Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 02.12.1935, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 02.12.1935, Blaðsíða 10
192 HEIMILISBLAÐIÐ Þ. F. PÝDDI „NAFARINN“ == JÓLASAGA P »Nafarinn« smaug gegnum götur bæjar- ins, með treyjukragann brettan upp um eyru, Hvar sem hann kom að uppljómuð- um búðarglugga, gekk hánn sem næst veggjunum og gaut hornauga til þeirra, sem fram hjá gengu, stakk svo hökunni sem lengst niður í barminn, og flýtti sér þangað sem skuggalegra var. Einu sinni gekk lögregluþjónn rétt fram hjá honum, þá laumaðist »Nafarinn« eins og skuggi undir tröppurnar á húsinu, er hann var hjá, og beið þar, þangað til vörður lag- anna var kominn langt burtu. Það var kalt í veðri, svo nef hans og eyru voru blá af kuld.a. Hann var í þunn- um jakka og þó hann stingi höndunum djúpt niður í vasana, voru þær næstum tilfinningalausar af kulda. Hann var nú kominn í úthverfi borgar- innar, þar sem lystihúsin byrjuðu. öðru hverju stanzaði hann og skoðaði þau; bara að hann gæti fundið sér hlýjan afkima í eldiviðarkompu eða þvottahúsi, þar sem hann gæti hvílt sig og hlýjað sér. Svo væri nú ekkert að því, að geta krækt sér í mat- arbita, eða eitthvað, sem hægt væri að koma í peninga. Hann stanzaði skyndilega og tróð sér upp að þyrnigerði, meðan garðshliðið var opnað og maður og kona gengu út um það. Þau sneru sér við og horfðu á húsið; sér »Nafarinn« þá, að þetta var prestur í fullum skrúða og kona hans. »Vonandi að ekkert verði að henni,« sagði konan og var kvíðablær á röddinni. »Mér er illa við að skilja hana eina eftir heima.« »Nú, hún er nú orðin sex ára gömul, og við komum aftur eftir svo sem hálfan annan tíma. Það er nú held.ur ekki svo framorðið, klukkan er hálf sex.« »Samt sem áður er mér ekki um þaö gefið,« sagði frúin og stundi við, um leið og þau gengu af stað til borgarinnar. »Það var líka svo óheppilegt, að Kristín varð að fara strax í kvöld.« Raddir þeirra dóu út, og »Nafarinn« teygði úr sér og fylgdi þeim eftir með augunum. Hér var auðsjáanlega tækifæri, þar sem enginn var heima í húsinu nema hann mig og lagði mig síðan gætilega nið- ur hjá veginum og fór leiðar sinnar. Ég lá þarna og visnaði, en ósegjanleg sæla gagntók mig og hefir aldrei síðan yfirgefið mig. Það, að ég hefi séð frels- arann, hefir gefið lífi mínu gildi, og er þaö eina sem ég man og get hrósað mér af.« Liljan þagnaði og laut höfði, og hið sama gerðu hin blómin, Drengurinn lá og horfði á hina snjóhvítu blómkrónu, og honum fanst hann sjá mann í skínandi klæðum, sem brosti svo undur ástúðlega til hans. Það var gengið um útidyrnar, og svo inn í stofuna. »Mamma, mammal« hrópaði drengur- inn. »Ég hefi séð Jesú, hann er svo góð- ur. Liljan sagði mér það, og mér er aö batna í veika fætinum, sjáðu, ég get hreyft hann.« »Guði sé lof,« sagði móðirin og þakklæt- istár ljómuðu í augum hennar, þegar hún kysti drenginn sinn. Ágústa Ölafsdóttir.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.