Heimilisblaðið - 01.05.1972, Síða 7
„Hvaðan eruð þér?“ spurði Diana.
, Frá Suður-Ameríku. Ég hefi starfað þar
á stórri hestauppeldisstöð.“
„Hafið þér einhver meðmæli? “
,Nei, því miður. Það er ekki venja að gefa
meðmæli í Argentínu. Meðmæli geta líka verið
fölsk, en starf manns sannar bezt getu hans
°g kunnáttu."
Diana leit á hann dálítið undrandi.
„Þetta getur rétt verið,“ sagði hún, ,,en í
hreinskilni sagt hafa fimmtán þegar sótt um
starfið, en enginn þeirra viljað það, vegna
þess, að ég hefi ekki efni á að greiða venju-
leg laun.“
.Vesalings stúlkan,“ hugsaði John, en upp-
hátt sagði hann:
„ Hvað hafið þér marga menn í hesthús-
unm?“
„Engan,“ svaraði Diana. „Ég hefi reynt að
vinna þetta allt sjálf, en það er mér ofviða. ‘
John leit undan, til þess að hún sæi ekki
vorkunnsemina í augum hans.
, Hvaða laun bjóðið þér?“ spurði hann.
„Þegar ég segi yður það, takið þér áreið-
anlega til fótanna,“ sagði Diana. „Ég get að-
eins greitt 35 krónur á viku og ókeypis hús-
næði.“
„Það er prýðilegt. Ef þér haldið að þér get-
ið notað mig vil ég gjarnan fá starfið."
Diana leit snöggt á hann.
„Gott,“ sagði hún stuttaralega. „Þér eigið
að búa i litla húsinu, sem þér sjáið þarna fyrir
handan. Ég vona að yður falli starfið vel.“
Næsta morgun tók John til starfa, eftir að
hafa sótt farangur sinn, og komið sér fyrir.
Hann og Diana skiptust ekki á mörgum orð-
Urn, en unga stúlkan gat ekki leynt því, að hún
var hrifin af að hafa fengið svona duglegan
hunnáttumann í hesthúsin. Hún fann að það
var henni mjög erfitt að vera eigandi að land-
areign feðra sinna, því eftir dauða föður síns,
varð hún að greiða háan erfðaskatt, fyrir utan
onnur gjöld. Lögfræðingur hennar hafði marg-
°ft ráðlagt henni að selja búgarðinn, en Diana
Sat ekki slitið sig frá bernskustöðvum sínum.
Éún áleit að hún gæti grætt fé með því að
ala upp og selja hesta, en skattar og skuldir
urðu ekki greitt nema í reiðufé.
Þegar nábúi Diönu, Amold Baxter, hafði
hoðist til að lána henni 80.000 krónur, gegn
veði í eigninni, hafði hún þegið það.
Baxter hafði alla tíð verið framúrskarandi
vingjarnlegur við Diönu, og hún hafði vanizt
á að líta á hann sem velgjörðamann. En í
seinni tíð hafði framkoma hans orðið önnur.
Hann var farinn að sýna henni ástleitni. en
þegar Diana brást hin versta við öllu slíku,
greip hann til þess ráðs, að minna hana á þá
fjárhagshjálp, sem hann hafði veitt henni.
Næsta skipti sem hann kom til Selcombe
Grange, og gerði boð fyrir hana, neitaði hún
að tala við hann, og nú gekk hún með stöð-
ugan ótta við að hann kæmi og kræfist endui-
greiðslu skuldarinnar.
„En ég skal berjast þar til yfir lýkur,“ sagði
Diana harðákveðin.
Gorridge komst fljótlega að því, að Diana
átti í miklum erfiðleikum. Dag einn, þegar
hann hafði lokið vinnu sinni í hesthúsunum,
rakst hann á lítinn, skorpinn karl sem var að
koma heiman frá húsunum.
„Gott kvöld,“ sagði sá ókunni smeðjulega.
John kinkaði kolli. „Gott kvöld. Hvert er
erindi yðar?“
„Ég er nú ekki velkominn gestur,“ var svar-
ið. „Ég heiti Blawn og kem frá Crawthorn &
Co. með reikning upp á 1.700 krónur, fyrir
korn. Ungfrúin getur ekki borgað reikninginn.
Ég var að tala við hana, og ég sagði henni að
ég færi ekki fet héðan, fyrr en ég fengi pen-
ingana.“
John leit í kringum sig.
„Bíðið þér augnablik,“ sagði hann, og hljóp
yfir að litla húsinu, þar sem hann bjó. Fimm
mínútum síðar kom hann til baka og rétti
manninum ávísun fyrir 1.700 krónum.
„Hér eru peningarnir,“ sagði hann. „Gjörið
svo vel og látið mig fá kvittunina."
Sá ókunni starði forviða á hann „Hver i
ósköpunum eruð þér?“
„Ég er hestasveinn ungfrú Orbridge."
„Hvernig á ég að vita að það sé innistæða
til fyrir þessari ávísun?“
John steig skrefi nær honum.
„Ef yður er annt um beinin í skrokknum
á yður fáið þér mér kvittunina á stundinni,"
sagði hann ógnandi. ,Og forðist það, að segja
ungfrúnni frá því að ég hafi greitt þennan
reikning.“
Sá horaði hraðaði sér að ná í kvittunina og
rétta honum hana.
„Þér eruð sá furðulegasti hestasveinn, sem
Heimilisblaðið
95