Heimilisblaðið - 01.06.1934, Blaðsíða 6
88
HEIMILISBLAÐIÐ
DnalL QnjoLaJxálLiAiqi
anas
Shdldsaga eftir Albert M. Treynor.
Vegna nýrra kawpemla.
Yfirlit yfir það, sem bfiið er af sögunni.
Fornfræðingurinn Geraint Caverley hafði ver-
ið við fornmenjagröft 1 Tíbestí-fjöllunum í Mið-
Afriku, er hópur af Túaregum réðist á hann. Fé-
lagi hans, æfintýramaðurinn Carl Lontzen, hafði
verið að leita að olíulindum. Hann sneri baki
við félaga sínum og komst undan á flótta. En
Túaregar tóku Caverley til fanga og seldu hann
mannsali ræningjahöfðingjanum Tagar Kredd-
ache. Eftir tveggja ára þrautir og þjáningar gefst
Caverley loksins tækifæri til að strjúka og hitt-
ir þá. á ferðamannalest, og fararstjóri hennar
er þá hinn fyrnefndi Lontzen. 1 fylgd með hon-
um er frænka hans, ung stúlka að nafni Boa-
dica Treves að nafni (kölluð Bó). Lontzen hafði
einmitt ætlað sér að reyna að hafa upp á Caverley
og fá hann til að gerast leiðsögumaður hans 1 eyði-
mörkinni áleiðis til olíulinda nokkurra í Tíbestí.
Lontzen þykist öruggur á þessu ferðalagi og
með öllu óhultur fyrir árás af Tagars hálfu,
þar eð hann hefir með sér son Tagars, hinn unga
Sídí Sassí, er hefir stundað nám í Norðurálfu
árum saman, síðan hann var barn að aldri.
Tagar Kreddache er ókunnugt um þetta og ræðst
því á ferðamennina að næturlagi til að myrða
þá og ræna. Sídíinn.fellur fyrir einni kúlu manna
föður sins, og Lontzen verður dauðskelkaður og
tekst að flýja undan á fóthvötum úlfalda.
Aður en ræningjarnir ráðast á sjálfan tjald-
staðinn, tekst Caverley að grafa sjálfan sig, Bó
Treves og líkið af höfðingjasyninum niður í sand-
inn, svo að ræningjarnir verða þeirra ekki varir,
er þeir láta greipar sópa um iifangastaðinn.
Caverley klæðir sig nú í hinn skrautlega bún-
ing Sldíans, rakar skegg sitt og klippir á Ara-
abavísu, lætur Bó klæðast fataleppum þræla-
drengs, er hafði fallið, og svo halda þau á stað
til tjaídbúða Tagars, og Caverley tekst að telja
honum trú um, að hann sé sonurinn heimkomni,
sem nú er orðinn fulltíða maður og vel að sér á
margar hátt á hvítra manna vísu. Hin víggirta
borg Tagars f eyðimörkinni heitir Gazim. Upp-
áhaldskona Tagars, ung og glæsileg, Nakhla að
nafni, þekkir Caverley aftur, en lofar honum samt
því, að hún skuli ekki ljósta upp um hann, ef
hann vilji drepa Tagar, áður en mánuður sé liðinn
Tagar hefir frétt. að hvítur maður hafi sezt
að hjá erfðaóvini hans, höfðingjanum Zaad f
Khadrim. Tagar heldur að þetta sé strokuþræll
sinn, en það er I rauninni Carl Lontzen. Tagar
gerir nú út leiðangur til að ráðast á Zaad og
ná þrælnum aftur. — — —■
Þessa nótt var ekki tjaldað öðru en hinu
litla ferðatjaldi Tagars. Allir hinir vöfðu
sig inn í kápur sínar og sváfu undir beru
lofti — og blikandi stjörnum.
Mansor og Caverley og Alí Móhab voru
á fótum fyrir dögun. Bó Treves var líka
komin á fætur. Síðan Bó hafði sagt Cav-
erley það skýrt og skorinort, að hún myndi
reyna að flýja, undir eins og tækifæri gæf-
ist, hélt hann auga með henni seint og
snemma. Hann hafði líka ásett sér að taka
hana með í leiðangur þann, sem nú stóð
fyrir höndum. Hún myndi auðvitað verða
honum til mikils farartálma, og það hafði
hann líka sagt henni, en honum þótti það
öruggara að hafa hana nærri sér. Og þad
var einnig bezt hennar vegna. Það var alt
af áhætta við það að skilja hana eftir hjá
Tagar og piltum hans.
Alí Móhab hafði ekkert á móti drengn-
um, en á hinn bóginn þótti honum það ein-
kennilegt, að Sídíinn skyldi vilja hafa einka-
þjón sinn með sér á þessháttar ferðalagi.
og hann leyfði sér að láta undrun sína í
ljósi yfir þessu.
»Hvaða gagn er svo sem í drengnum?«
spurði hann, er þeir voru ferðbúnir.
»Eg er orðinn svo vanur því að hafa
hann nærri mér, þegar of heitt er í veðri,
og ég er of latur til að hafast nokkuð að
sjálfur,« sagði Caverley og ypti öxlum.
»Það er enginn hans jafningi í skegg-snyrt-
ingu og þessháttar.«
Alí Móhab var kominn á bak úlfalda sín-
um. Hann tók fast í taumana og leit glott-
andi um öxl til Caverley.
»Þegar Sídíinn hefir eignast tvær —
þrjár konur og er búinn að stúta fáeinurn
óvinum, þá býst ég við, að hann fari að
hirða minna um skeggið á sér.«
Skömmu eftir að þeir voru riðnir af stað
í sárbitrum morgunsvalanum, sneri Móhab
sér við í hnakknum og mælti: »Ef við
skyldum þurfa á tálbeitu að halda handa
Zaad, þá getum við látið hann fá þenna
litla náunga, sem er svo duglegur að greiða
skegg!« —
Njósnararnir voru vel ríðandi. Úlfaldar
þeirra voru af hinu grannvaxna, háfætta
kyni, sem að líkamsbyggingu minnir ofur-
lítið á veðhlaupahunda. Þetta voru blá-