Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1934, Side 4

Heimilisblaðið - 01.06.1934, Side 4
86 HEIMILISBLAÐIÐ setuliði ríkisins og lét loka öllum olíulind- unum, þangað til olíuverðið væri orðið hæfilega hátt. Og enginn blandaði sér i það mál, því að þetta atferli ríkisstjóra var að öllu samkvæmt lögum, því að ríkis- lögin í Oklahoma taka það fram, að enga olíu megi úr jörðu taka, þegar verð olíunn- ar samsvari ekki raunverulegu gildi henn- ar. Murray lét sér ekki nægja að loka ol- íubrunnunum, með aðstoð setuliðsins, held- ur skipaði hann vörð hermanna á brúna, sem liggur milli Oklahoma og Texas-rík- isins, til að hefta allan innflutning af olíu til hreinsunarstöðvanna. Tímaintin í Bandaríkjum eru sí og æ að tala um persónuleg séreinkenni Murrays ríkisstjóra. Þau segja að hann sé maður, sem aldrei taki ofan á ríkisþinginu, skrif- stofunni né heima. Þegar hann á annríkt, hefir hann morgunmatinn sinn með sér að heiman í bréfpoka. Það er honum yndi og eftirlæti að leggja fæturna upp á skrif- borðið sitt og aldrei ritar hann nafn sitt undir skjöl, nema á hné sér. Þeim, sem koma til fundar við hann, tekur hann með nöldri og segir: »Nú, hvað er yður á hönd- um?« og lætur þá svo frá sér fara með þessum orðum: »Getið þér þá ekki hypjað yður burtu, ég á svo annríkt.« Hann hefir ótrú á öllum ríkismönnum, en brjóstgóður er hann við fátæka. Aldrei gefur hann sér tóm til að skemta sér eða lyfta sér upp; en stundum má sjá hann á gangi úti í garðinum sínum kl. 3 að morgni og er hann þá að brjóta heilann um úrlausn- arefni næsta dagsins. En hið sanna er, að hann er einn af hinum góðu og gömlu og heiðarlegu stjórn- málamönnum. áafnvel óvinir hans játa, að ráðvendni hans sé óvinnandi i>org. Har.n hirðir ekkert um peninga og er nú fyrst nýsloppinn úr skuldum sínurn. Fyrstu mán- aðarlaunin sín eftir það, er hann tók við ríkisstjórninni, varði hann til að byggja hús yfir fátæka, þá er urðu að standa og bíða hópum saman eftir matvæla-skömt- um. Bill er nú 63 ára gamall. Hann er bor- inn og barnfæddur í Texas, í »kafaldsbyK eins og hann sjálfur segir, og fór að heinr- an tólf ára gamall. Kjör fátækra manná þekkir hann út í æsar af persónulegi'i reynzlu, hefir sjálfur verið á verðgangi og orðið að basla fyrir lífinu. Hann sá, að bráðnauðsynlegt var að afla sér mentunar, ef hann ætti að verða að manni, og svo las hann af kappi við vinnu sína, hver sem hún var. En er hann hafði náð háskólamentun, þá gerðist hann skóla- kennari, ritstjóri og málaflutningsmaður. Fór hann þá til nýlendu þeirrar, sem kend er við Indíána, er það var hluti af hinu núverandi Oklahomaríki, og gekk í flokk Chickasaw-Indíána. Hann gerðist þá sak- sóknari þeirra og kvæntist bróðurdóttui' höfðingja þeirra, og þá tóku þeir hann til samlags við sig. Hann var nú önnum kafinn við að gera samninga fyrir þessa Indíána; en jafn- framt tók hann af kappi að kynna sér stjórnarskipun og lög að fornu og nýju. Þegar Indíánanýlendan var sameinuð Okla- homa og það ríki stofnað 1907, þá var Murray kosinn til forseta stjórnskipunar- nefndarinnar. Og er hann hafði sjö utt þrítugt, þá samdi hann aleinn stjórnar- skipun hins nýja ríkis. Hann bauð sig Þa fram til ríkisforseta, en náði ekki kosn- ingu. Hann var kosinn til að sitja á sambands- þingi Bandaríkjanna 1912, en var feldur frá kosningu 1916, og sömuleiðis 1918, ei’ hann reyndi að nýju að ná ríkisforseta- tigninni. Það leit svo út, að nú væri úti um frama Bill Murrays. En æfintýralöngun hans var sí og æ jafn lifandi. Tók hann sér þá fÖr á hendur til Suður-Ameríku, til að freista hamingjunnar þar. Hann kyntist þá landnáms-skilyrðum 1 Bólivíu og fluttist þangað búferlum 1924 og sex aðrar fjölskyldur með honum til að nema land; hafði hann vakið áhuga hjá þeim á þessu máli. En fyrirtæki þetta fór

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.