Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1934, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.06.1934, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 93 kom það mál ekkert við. Tvéir-þrír úlf- aldasveinar voru hér ekki meira virði en tveir-þrír smásporvar, sem busla í sand- U'kinu, Caverley var nú kominn svo langt, að uann gæti gert Lontzen aðvart. Hann gerði J'ak í sandinn og var nú kominn alveg upp 1 hábrim sandöldunnar með andlitið alveg mðri í sandinum og ýtti á undan sér of- urlítilli sandhrúgu til að skýla höfðinu. Hann gat séð alveg ofan í tjarnardældina, ef hann lyfti höfðinu ofurlítið. Dældin var alveg eins og gígur. Og sjálfur tjarnar- Pollurinn var ekki stærri um sig en þriggja herbergja íbúð. Og þarna voru fimtíu ’Panns að busla! Sumir sátu í vatninu al- ve8' upp fyrir eyru, aðrir voru á grunni P’eð fram bokkunum, lágu þar marflatir °8 jusu vatni yfir sig. Caverley gerði sér í hugarlund, hve Lontzen m.yndi verða hverft við, er hann aþ í einu heyrði hvítan mann hvísla að SGr utan úr hinni voldugu og þögulu eyði- ^Pei'kurkyrð. En þetta fór nokkuð á annan veg, en hann hafði hugsað sér það. , Alt í einu komst hreyfing og skriður a hessa áhyggjulausu hermenn í tjörninni. Caverley sá það alt í einu vetfangi. Menn- þ'Uir voru enn þá úti í tjörninni, en marg- lr þeirra, sem höfðu setið eða legið, voru riú stokknir á fætur. Og hinir voru í óðaönn að brölta upp úr. Þessi skyndilega hreyf- 'og fór eins og eldur um allan hópinn, og a‘hr stÖrðu þeir upp á sandölduna háu, Par sem Caverley hafði bundið Bó Treves °8 úlfaldana hinum megin. Hann leit nú líka þangað og varð sem steini lostinn af undrun og skelfingu. Upp ■Vrir sandkambinn steig svartur og grann- Pr reykjarstrókur, sem liðaðist hægt upp 1 'ognkyrt loftið. XIV. Lemdu strákinn! Hermennirnir stukku svampandi upp úr saltpollinum og hrópuðu og kölluðu hástöf- Pm. Milli tíu og tuttugu voru þegar komn- J1’ uPp á bakkann og dreifðu sér eftir ^rekkunni. Nokkrir þeirra klifruðu upp tþ að ná í vopn sín, en aðrir gáfu sér ekki LíPa til þess. Þeir hlupu á stað berstríp- ýðir til að grenslast eftir, hvaðan reykur- lnn stafaði, og hvað hann ætti að þýða. Caverley var þegar ljóst, að hann gat nú ekki komist yfir ásinn til úlfaldanna. Hermennirnir þustu upp úr tjörninni og upp eftir brekkunni hinum megin, öskr- andi og kallandi, og veifuðu berum hand- leggjunum. Þeir fremstu voru nú komnir upp í miðja brekkuna. Er þeir kæmu al- veg upp, myndu þeir óðara verða varir við Bó og' úlfaldana, og þá var skollinn laus. Caverley og félagar hans myndu verða handteknir. Þeir voru gangandi og óvinirnir myndu slá hring um þá og veiða þá eins og kanínur. Caverley vai' ómögu- legt að komast undan, án þess að hans yrði vart.* Zaad og menn hans voru nú komnir svo langt upp í brekkuna. að þeir hlutu þá og þegar að koma auga á hann, ef þeir voru ekki þegar búnir að því. Ein- asta björgunarvon hans var að halda skemstu leið aftur til úlfaldanna. En þá varð hann að halda þvert yfir dalverpið, fram hjá tjörninni og' upp brekkuna hin- um megin. Hann varð þá líka að r.yðja sér braut gegnum hóp nakinna manna. Hér valt alt á því að vera skjótráður. Og til þess var enginn tími að vera að brjóta heilann um afleiðingarnar. Ef til vill var það ekki of seint enn. Hann rak upp voða-öskur, er hæglega myndi hafa getað vakið egypzkan smurð- ling úr þúsund ára svefni, og svo þaut hann á harða spretti ofan brekkuna og veif- aði bogsverði sínu yfir höfði sér. Lontzen hrökk upp og sneri við. Lang- ir og sinastæltir armar Caverley blikuðu berir í sólskininu. Höfuðdúks-slæðan skýldi andliti hans nema augunum, sem skutu neistum. Jafnvel einkavinur hans mundi ekki hafa þekt hann þessa stundina. Flest- ir myndu hafa haldið, að hann væri vit- firringur, sem hlaupið hefði á lirott og ætlaði nú að svala morðfýsn sinni grimmi- lega. Lontzen varð skelkaður við þessa óvæntu sjón. Hann snarsnerist í skyndi og þeyttist ofan eftir brekkunni á undan Caverley. Um leið og' Lontzen þaut á stað, sá Caverley tvo menn, sem spruttu upp alt í einu í dældinni á milli sandhólanna hinum megin tjarnarinnar. Það var Mansor ög Alí Móhab. I því öngþveiti sem hann var sjálfur staddur í gat hann þó ekki varist að finna tii ungæðislegrar gleoi yfir því, að nú var alt í einu ráðið fram úr því vandamáli, hvernig hann ætti að gera Lontzen aðvart, án þess að vekja tor-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.