Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1948, Page 15

Heimilisblaðið - 01.09.1948, Page 15
iieimilisblaðið 155 vífliim og sögðu gleiðgosalega, að varðmenn- irnir væru á leiðinni — þeir ættu eftir að sjá mig hengdan. -— Bióð hans mun koma vfir þig! liróp- aði einn þeirra æfur. — Hann verður dáinn innan klukkustundar. Og fyrir hragðið verð- Ur þú liengdur! Húrra! — Burt með yður, sagði ég. — Já, til Montfaucon, svaraði liann hæðn- islega. — Nei, til hundahússins yðar! svaraði ég °fí sendi lionum slíkt augnaráð, að hann liörfaði langt undan, þótt grindverkið væri a milli okkar. Ég þurrkaði vandlega af sverði ^tínu og stóð spölkorn frá liópnum, af því a® — nú, ég skildi það vel — þetta var eitt þeirra augnablika, sem maður er óvinsæll. ^eir, sem komið liöfðu frá veitingahúsinu með mér, gutu hornauga til mín og sneru 1 mig bakinu, þegar ég nálgaðist þá; og þeir ®em hætzt liöfðu í hópinn og ekki verið Visað á brott, voru litlu kurteisari. En rósemi minni fékk ekkert raskað. Ég i'allaði hattinum út í vangann, sveipaði kúp- mmi um lierðar mér og gekk burt með slíku iasi, að sepparnir þustu frá hliðinu áður en var kominn nærri því. Fantarnir, sem mi fyrir voru, liörfuðu jafn greiðlega, og mnan stundar var ég kominn út á götuna. ■^ð vörmu spori hefði ég verið sloppinn burt staðnum og hefði getað látið lítið á mér bera fyrst um sinn — en þá komst allt í emu og fyrirvaralaust kvik á fólkið í kring t*m mig. Það flýði í allar áttir út í myrkrið, °S i sömu svifum var ég umkringdur flokki a^ varðmönnum kardínálans. Kg þekkti fyrirliðann lítið eitt, og liann veilsaði mér kurteislega. — Þetta er I jóta klandrið, lierra de Ber- ai|lt, sagði liann. — Mér er sagt, að maður- Þ'n sé dauður. Hann er hvorki dauður né deyjandi, 8yaraði ég glaðlega. — Ef ykkur er ekkert ann- Jð á höndum, getið þið farið heim aftur. ^ ' Með yður, vissulega, sagði liann og rosti. '— Og því fyrr því betra, þar sem nú er arið að rigna. Ég er liræddur um, að ég 'erði að biðja yður að fá mér sverð yðar. ' Takið það, sagði ég með þeirri heim- sPekilejTU stillingu, sem mig skortir aldrei. Én maðurinn deyr ekki. - Ég vona, að þér verðið svo heppinn, sagði hann með rómi, sem mér geðjaðist ekki að. — Til vinstri, snú, vinir mínir! Til kastalans! Gakk! -— Verri staðir eru til, sagði ég og gaf mig forlögunum á vald. Ég hafði, þegar öllu var á botninn hvolft, setið í fangelsi fyrri og komizt að raun um, að til er aðeins eitt ein- asta fangelsi, sem menn eiga ekki aftur- kvæmt úr. En ég verð að viðurkenna, að ég fór að ugga um minn hag, þegar ég komst að því, að vinur minn hafði fengið fyrirskipanir um að fá mig í hendur fangelsisverðinum, og að mér yrði stungið inn eins og venju- legum tuktliúslim, sem gripinn liefði verið í miðjum þjófnaði eða morði. Sennilega mundi allt lagast, ef ég fengi að tala við kardínálann; en fengi ég það ekki, eða mál- ið yrði lagt fyrir hann í annarlegum búningi, eða ef liann væri sjálfur í illu skapi, gæti farið illa fyrir mér. Lögum samkvæmt var ekki um annað að ræða en dauðadóm! Lautinantinn í kastalanum lagði heldur ekki hart að sér til að hughreysta mig. —- Hvað! Herra de Berault kominn aftur? sagði hann og hóf augabrýnnar, er liann tók á móti mér við hliðið og þekkti mig aftur við skím- una frá kolaeldinum, sem menn hans voru að kveikja úti fyrir. — Þér eruð mjög djarfur maður, eða fífldjarfur, að koma hingað aft- ur. Sama sökin, býst ég við? — Já, en hann er ekki dauður, svaraði ég kuldalega. — Hann fékk aðeins smásár — ekki annað en skinnsprettu. Það var bak við St. J acques-kirkjuna. — Ekki virtist mikið lífsmark með hon- um, vinur minn, greip varðmaðurinn fram í. Hann var enn ekki farinn. — Uss! sagði ég fyrirlitlefra. — Vitið þér til þess, að mér liafi nokkru sinni skjátlazt? Þegar ég drep mann, drep ég hann. Ég full- vissa yður um það, að ég lagði mig í líma til að þyrma lífi þessa Englendings. Þess vegna mun liann lifa. — Ég vona það, sagði lautinantinn og brosti þurrlega. — Og yður er bezt að vona það líka, herra de Berault. Því að ef — Núnú, sagði ég, ekki alls kostar rólegur. — Ef hvað, vinur minn? — Ef hann devr, er ég hræddur um, að

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.