Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1920, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.04.1920, Síða 10
58 HEIMILISBLAÐIÐ Lára hafði aldrei komið í sveit fyr, svo að alt, sem hún sá, var nýtt í augum hennar og allar nýungar vekja athygli manna. Lára hafði gott af þessu, því að það dró hana til að líta öðrum augum á svo margt en hún hafði áður gert. Það var stormur og slydda. Ráðsmaður prestsins var staddur á stöðinni í vagni sín- um; hann var í illu skapi út af því, að ung- frúin skyldi ekki hafa komið 1. nóvember og svo því, að nú þurfti hann að senda auka- vagn út á stöðina; en verst þótti honum, hve langur tími fór í það að ná farangri Láru og koma honum fyrir á vagninum. Loks var þó haldið af stað út á þjóðveginn. Fyrir vagninum gengu tveir hlaupfráir folar og nú fóru þeir að hoppa og stökkva, svo að yndi var að ferðalaginu. En Jörgensen var engin hetja, þegar í vagninn var komið og Lára æpti nú bein- linis upp yfir sig í hvert skifti sem vagninn hallaðist eilthvað lítilsháttar; en ekkert voru þau þó hræddari við en myrkrið. Lára hélt dauðahaldi i föður sinn, og það þótti honum gott, því að þegar hún greip hann fastatökum, þá varð hann óhræddari sjálfur. Já, það losnar margt úr hömlu, þegar í nauðirnar rekur; aldrei hafði þeim feðginum fundist þau vera nátengdari hvort öðru en á þessu kvöldi. Þau bjuggust við á hverju augnabliki, að vagninn mundi kollveltast með þau og þá væri þeim bráður bani búinn í þessu ógurlega myrkri. En þó að folarnir þendu sig svona, þá fanst þeim þessi vegspotti lengii en öll hin leiðin frá Kaupmannahöfn. Jörgensen reyndi að hughreysta Láru; en ef vagninn hnyktist snögglega til, þá féll þeim óðara allur ketill i eld. Nú skánaði vegurinn aftur á kafla; réðist Jörgensen þá í að spyrja ráðsmanninn, hvort þau væru nú ekki bráðum komin alla leið. En þegar ráðsmaðurinn svaraði, að þau væru tæplega hálfnuð, þá gáfu þau sig alveg forsjóninni á vald; en það hefði þeim aldrei komið til hugar, ef alt hefði fallið í ljúfa löð. Loks komust þau alla leið heim á prests- setrið. Það var dimt og skuggalegt .yfir þvi og ljós í fám gluggum. Stúlka kom út og tók á móti þeim og önnur kveikti á lampa.í ganginum. Þegar þau Jörgensen og Lára komu inn í ganginn, þá kom prestskonan fram. Hún tók einkar- vingjarnlega á móti þeim, og þeim gazt hið bezta að henni. Að því búnu var þeim vísað til herbergis, til þess að þau gætu lagað sig til ofurlítið, áður en þau gengu til kvöld- verðar. Jörgensen var nú ekki meira en svo öruggur um sjálfan sig þarna, en hét þvi með sjálfum sér, að nú skyldi hann hafa glöggar gætur á sér, til þess að dóttir hans þyrfti ekki að skammast sin fyrir hann. Þó að hann hefði nú aðeins í snatri kast- að kveðju á prestskonuna, þá komst hann þó á snoðir um, að hún væri mentuð, og þegar þessháltar fólk var öðrumeginn, þ& hafði Jörgensen alt af gát á sér. Þegar Lára gekk inn I dagstofuna á eftir föður sínum, þá var auðséð, að fólkinu leizt vel á hana og hún fann það sjálf. Hún var i óbreyttum bláum Cheviot-kjól, sem sniðinu var og saumaður eftir nýustu tízku: í þess- um búningi var hún svo yfirlætislaus og blátt áfram í augum fólksins. Rétt áður en gengið væri til borðs, þá kom presturinn; hann heilsaði heldur þurlega, þvl að hann var þvi svo vanur að ungar stúlkur kæmu og færu, að það þótti enginn merkis- viðburður á heimilinu. Jörgensen var i kamgarnsfrakka og sýndist þvi miklu fyrirferðarmeiri en ef hann hefði verið í vanalegum jakkafötum; það voru ein- mitt þau, sem honum fóru bezt. Engir sérstakir rétlir voru á borð bornir> en allir voru þeir góðir og sveitarlegir og Jörgensen félst sérlega vel á þá; en annars var hann nú orðinn vanastur við gistihúss- réttina. Hann ætlaði að slá prestskonunni einhverj® gullhamra fyrir veitingarnar, en hann dr0 það, þangað til það var orðið nm seinan.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.