Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1920, Side 11

Heimilisblaðið - 01.04.1920, Side 11
HEIMILISBLAÐIÐ 59 Að loknum kvöldverðí bauð prestur Jör- gensen að reykja vindil inni i lestrarstofu sinni. Hann kunni nú ekki rétt vel við sig þarna einn síns liðs, því að af prestum má löngum við öllu búast, þegar menn eru einir með þeim. En þegar hann sá, að engin hætta var á því, að prestur færi með hann út í nokkra trúmála-sálma, þá varð hann óhultari um sig og| gerðist svo djarfur að spyrja prest, hvort hann mætti ekki selja honum vitund af víni. »Víni?« mælti prestur, næstum því með fyrirlitningarsvip. »Nú, presturinn er, ef til vill, bindindis- maður?« »Nei, það er eg ekki«. »í*ér eruð, ef til vill, í »Bláa krossinum?« »Nei, eg er hvorki í honum né nokkru öðru bindindisfélagi. Menn eru i félagi um ait, sem nöfnum tjáir að nefna, og þess vegna hefi eg sett mér þá lífsreglu, að sneiða mig hjá öllu, sem nokkur félagskeimur er að — eQ þrátt fyrir það getur maður verið bind- mdismaður. Á heimili mínu er hvorki drukk- mn bjór né brennivín; en leyfi vil eg hafa hl þess, þegar sonur minn kemur heim um jólin meö lærdóms-prófskjalið sitt í vasanum, að drekka með honum eitt glas af víni og óska honum hamingju, sérstaklega af því, að eg er ekki gefinn fyrir hindberjalög«. »Já, en presturinn neytir þá víns — eg hefi ágætis sjerrí«. »Eg brúka kanske eina eða i hæsta lagi Þrjár flöskur á ári, svo það gæti ekki mun- að miklu, þó að þér ættuð viðskifti við mig«. »Og jæja«, sagði Jörgensen og varpaði °ndinni mæðilega, »það fer bráðum að verða °mögulegt að selja vín eða áfenga drykki — hvar sem maður kemur, þá er sagt —« »Jæja, þér hljótið þó að geta selt heilmikið, h* þess að geta grætt svo mikið fé á því, þér hafið efni á að láta dóttur yðar fara að heiman og gefa með henni 400 krónur a ári«. ^Ejögur hundruð?« spurði Jörgensen. »Já, fjögur«. »Eg hefi Iifað í þeirri trú, að það væru 300«. »Já, það getið þér átt um við konu mína; ungu stúlkurnar koma henni við, eg blanda mér aldrei í þau mál«, svaraði prestur. Þegar fólkið var búið að drekka kvöldleið, þá settist það í kringum stóra borðið í dag- stofunni og Lára var þar ein í hópnum. Það voru þær prestskonan og dætur hennar tvær, hin eldri á aldur við Láru, en hin á ferm- ingaraldri og þar að auki ung stúlka úr stóru kauptúni á Jótlandi. Það var hún, sem komið hafði 1. nóvember, daginn, sem ráðs- maðurinn vildi að Lára hefði komið lika. Samræðurnar voru allfjörugar, en eins og eðlilegt var, þá var Lára ekki margorð fyrsta kvöldið. Hún gerði lítið annað en að hlusta á og taka eftir því, sem fyrir augun bar, eins og hver varkár gestur á að gera. Vana- lega var sú hugmynd rétt, sem hún gerði sér um fólk, eins og það kom henni fyrir augu og eyru fyrsta skiftið. En samt var hún ekki komin að neinni fastri niðurstöðu enn með þetta fólk. Þegar þeir prestur og Jörgensen voru bún- ir að reykja, þá gengu þeir inn í dagstofuna. Jörgensen burstaði sig og dustaði hvert öskukorn af frakkabarminum sínum, togaði vestið niður og sneri upp á efrivarar-kamp- ana, og Lára varð hissa á, hve djarflegan þátt hann tók i samtalinu. En þegar hann fór að gera sig mjúkan í máli, þá leizt henni ekki á blikuna. Hún sá glögt, að prestskonan brosti og önnur dóttir þeirra hjóna átti bágt með að laalda niðri í sér hlátrinum. Jörgensen gerði sér sérstaklega leik að þessari mjúkmælgi, þegar hann fór að segja frá dálillum viðburði, sem hann hafði verið sjónarvottur að úti á ferjunni; sagði hann að nokkrir ungir menn hefðu þar farið að syngja sálma til að safna fólki saman og síðan hefðu þeir farið með Guðs orð; þá varð hann svo uppgerðarlegur í máli og rómi, að það var alveg óþolandi; reyndi hún þá að

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.