Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1934, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.06.1934, Síða 10
92 HEIMILISBLAÐIÐ um einhverjar hættur og ógnir, er lægju í loftinu. Það var þó ekki hluttaka hans sjalfs í árás þessari, sem hann var aö hugsa um. Fanst honum það frekar líkj- ast skopleik en sorgarleik. Hann ætlaði að reyna að læðast aftan að Lontzen, áð- ur en Alí Móhab væri kominn yfir sand- ölduna hinum meg'in við tjörnina. Bjóst Caverley við að geta hvíslað fáeinum orð- um í flýti að Lontzen, svo að nægja mundi til að bjarga .ið málinu. Lontzen nn.ir.cii eflaust gera honum þann greiða að stancla upp og rölta á burt nægilega snemma, til þess að leysa höfuð sitt undan bogsverð- inu. Og Alí Móhab myndi tæplega vera svo heimtufrekur að krefjast þess, að Sídíinn færi að þjóta af stað á eftir mann- inum og elta hann alveg inn í hóp félaga hans niðri við tjörnina. Lontzen sat ennþá í sömu stellingum á steininum. Svo var að sjá, sem hann væri í slæmu skapi og niðurdreginn, er hann sat þarna og virti fyrir sér spriklið og busluganginn niðri í tjörninni. Caverley skreið eftir ofurlítilli dæld milli sand- hryggjanna, lagðist endilangur niður í sandinn og litaðist um. Lontzen var nú ekki tuttugu skref frá honum. Caverley sá aftan á bakið á honum og ofurlítinn beran blett af hálsinum, er vár alveg brún- sviðinn af sólinni. Lontzen mændi niður á vatnið, en hallaðist þó auðsjáanlega að því að sitja kyrr á þurru landi. Og Caver- ley þekti Lontzen svo vel, að honum var fyllilega Ijóst, hvers vegna hinn hvíti mað- ur lét eyðimerkursonum pollinn eftir. Þeim var nýjung á því að lauga sig. Og þegar þeir loksins tóku sér laug, þá þurftu þeir þess lika sannarlega með. Caverley mjakaði sér áfram, þumlung eftir þumlung. Hann sá, að Lontzen hafði bogsverð við hlið og auk þess einhleypta skammbyssu. Undir hinum hvíta burnus, sem vinir hans frá Kh'adrím höfðu lánað honum ásamt ilskóm og höfuðdúk, var hann ennþá í röndóttu náttfötunum sín- um. Lontzen hafði efalaust sagt þeim ein- hverjar reyfarasögur, sem þeir höfðu bit- ið á. Hann var sæmilega fær í mállýzku eyðimerkurinnar á þessum slóðum og gat því gert sig vel skiljanlegan, og tungu- mjúkur hafði hann ætíð verið, er hann þurfti að bjarga sjálfum sér úr einhverri klípu. Hann hafði um eitt skeið starfað í erlendu sendisveitinni. Að líkindum hafði hann talið þessum nýju kunningjum sín- um trú um, að hann væri skollans dug- legur hermaður og vel kunnur öllum her- brögðum hvítra manna, og gæti því orð- ið þeim að góðu liði, ef til ófriðar drægi milli kynflokkanna. En hitt gat líka hugs- ast, að Zaad hefði bjargað lífi hans og drepið menn Tagars, sem voru á hælum Lontzens, eingöngu í því skyni að erta Tagar Kreddache. En hvernig sem í þessu lá, þá var Lont- zen alls ekki öfundsverður. Þeir, sem al- drei hafa þekt hvað það er, að sitja í for- sælu trjáa og skóga, geta stundum feng- ið hrein vitfirringarköst upp úr þurru. - Þessir smákonungar eyðimerkurinnar, brúnir og sólbrendir, voru hverfulir og hviklyndir eins og loftslagið sjálft í Sah- ara, sem á fáeinum klukkustundum get- ur hvarflað úr hitabeltisbruna og niður fyrir frostmark. Hinn dutlungasami Zaad gat því faðmað vin.sinn að kvöldi dags, en látið kvelja hann eða drepa morgun- inn eftir, án þess að gera sér nokkrar grillur út af því. Lontzen gekk því með dauðann á hæl- um sér, á meðan hann dvaldi hjá þessum nýfengnu kunningjum sínum. Hann var heldur ekki með neinum gleðibrag, þar sem hann studdi hökunni í hendur sér. Hann hafði dregið höfuðdúkinn að aftan upp fyrir eyrun, til þess að verja þau gegn sólinni. Meðan Caverley var að mjaka sér í áttina til hans, gat hann ekki varist þess að láta sér fljúga í hug, hve æstur og grimmur Tagar Kreddache myndi hafa orðið við það að glápa á þennan rauða og feita háls. En Caverley var samt mest hugsað til þess, hver mynclu verða afdrif úlfalda- sveinanna, er sátu í hnipri hjá úlföldun- um hinum megin viö tiörnina. Að baki þeim var ofurlítil dæld á milli tveggja smá sandhæða. Og innan skamms myndu þeir Alí Móhab og Mansor koma skríðandi á maganum eftir þessari d-æld eins og blóð- þyrstir snákar. Við því var ekkert að gera. Þeir myndu ljúka hinu blóðuga hlutverki sínu og snúa aftur sigri hrósandi. Þess- háttar er daglegt brauð í eyðimörkinni. Þannig hafði það verið, áður en Caverley kom til sögunnar, þannig var það nú, og þannig mundi það verða framvegis löngu eftir að Caverley væri úr sögunni. Honum

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.