Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Page 3

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Page 3
61- árgangur Reykjavík, maí—júní 1972 5.—6. tbl. „Vizka hjartans “ Hvaöan hafa sumar nianneskfur þann furöulega hœfileika, að geta veitt öðrum kjark og sjálfstraust? Fyrir nokkrum árum síðan var ég á leið með langferðabíl til bæjarins Inverness í Skot- landi. Við hlið mér sat há mögur bóndakona, sem spurði mig þess, hvernig útlendingi gæti komið til hugar að ferðast þarna norðureftir Um hávetur. „Við höfum haft harðan vetur hérna uppi í hálendinu." Eg sagði henni að ég kynni vel við mig í oblíðu loftslagi, og að ég væri að viða að mér efni í sögulega skáldsögu, og vonaðist til að geta fræðst nokkuð um gamlar sagnir og siði, sem engum breytingum hefðu tekið síðast- liðin 400 ár, hjá bændunum og hjarðmönnun- Um. þarna uppi í fjöllunum. Hún sagði, að ég gæti fengið að gista hjá henni. „Við búum að vísu í litlum kofa en Þar er hlítt og notalegt, og mér er það mikil anægja að hýsa yður, því það er einmanalegt þegar maðurinn minn er í kaupstaðarferðu.m.'1 Það var dynjandi rigning þegar við komum að litla, hrörlega kofanum hennar, sem stóð a berangurlegum fjallahjalla. Nokkrir stórir fjárhundar buðu okkur velkomnar og frú Mclntosh bauð mér inn í fábrotna ,en tandur- hreina stofu. Allt í einu slokknaði ljósið. Hún andvarpaði. >>Þá hefur straumurinn rofnað,“ sagði hún og kveikti á nokkr.um kertum. Meðan hún var að kveikja upp í eldstæðinu, var barið að dyrum. Hún opnaði. og drengur kom inn. Þegar hún hafði klætt hann úr rennandi blautum frakk- anum og húfunni, kom hann nær, og við hjarmann frá eldinum sá ég að hann var um tólf ára, og svo vanskapaður að það var hrylli- legt. Þegar hann hafði blásið mæðinni, sagði hann. „Faðir minn reyndi að hringja til yðar, en þegar síminn svaraði ekki, gekk ég hingað til að sjá, hvort yður liði ekki vel.“ , Þakka þér fyrir, Pétur,“ sagði hún og kynnti okkur. Stormurinn fór vaxandi og æddi hvínandi og vælandi umhverfis húsið og kom glugga- hlerunum til að glamra, eins og hundruð draugahendur bönkuðu á þá. Ég sagði þeim hrifin frá því, hvað það væri áhrifamikið og óvenjulegt fyrir mig að heyra þvílíkt óveður, og hér nyti ég þess fyrst fyrir alvöru að hlýja mér við opinn eld. „Og þér eruð ekki vitund hrædd?“ spurði Pétur. Ég ætlaði mér að fara að neita því, þegar frú Mclntosh, sem áreiðanlega vissi ekki hvað hræðsla var, kom mér til hjálpar, og svaraði því sem sérhver drengur helzt vildi heyra: „Auðvitað var hún hrædd, og það var ég líka. En nú höfum við fengið karlmann i húsið.“ Það varð augnabliks þögn. Svo stóð hann upp. „Ég vildi aðeins líta eftir hvort allt væri í lagi,“ sagði hann. Síðan haltraði hann stolt- ur út úr stofunni. Þessi smávægilegi atburður hafði svo djúp áhrif á mig, að hann leið mér ekki úr minni næstu vikurnar. Hversvegna hafði mér ekki komið í hug að svara drengnum, eins ástúð-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.