Heimilisblaðið - 01.09.1948, Qupperneq 14
154
heimilisblaðið
Englandi. Það fór um mig kuldalirollur, er
ég leit á liann; ég fann til ógleði, skjálfta og
ills hugboðs. Hvað var það, sem litli klæð-
skerinn sagði? Að ég ætti — en hvað var
þetta, hann þekkti þetta ekki. Hvað þekkti
hann til slíkra hluta? Ef ég léti hér staðar
numið, vrði ég að drepa mann á hverjum
degi eða flýja úr veitingahúsinu og París
að öðrum kosti, og deyja úr hungri.
— Ég bið vður mikillega afsökunar, sagði
ég alvarlega, um leið og ég dró sverð mitt
úr slíðrum og tók mér stöðu. — Hann var að
rukka mig. Mér þykir fyrir því, að mann-
fýlan skyldi hremma mig, þegar svona illa
stóð á. En nú getum við byrjað, ef yður þókn-
ast.
Hann heilsaði, og við brugðum sverðunum
og byrjuðum. En ég vissi strax frá upphafi,
liver úrslit leiksins mundu verða. Hann stóð
að vísu dálítið betur að vígi en ég, vegna
sleipunnar og myrkursins, en ég hafði ekki
fyrr bægt frá mér fyrsta lagi lians en ég
vissi, að liann var enginn skylmingamaður.
Hann hafði kannske notið tíu til fimmtán
kennslustunda í skylmingum, og síðan æft það
sem hann hafði lært með einhverjum Eng-
lendingi, þungum og klaufalegum, eins og
hann var sjálfur. önnur var kunnátta hans
ekki. Hann gerði nokkrar æðisgengnar, klaufa-
legar árásir og þverbrá í sífellu. Þegar ég
hafði gert þennan bægslagang hans að engu,
var ég úr allri liættu og hafði hann alveg
á yaldi mínu.
Ég skylmdist dálitla stund við hann og
horfði á svitann spretta fram á enni hans
og andlit hans hverfa lengra og lengra inn
í skuggann af kirkjuturninum, eins og það
væri skuggi tortímingarinnar, sem væri að
svelgja hann í sig. Guð veit, að ég dró þetta
ekki á langinn af grimmd, því ég hef aldrei
hneigzt til þeirrar villu, lieldur fann ég nú
í fyrsta skipti á ævinni, að ég var kynlega
ófús að veita banastunguna. Lokkarnir loddu
við enni hans; liann tók andann á lofti; ég
heyrði mennina hak við mig tauta og einn
eða fleiri hölva; og þá rann ég — rann, og
skall endilangur á hægri hliðina, og oln-
hoginn rakst svo óþyrmilega á gangstéltar-
hrúnina, að allan mátt dró úr handleggn-
um fram í úlnlið.
Hann nam staðar. Ég heyrði margar radd-
ir hrópa: — Þama, nú er hann á yðar valdi!
En hann stóð kyrr. Hann hafði stigið aftur
á bak og beið. Hann gekk upp og niður af
mæði og hélt sverðinu tilbúnu, þangað til eg
var staðinn upp aftur og hafði tekið mér stöðu.
— Nú er nóg komið! Nú er nóg komið!
kallaði ómjúk rödd á bak við mig. — Þer
gerið manninum ekki mein eftir þetta.
— Viðbúinn, herra minn! sagði ég kulda-
lega, því hann virtist vera á báðum áttum-
-— Þetta var óheppni. Það skal ekki konia
fvrir aftur.
— Svívirða! hrópuðu nú margar raddir
og ein kallaði: — Bleyða! En Englending-
urinn steig áfram og blá augu lians voru
ákveðin. Hann tók sér stöðu, án þess að
segja nokkurt orð. Ég las það í fölu og teknu
andliti lians, að hann var viðbúinn liinu
versta, og ég dáðist svo að liugrekki hans,
að ég hefði feginn viljað geta sett einhvern
áhorfendanna — hvern sem vera skyldi af
áhorfendunum — í spor hans, en það var
ekki hægt. Ég liugsaði því um, að veitingalius
Zatons mundi verða mér lokað, ég hugsaði
um móðgunarorð Pombals, um glottið og lít-
ilsvirðinguna, sem ég liafði svo lengi orðið
að þola; og við þessar lnigsanir varð ég svo
ofsareiður, að ég gerði skjmdiárás, renndi
sverðinu yfir vörn hans, sem var orðin htil-
fjörleg, og stakk hann í brjóstið.
Þegar ég sá hann liggja þarna á steinstett-
inni, fallinn, með hálflokuð augun og gljé"
andi andlit í skímunni, fann ég til samvizku-
bits, sem ég átti ekki að venjast. Ég sá hann
aðeins sem snöggvast, því á næsta augnabliki
hafði hópur manna kropið niður í kring
um hann. En þessi tilfinning hvarf á svip-
stundu, því allt í kring um mig sá ég reiði-
leg andlit manna, sem stóðu álengdar og
hvæstu að mér, bölvandi og ógnandi, og
kölluðu mig Svarta morðingjann og öðrum
slíkum nöfnum.
Þetta voru mestmegnis lægri stéttar menn,
sem höfðu þyrpzt að, meðan á einvíginu stóð,
og horft á það sem fram fór liinum megin
frá grindverkinu. Sumir þeirra urruðu a
mér eins og úlfar og kölluðu mig slátrara og
launmorðingja eða hrópuðu, að Berault væri
enn einu sinni farinn að stunda uppáhalds-
iðjuna sína; aðrir hótuðu mér liefnd kardín-
álans, minntu mig á tilskipunina gegn em-