Heimilisblaðið - 02.12.1935, Blaðsíða 11
sex ára gömul telpa. Kristín, sem sjálf-
sagt var vinnukonan, var líka fjarverandi,
svo leiðin var opin að eldhúsi og buri. Svo
var ekki úr vegi að athuga lestrarherbergi
prestsins.
Henn laumaðist inn um hliðið og gekk
hljóðlega kringum húsið. Hann nam stað-
ar við eldhúsgluggann og litaðist um. Það
var niðamyrkur. Frá næsta húsi barst að-
eins órnur af mannamáli. Hann fór nú aó
skoða glug'gana og glotti háðslega, er hann
varð þess var, að einn þeirra stóð hálf
opinn. Á svipstundu hafði hann opnaö
hann upp á gátt, og hljóp nú inn um
hann, hljóðlaust eins og köttur og lokaöi
honum á eftir sér.
Þar var þægilega hlýtt. Hann stóð kyr
um stund, til að hlýja sér, og reyna að
átta sig í myrkrinu. Hann grilti í hurð og
læddist að henni. Alveg rétt, indæl matar-
lykt, þarna er búrið,
Honum var nú víst óhætt að kveikja
ljós hérna inni, Hann lét aftur dyrnar og
fann rafmagnskveikjara og litaðist svo um
í birtunni. Hér virtist ekki þröng í búri.
Það var bæði srnjör og steikarfeiti, steikt
flesk, reykt kjöt og ostur og á veggnum
hengu nokkur heimagerð bjúgu.
Það birti yfir honum. Bjúgu voru uppá-
haldsréttur hans. Hér var alt lagt upp í
hendurnar á honum. Nóg var af brauði,
og tíminn nógur til þess að matast.
Hann fór sér því hægt að öllu. Fyrst
skar hann sér sex stórar brauðsneiðar og
smurði þær, tvær með smjöri en fjórar
með steikarfloti, svo tók hann eitt bjúgað,
settist á þrífættan stól, er stóð þar inni,
með bjúgað í annari hendinni, en brauðið
í hinni, og beit svo í það á víxl.
»Láttu bjúgun hennar mömmu vera,«
var sagt í dyrunum í skipunarróm.
»Nafarinn« þaut upp eins og hann hefði
verið stunginn af býflugu, og starði meó
opinn munninn á litla veru i hvítum nátt-
kjól.
»Þurfir þú endilega að borða. bjúgað,
átt þú að skera það í sneiðar, og leggja of-
an á brauðið,« sagði litla stúlkan alvar-
lega og ákveðið. »Og sneiðarnar eiga ekki
að vera mjög þykkar — þó það bragðist
betur,« bætti hún við hugsandi.
»Jæja,« tautaði »Nafarinn«, sem ekki
var búmn að átta sig að fullu, en hélt enn-
var búinn að átta sig að fullu.
»Og það má ekki borða í búrinu,« hélt
litla stúlkan áfram. Svo datt henni í hug
hvaða glæpur hafði verið framinn, og
sag'ði áköf: »Þú mátt ekki borða bjúgun
hennar mömmu, það má ekki smakka á
þeim fyr en á jóladaginn, ekki á morgun
heldur hinn,« sagði hún ásakandi.
»Nafarinn« leit nú upp og lagði b júgað
frá sér, hálf sneyptur, og reyndi að hylja
það með pappírsblaði.
»Það vissi ég ekki,« sagði hann hálf
hátt og afsakandi. »Ég vax svo svangur,
og mér þykja bjúgu svo góð.«
»Ert þú svangur?« Hún horfði undr-
andi á hann. »Sé svo, er ég ekki viss um
nema þú megir það.« Hún hugsaði sig of-
urlítið um. »En þú mátt heldur borða af
steikta fleskinu,« bætti hún áköf við, »þvi
af því borðuðum við í dag, og pabbi segir,
að mig dreymi illa af því.«
»Þökk fyrir,« sagði »Nafarinn« og fór
að skera sér sneið af fleskinu. Hann skotr-
aði augunum til barnsins, er horfði stöð-
ugt á hann, og skar því sneiðina þynnri en
hann gjarnan vildi.
»Væri ekki betra fyrir þig að fara í
rúmið? Þér verður víst kalt að standa
svona,« sagði hann, því nú var hann far-
inn að jafna sig.
»Nei, það geri ég ekki. Ég er líka í nátt-
sokkum, sko!« Hún lyfti kjólnum ofurlítið
upp og' teygði fram fótinn. »Og nú verðu.'
þú að flýta þér að borða, og svo verður
þú að koma inn og leika við mig.«
»Hvað verð ég?« spurði »Nafarinn«, sem
gleymdi að tygg'ja bitann sem hann var
með upp í sér, hann varð svo hvumsa við.
»Þú verður að leika við mig! Mér leiðist.«
Hún sagði þetta svo ákveðið, eins og það
væri sjálfsagt.