Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Síða 5

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Síða 5
me3 á skurðstofuna, þrýsti hann „bangsan- Um“ fast að sér. Hjúkrunarkona ætlaði að taka hann af drengnum, en læknirinn stöðv- aði hana og sagði alvarlega: „Látið þér hann hafa „bangsann“ hjá sér. Honum veitir víst ekki af smá aðgerð líka.“ Þegar drengurinn vaknaði eftir svefninn lá . bangsinn" á koddanum hjá honum. Og yfir augað, sem hafði vantað, voru komnar full- komnustu sáraumbúðir gerðar eftir ströng- ustu reglum. Allsstaðar umhverfis okkur getum við fundið tækifæri til að hjálpa og uppörva, ef við aðeins höfum opin augu fyrir því. Einu sinni, þegar ég fór út á markaðstorgið til að yerzla ásamt vinkonu minni, kom hún auga á atta ára dreng, sem var að hjálpa föður sín- um við að selja grænmeti úr vagni. Hann hafði selt konu stórt blómkálshöfuð, og stóð brosandi og beið eftir borguninni. En konan rétti föður hans peningana. Brosið hvarf af undliti drengsins, og það var sem hann yrði ellur minni. Vinkona mín fann strax þörfina a því að veita honum aftur sjálfsöryggið. Hún gekk því til hans, valdi sér nokkra tóm- ata og lauka sem hann setti í poka. Hún gat auðveldlega greitt honum nákvæmlega verðið, en rétti honum í þess stað peningaseðil. Hann stóð nokkrar sekúndur með hrukkað enni og reiknaði. Svo glaðnaði yfir honum, og hann gaf henni nákvæmlega rétt til baka. „Þakka þér fyrir,“ sagði hún. „Þú ert dug- legur. Ekki hefði ég Verið svona fljót að reikna þetta.“ „0, — þetta var nú svo auðvelt “ svaraði hann og skotraði augunum til föður síns. Þetta var stórsigur fyrir drenginn, og við ljómuðum öll af gleði vegna þessara einföldu en elskulegu aðgerða vinkonu minnar. „Sá sem á „vizku hjartans" hefur skilning á því að efla og styrkja sjálfsvirðingu með- bræðra sinna,“ hafði gamli sóknarprésturinn okkar sagt. „Þegar þú kemur heim frá vinnu og barnið þitt kemur hlaupandi til að taka á móti þér og segir í ákafa: „Pabbi. Hefurðu heyrt hvað gerðist á aðalgötunni í dag?“ Þá vill barnið færa þér stórtíðindi, sem þú hlust- ar á furðu lostinn, ef þú hefur hið rétta hug- arfar. Þú veitir barninu mikla gleði með því að leyfa því að segja þér fréttimar. En segir þú: „O-já. Ég er búinn að heyra það,“ hugsar þú ekki um bamið, heldur sjálfan þig. Heimurinn er fullur af ást og umhyggju. Og þótt hún birtist oft sem ómeðvitandi eðlis- hvöt, þráir hún einnig að fá að koma í ljós frjálslega. Og við getum öll lært þá list að losa hana úr viðjum ef við lærum aðeins að segja hin réttu orð á réttum tíma og á réttum stað. ★ Það er siður rússneskra valdahafa, að gefa eiginkonum erlendra þjóð- höfðingja sem heimsækja Rúss- land teblöndunarv’-él. Á myndinni er frú Nixon með sína vél. Svisslendingar halda enn íorust- unni i smíði úra, og skreyta þau stundum með eðalsteinum, svo að þau verði Veglgeri gjöf. Stúikan var nú nýlegan að sýna þessi svissnesku úr á Hótel Ritz í París. HEIMILISBLAÐIÐ 93

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.