Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1948, Qupperneq 5

Heimilisblaðið - 01.09.1948, Qupperneq 5
HEIMILISBLAÐIÖ 145 þeirri kenningu, að sérliver jurta- og dýra- tegund hefði upphaflega aðeins þróazt á ein- um stað á jörðinni. Ef við göngum út frá því, að kenning þessi liefði við rök að styðjast, þá munum við brátt komast að raun um, að sögnin um Atlantis hvílir á ótriilega örugg- um grundvelli. Leifar af síðhærðum mammútum, loðnum nashyrningum, moskusuxum og lireindýrum, sem fundizt hafa í jarðlögum í Evrópu, liafa einnig fundizt í jarðlögum í Ameríku frá sama jarðtímabili. Formninjar frá Nebraska liafa sannað, að hesturinn er upprunninn frá Ameríku. Hvern- ig hefði hann átt að komast til Evrópu nema á landi? Þá má einnig benda á, að leifar af úlföldum er að finna í Afríku, Litlu-Asíu og — Kansas og Suður-Ameríku. . Ef við snúum okkur frá dýraríkinu til jurta- rikisins, mæta okkur einnig skemmtilegar staðreyndir. 1 steinrunnu jarðlagi frá miocen- tímabilinu í Sviss hafa fundizt 1800 mismun- andi jurtategundir; dulfrævingar, burknar, mosar o. s. frv. Flestar þessar jurtir vaxa ' illtar enn þann dag í dag í skógum Virginíu °g Florida. Meðal annarra má nefna magn- olíutréð, tulipanjurtina og hlyninn. Hvernig skyldu þessar jurtir, sem uxu í Evrópu á mio- cen-tímabilinu, liafa komizt alla leið til Ame- ríku? En það, sem mælir þó mest með því, að Atlantis hafi einhverntíma verið meginland, er hananatréð. Jurt þessa, sem ekki ber fræ, er að finna á lieitustu stöðum Afríku og Asíu. Og þegar Evrópumenn stigu fyrst á land í Mið- 0g Suður-Ameríku, fundu þeir banana- lreð þar fullþroska. Bananatréð er viðkvæm JUrt, sem þolir illa langa flutninga og alls ekki loftslagsbreytingu. Kuntze, frægur þýzknr prófessor, hefur skrifað með tilliti til banatrésins: »Jurt, sem ekki ber fræ, hlýtur að hafa ' erið ræktuð um óratíma. í Evrópu er ekki *il frælaus ræktuð jurt, og þess vegna hlýtur að vera óliætt að álykta, að jurt þessi hafi Verið ræktuð í byrjun flóðaldarinnar“. Eðlilegasta skýringin á tilvem banatrésins •)ftggja megin Atlantshafsins er sú, að jurtin lafi verið ræktuð á Atlantis og borizt það- au út með landnemum. Sumir þessara land- neuia hafa haldið í austur til Miðjarðarhafs- landanna, en aðrir hafa farið í vestur til Mið- og Suður-Ameríku, þar sem elztu menningar- þjóðir Ameríku er að finna. Ef maður atliugar orðið Atlantshaf í al- fræðiorðabók, sér maður oftast þá skýringu, að nafnið sé skylt Atlasfjöllum í Norðvestur- Marokko. — En livers vegna? Orðið atlants er livergi að finna í grísku, latínu eða nokkru evrópísku máli. Ef við leitum aftur á móti til Mið-Ameríku, finnum við í Nahuatl-málinu rót orðsins, sem er atl. Atl lætur í ljós hugtökin vatn og stríð Af því er dregið orðið atlan, en það merkir í miðju vatni. Sama er að segja um atlaca og atlaz. Orð þessi merkja bardaga ásamt ein- liverju, sem skýtur upp iir vatninu. Bærinn Acla, sem er lítill bær lijá Panama, hét Atlan, þegar Spánverjarnir komu þangað fyrst. Þá eru það Baskarnir, þessi litli, sérkenni- legi og einangraði þjóðflokkur. Mál þeirra er ekki líkt nokkru evrópísku máli. Aftur á móti líkist það máli Algokinþjóðflokksins í Ameríku. Skyldleikinn er einnig sýnilegur á milli fornu Quichaa- og Mayamálanna í Ameríku og fom-írsku og sanskrítar og bend- ir til þess, að málin beggja megin Atlants- hafsins séu af sameiginlegum uppruna. Þá skal minnzt á líkingu milli staðamafna í liinum gamla og nýja heimi. 1 riti Ptole- mæusar, „Landafræði Litlu-Asíu“, sem er skrifað árið 140 fyrir Krists burð, em nefnd eftirfarandi bæjarnöfn í Armeníu: Chol, Colua, Zuivana. 1 Mið-Ameríku em til þessi nöfn: Chol-ula, Colua-can, Zuivan! — Það þarf sérstaka þverúð til að neita því, að nöfn þessi séu af sameiginlegum uppruna. Að lokum verður ofurlítið minnzt á kross- inn. Krossinn, sem venjulega er álitinn sér- stakt tákn kristinna manna, er eitt af elztu og útbreiddustu táknmyndum jarðarinnar. Hann finnst í öllum sínum margvíslegu mynd- um í elztu rústum og gröfum menningarþjóð- anna beggja megin Atlantshafsins. Eitt elzta krossmerkið, hið svo nefnda „crax ansata“, hefur fundizt á minnismerkjum og í grafhýsum Egypta. Það var einu sinni helg- ast tákn allra táknmynda, hið dularfulla TAU, sem ekki var aðeins notað af Egyptum, held- ur einnig af Kaldverjum, Föníkumönnum og — Mexikómönnum og Perúmönnum! Það var að lögun svipað og bókstafurinn T.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.