Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1934, Síða 13

Heimilisblaðið - 01.06.1934, Síða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 95 ......................................■■■■■»■■■■..........■■■■■■■...............■■■)*• : .* ■ "j. ■»* ■ ■ ■■ : *■ ■ - g : v ■*» s\ : ’n/ EFTIR GRACE S. RICHMOND ""■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■ XII. Þegar Nancy kom heim um kvöldið, var klukkan næstum því ellefu, svo lengi hafði hún dvalið hjá vinkonu sinni á hótelinu. Pað fyrsta sem vakti athygli hennar var, a^ ljósið, sem lagði út frá glugganum a skrifstofunni, var bjartara en venju- ega, svo hún gekk að dyrunum og opnaði Pær. Venjulega var dr. Bruce kominn í • j'úmið um þetta leyti, en nú sat hann í hjólastólnum sínum og Pat var að vakka ■ kringum hann. Þegar hann sá Nancy koma í dyrnar, benti hann henni að koma naer. ^Eg fæ hann ekki til neins,« hvíslaði hn.nn um leið og hann gekk fram hjá Nancy. »Reynið þér að fá hann til að hátta.« .^Jæja, Lynn frændi!« sagði Nance um leið og hún gekk léttum skrefum að stóln- Urn hans. Hann leit á hana. »Hvernig stendur á því, að þú þarft að ->era þessa bansettu blæju, Nancy?« sagði hann önuglega. »Þurfir þú að halda áfram að sýna merki sorgar, hvers vegna þá að Vera að líkjast Parísar-dansmey?« Þetta var nú bæði ruddalega sagt og a engum rökum bygt, því þó Nancy væri skrautlega klædd, vart fult samræmi og smekkur í útliti hennar. Hún hefði vel getað sagt honum, að fjörið í andlitssvip hennar, en ekki klæðnaðurinn, hefði þessi ahnif á hann; en hún þekti of vel dutlunga Pnssa örkumla manns til þess að segja n°kkuð af því tagi. »Þú mátt nú ekki vera of vondur við mie.« sagði hún glaðlega, »því þá sérð þú eftir því, þegar ég er farin frá þér. Þú Veizt, að nú er ég bráðum á förum. Mér Pykir verst, ef þú hefir beðið eftir mér 1 kvöld og ekki háttað þess vegna. En nú er bezt að við göngurn öll til náða — þó Þnst mér að ég gæti vakað í alla nótt — Katrín og fyrirætlanir hennar fylla svo luga minn. Eitt er mér nú ljóst, — að uvar sem hún sezt að, þar verður einnig heimili mitt í framtíðinni. Góða nótt, ég skal ekki halda þér uppi með masi. Þú ætlar að fara að hátta, frændi, er ekki svo? « »Ég er enginn auli. Auðvitað fer ég nú að hátta.« Hún lét hann ekki vita fyr en næsta dag, að hún hefði ásett sér að fara um kvöldið. Pat lét orð falla um það — eftir hennar undirlagi. Hún ætlaði að láta það líta svo út, að henni kæmi ekki til hug- ar, að honum væri ekki sama, þó hún fa-ri. Hvernig skyldi henni detta í hug, að manni, sem varla gat þolað nærveru henn- ar, stæði ekki á sama þó óþægindin, sem hún olli honum, væru á enda? Þetta var smá-samsæri þeirra Katrínar. »Frú Ramsey ætlar að yfirgefa okkur í kvöld.« »Hvað segirðu!« og þreytulegu, gráu aug- un horfðu skyndilega á, Patrick Spense. »Ég er hræddur um að við munum sakna hennar.« Meðan Pat sagði þetta, var hann í óða önn að laga koddana í hjólastólnum. »Eg hélt hún yrði hérna eina viku enn.« »Buðuð þér henni það, herra? Fyrirgefið mér forvitnina.« Pat fékk ekkert svar við spurningunni. Loksins var sagt í urrandi róm: »Þú sérð um farangurinn og kaupir far- seðilinn.« »Auðvitað geri ég það, herra,« svaraði Pat. Þegar Nancy kom næsta morgun inn í skrifstofuna, kom hún með stóran vönd af fíflum, sem hún setti í bláa skál, sem stóð á skrifborðinu. Þegar hún snéri sér frá frænda sínum, fann hún að augu hans hvíldu á henni. »Þeir eru mjög fallegir,« sagði hann. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði látið ánægju sína í ljós, þegar hún færði honum blóm. Iíann var vanur að segja: »Þökk fyrir«, annað ekki. »Já, eru þeir það ekki?« »Ég óttast að þú hafir ekki skemt þér, síðan þú komst,« sagði hann.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.