Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 02.12.1935, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 02.12.1935, Blaðsíða 13
195 HÉIMILISBLAÐÍÐ hús var gleymt. Hann hugsaði ekkert um hvað verða mundi, því hugur hans var svo fullur af þessum óvenjulegu tilfinningum, er orð barnsins höfðu vakið til lífs. Hvad svo ,sem verða vildi, mundi hann þó ætíð minnast þessa augnabliks. Honum virtist hann heyra óljóst hljóð? »Hvað í ósköpunum er nú þetta?« vat' spurt í undrunarrómi fram við dyrnar bak við hann. »En Birgitta!« Frúin flýtti sér til henn- ar og rétti út hendurnar eftir litlu stúlk- unni, og presturinn flýtti sér nær. »Hver eruð þér?« spurði hann strang- lega. Birgitta opnaði augun til hálfs og lét móður sína lyfta sér upp. »Það er bara hann Níels,« sagði hún í svefnrofunum. »Við höfum leikið okkur saman og hann á hvorki föður né móður, og svo bítur hann í bjúgun.« Höfuð hennar hneig ofan á öxi móður hennar og hún sofnaði aftur. »Viljið þér ekki koma með mér inn í herbergi mitt,« sagði prestur. »Eg vildi gjarna fá skýringu á þessu öllu saman.« »Nafarinn« fylgdi honum niðurlútur. sá í anda fangelsisdyrnar lokast á aftir sér. »Setjið yður' niður,« sagði prestur. »Hver eruð þér og hvernig stendur á því að þér eruð hér?« »Nafarinn« var að því kominn að gefa miður sennilega skýringu á veru sinni þar, en þá fanst honum að hann sæi skæru augun hennar Birgittu litlu, svo skær og full af trausti. Hann lyfti höfði og leit á prestinn. »Ég er nefndur »Nafarinn« og kom hing- að til þess að stela.« »Já — svo,« sagði prestur hægt. »Hafiö þér stolið nokkru?« »Nei! Aðeins sex brauðsneiðum, Ég var svo svangur.« Prestur horfði rannsóknaraugum á hann eitt augnablik. »En hvernig stendur á því að ég hitti yður með litlu dóttur mína sot'- andi í fanginu?« »Nafarinn« hugsaði sig ofurlítið um, svo byrjaði hann, lágri röddu, að segja frá öllu er gerst hafði um kvöldið. Þegar hann hafði lokið frásögu sinni bætti hann hik- andi við: »Og nú getið þér gert lögreglunni að- vart. Þeir taka mig- hvort sem er fyr eða síðar fyrir flakk og það er þó ætíð dálítil hlýjá í klefanum. Þar að auki« — hann hikaði ofurlítið — »tek ég mín eigin jól með mér í fangelsið.« »Ég kæri yður ekki,« svaraði prestur- inn. »En hafið þér nokkuð á móti því, að ég leiti mér upplýsinga um yður?« »Nei, gerið þér svo vel,« svaraði »Naf- arinn« og horfði á gólfið. Presturinn hringdi á lögreglustöðina og spurðist fyrir um »Nafarinn«, án þess að geta þess að hann væri hjá honum, að því loknu lagði hann símtólið hugsandi frá sér og mælti: »Það eru nú ekki góð meðmæli sem þér fáið.« »Nafarinn« ypti öxlum. »Því bjóst ég heldur ekki við,« svaraðí hann. »En hvað get ég gert? I bæjunum fæ ég' ekki vinnu, vegna þess ég er ekki í neinu iðnfélagi og uppi í sveit vilja þeir ekki hafa mig, vegna þess að ég hefi verið í fangelsi og kann ekki sveitavinnu. En á sjónum er ég ónýt- ur, þá er ekki um annað að velja fyrir mig en fangelsið.« Prestur studdi hönd undir kinn og at- hugaði hann grandgæfilega. »Haldið þér að þér gætuð haldið yður í skefjum, ef þér fengjuð fasta vinnu?« »Nafai'inn« hugsaði sig ofurlítið um en svaraði svo: »Fyrir tveim stundum hefði ég sagt já, og gripið fyrsta tækifæri til þess að stela, en nú svara ég já og ég held að mér tak- ist það — það hefir svo mikið skeð á þess- um tveim stundum,« bætti hann við meö ofurlitlu brosi. »Gott,« sagði prestur. »Bíðið hérna of- urlítið.« Hann gekk út um aðrar dyrnar, en »Nafarinn« sat eftir hugsi. Presturinn var

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.