Heimilisblaðið - 01.06.1934, Blaðsíða 14
96
HEIMILISBLAÐIÐ
»Mér hefir liðið ágætlega,« svaraði
Nancy.
»Mér er sagt að þú ætlir að fara í kvöld.«
»Já,« svaraði hún, »ég ætla að fylgjast
með dr. Ferris til New York. Ég er nú búin
að dvelja hér lengi — tvær heilar vikur.«
»Þú hefir orðið fyrir vonbrigðum. Það
er engin upplyfting í að horfa á björninn
í búri sínu. Það hefði ég nú getað látið
þig vita, ef þú hefðir gefið mér tíma til
að svara bréfi þínu. Þetta hryggir mig.
Ég vildi að ég hefði getað sýnt þér hetj-
una — mér tókst það ekki. Ef til vill get-
ur þú ekki trúað því, að mér hefir tekist
að hafa meira vald á framkomu minni
meðan þú varst hér en áður. Gagnslaust
er að afsaka — eða gefa skýringar. Þú
verður að taka mig eins og ég er. Þú áttir
betri meðferð skilið. Ég hefi litlu við þetta
að bæta, Nancy.«
Þetta voru kveðjuorð hans til hennar.
Þegar hún kom inn til að kveðja hann,
var útlit hennar þannig, að það vakti hjá
honum séi’staka vanþóknun. Aldrei haíði
hún tekið eftir því, að samkomulag þeirra
var betra, þegar hún var í inni-búningi
en þegar hún var í úti-búningi. Ekkju-
blæan, sem fór henni svo vel, en sem í hans
vitund var einungis leikaraskapur, var eins
og þyrnir í augum hans, og samkomulagið
fór því alveg út um þúfur, þegar hún bar
hana. Jafnvel nú, gat hann ekki að því
gert að verða stífari í framkomu, þegar
hún. birtist í dyrunum albúin til brottfarar.
Hún staðnæmdist fyrir framan hann.
»Vertu sæll, Lynn frændi,« sag'ði hún
og horfði í augu hans. »Mér þykir leiðin-
legt, hvað þú hefir verið hræddur við mig.
Eg kom ekki til að aumkva þig — - ég hef
enga meðlíðan með þér — eða, ef ég á að
vera hreinskilin — þá mundi ég ekki
aumkva þig hið allra minsta, ef þú gæfir
mér ofurlítið tækifæri til að gera nokkuð
annað fyrir þig. En það hefir þú ekki vilj-
að gera. En ég held að þér gangi betur að
ráða við sjálfan þig, ef þú gætir unt þér
að njóta meira. Vertu sæll. Skyldir þú
nokkurntíma kæra þig um, að ég kæmi til
þín aftur, þá láttu mig vita. En vissulega
á ég enga von á því. Nú — úr því ég
býst ekki við að koma aftur —«.
Hún beygði sig niður, og áður en hann
vissi, hvað hún ætlaði sér að gera, var
hún búin að kyssa hann á þunnu, sam-
anklemdu varirnar. Eftir að hún var far-
in, fann haún mjúkan þrýsting'inn af vör-
um hennar á sínum, sem hvorki voru sam-
anklemdar né þunnar, en sem voru eir.s
og hún sjálf, hlýjar og unaðslegar.
XIII.
Nancy hugsaði með sjálfri sér á leið-
inni á stöðina: »Auðvitað átti ég ekki að
gera þetta. Hvernig sem því var farið, gat
ég ekki að því, gert. Mér fanst ég \era
móðir hans — veslingsins, bardagamanns-
ins. Eða dóttir. Það var skylda mín að
gefa honum eitthvað; annað gat ég ekki
skilið eftir hjá honum. Ef til vill verðr.r
honum erfitt að hugsa til, að ég komi aft-
ur. Eða léttara — ekki gott að vitá hvort
heldur.
XIV.
Doktor Lynn Bruce hugsaði með sjálf-
um sér, þegar Nancy var farin: »Ö, Drott-
inn minn! Því þurfti hún að taka upp á
þessu? Eins og ekki væri við nóg að stríða
samt, þó þetta þyrfti ekki að bætast við.
Iivernig getur maður þolað að lifa, þegar
alt er farið? Þessir bannsettir fífíar. Ég
þoli þá ekki! Þeir hæðast að mér — þeir
hæða mig — Pat — farðu burt með þessi
blóm! - Jeg mundi ekki, að hann fór með
henni á stöðina. Þá verða þeir að vera
kyrrir.«
XV.
Patrick Spense sagði við frú Coon um
kvöldið: »Það er eins og húsið sé autt,
frú Coon.«
Frú Coon svarar: »Autt, hvað segirðu?
Bjánahátturinn er farinn úr þvi. Ég er
uppgefin á að lykta stöðugt af þessu dufti
og þessháttar rusli.«
Pat: »Ég fann aldrei þessa duftlykt.
Það ilmaði af yndisleik og góðleik.«
Frú Coon: »Skyldi hún þér eftir nokkra
peninga?«
Pat: »Það'gerði hún. En hún skildi mér
eftir annað betra — endurminninguna um
sig.«
Frú Coon: »Heldur kysi ég peningana
hennar en endurminninguna um hana.
Altaf þetta, að reyna að fara í kringum
hann. Ég hefði nú getað sagt henni, að
það hefði nú ekki mikla þýðingu.«
Pat: »En hún fór nú samt í kringum
hann, ha, ha!«
Frú Coon: »Hvernig dettur þér það í