Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1920, Side 15

Heimilisblaðið - 01.11.1920, Side 15
HEIMILISBLAÐIÐ 175 Magnús hinn góði. Þegar eg sá hana i hópi barnanna sinna, þá skildi eg í hverju hinn mikli kraftur heimilisins væri íólginn. Þegar leið að kvöldi hópuðust þau kring- um stólinn hennar, og settust á sinn stól- inn hvert. Svona höfðu þau setið alla bernskuna út, og hún vildi, að svona skyldu þau sitja svo lengi sem hún væri hjá þeim — á hverju kvöldi. Og svo töluðu þau saman, töluðu svona blátt áfram um það, sem gerl hefði verið þann og þann daginn, Þau sögðu hvert um sig, hvað hefði glatt þau mest, eða þá dregið úr þeim kjarkinn. Og mamma hafði svör á takteini handa þeim öllum. Hún réð þeim heilræði, huggaði þau, uppörfaði þau, leiðbeindi þeim. En aldrei gerði hún það þó svo, að maður tæki eftir þvi, að þetta væri tilgangurinn hjá henni. Það leiddi al- veg at sjálfu sér alt saman. Þegar eg kvaddi, þá sagði Magnús: »Jæja, nú þekkirðu þá heimilið mitt?« »Já«, svaraði eg, »því að eg hefi séð mömmu ykkar sitja mitt á meðal ykkar«. »Þú hefir rétt að mæla«, sagði hann, »það er mamma, sem gerir heimilið það, sem það er. Heimilið er hún sjálf — eg veit alls ekki, hvernig við gætum lifað án hennar, hvert okkar sem er. Veiztu hvað það er, sem skín fegurst á mömmu?« spurði hann, bliðlega. »Það er það, hvernig hún er orðin það, sem hún er. Hún var einu sinni heilsuhraust og lífsglöð, glöð yfir heimili sinu og börnum á yngri árum. En svo lagðist á hana þung vanheilsa, svo að hana krepti alla og nær sér víst aldrei aft- ur. Oft hefir hún sagt okkur, að hún hafi kveinað og kvalist, og fundist lífið óbæri- legt. En nú telur hún vanheilsuna sína mestu hamingju og segir, að Drottinn hafi sent sér hana sjálfrar hennar vegua. Þvi að í gegnum öll andvörpin og tárin, fann hún þann hjartafrið, sem enginn getur frá henni tekið; hún fann hjálpina þar, sem hana er að finna — hjá Jesú, sem er bróð- irinn bezti og barnavinurinn mesti. Og nú getur hún sagt með sanni, að alt samverk- ar þeim til góðs, sem elska Guð og frels- arann. Svona er mamma orðin það, sem hún er, þetta er það, sem skín fegurst af öllu hennar lífi, og þú getur skilið, það vinur minn, að við getum ekki annað en elskað hana«. Síðan fórum við báðir til höfuðborgar- innar. Og þar höfðum við svo mikið aö starfa, að við vissum ekki hvernig tíminn leið og hittumst sjaldan. f*egar Magnús hafði lokið námi, þá fékk hann embætti á Jótlandi, og eg heyrði fátt frá honum sagt. Einu sinni las eg i blaði, að móðir hans væri dáin, og þó að nú væru mörg ár lið- in frá þvi, er við vorum saman, þá sam- hrygðist eg honum og systkinum hans, eins og eg væri einn af þeim. Nú var hún hort- in úr hópnum — fegursta tréið i skógin- um, eikin, sem skýldi þeim öllum. Það sem eg vissi um Magnús eftir þetta. frétti eg hjá öðrum. Og það sýndi alt, að hann var enn sem fyrri: Magnús hinn góði. Ári síðar kvæntist Berg kaupmaður aft- ur. Það kom eins og reiðarslag yfir börnin hans. Þeim fanst eins og pabbi þeirra hefði beitt við þau hinni mestu harðneskju og ofbeldi, að setja aðra konu í sess móður þeirra, sem þau höfðu unnað manna mest

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.