur eigi
á öllum þeim trjáviði að halda. Markað áttu
þeir engan visan, þar sem þeir gætu selt
hann; og engin leið var að flytja slika stór-
viðu til nokkurs bæjar lengst ofan úr óbygð-
um. En nú eru þúsundir bænda á sömu
slóðum að planta skóg með ærinni fyrirhöfn
á þeim svæðum, þar sem feður þeirra og
forfeður létu brenna skógana.
Frumskógarnir standa þó víða enn, svo
sem í Montana, Oregon og Washington-ríki
og norðvesturhluta Kaliforníu. En svo eru
þeir höggnir gríðarlega, að nú er skipað með
lögum að planta jafnmörg tré og feld eru.
Skógarhögginu hefir fleygt svo fram nú síð-
ustu árin, að miljónir trjáa eru feldar á ári
hverju og fluttar burtu.
Skógarnir eru ávalt höggnir sem næst stór-
ám og fljótum. Búðir skógarhöggsmanna
standa hundruðum saman við Spokane-fljót-
ið og Kolumbíu-fljótið hið mikla, sem fellur
út í Kyrrahafið. Væru ekki þessi fljót til að
flytja viðinn þangað, sem járnbrautirnar
liggja, þá yrði engin leið að flytja þá; að
minsta kosti yrði flutningskostnaðurinn svo