Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Qupperneq 10
Hyggni safnarinn Eftir Henry Duras Vinur minn, Cremaux og ég, nutum páska- leyfisins saman í litlum hafnarbæ í notalegu krá. Hann hafði verið að lesa blað, sem hann vöðlaði allt í einu saman. „Þetta er áreiðanlega bannsettur þvætting- ur,“ sagði hann dálítið órólegur. „Ég vona aö minnsta kosti að svo sé.“ „Hvað er það?“ Han svaraði spurningu minni óbeint. „Það mundi verða mér til ógæfu,“ sagði hann, „hreint og beint hatramlegt. Að ég hafi haft einn slíkan viðskiptavin, og þá gætu fleiri fylgt á eftir.“ „Heyrðu mig. Um hvað ertu eiginlega að tala?“ Það var útilokað að tala við hann um mál- verkasölu, þótt hann væri einn sá stærsti í Parísarborg. Ef rætt var um slíkt svaraði hann jafnan út í hött. „Það var fyrir stríðið, fyrir meira en tutt- ugu og sjö árum, áður en ég keypti húseignina í Rue de l’Universite, þar sem ég hefi nú hangandi málverk eftir frægustu málara, svo skiptir milljónum . .. “ „Ég veit það. Þú hafðir áður aðeins litla íbúð rétt hjá Rue Drouot. Það var þar, sem ég kynntist þér.“ , Já, þá hafði ég aðeins litla verzlun. Það er eins og þú viljir segja, að það hafi verið skemmtilegra að þekkja mig þá. Það var vegna þess, að þá hafði ég tíma aflögu. Fólk, sem hefur frístundir, það hefur tíma til að spjalla saman. Nú á dögum er það eitthvað annað. Það er erfitt að reka viðskipti. Kaupendurnir voru ekki eins áfjáðir og nú, að ná í myndir eftir nýja listamenn. Ég er nú, hvað sem öðru líður vongóður og segi við sjálfan mig: „Þetta lagast með tímanum“ En í lok mánaðarins var ég oft í vandræðum, og þegar ég horfði á myndirnar eftir Duruty Clouard og Pan- turie hugsaði ég með sjálfum mér: „Ert þú farinn að gera mistök". Nú eru til myndir eftir Clouard í öllum helztu málverkasöfnum í heiminum, og þú veizt vel að einu sinni gerði fólk gys að þeim. En enginn tók slíkt alvar- lega. Dag nokkurn byrjaði að rigna. Það var í maí um kl. 5 síðdegis. Og ég fór að hugsa: „Þetta er afleitt. Nú ekur fólk á vögnum — á þessum árum var lítið um bíla, og fólk nemur ekki staðar til að horfa í gluggana hjá mér.“ En þar fór á annan veg. Það kom mað- ur inn. Hár maður, velklæddur, en með frá- hneppt vestið. Ef til vill var það vegna hitans, eða var hann að sýna skyrtuhnappana sem voru perlur, sem í voru greyptir demantar. Ég varð dálítið undrandi, þar sem hann var ekki samkvæmisklæddur, enda á þeim tíma dags, sem slíkt hentaði ekki. „Sérvitringur“, hugsaði ég. Diana stóð með tárin í augunum. „Ég hefi ekki gleymt þér allan þennan langa tíma,“ hvíslaði hún. „En ég hélt að John Rushton hefði gleymt mér.“ John tók um hendi hennar. „Diana,“ hvíslaði hann. „Meinar þú virki- lega, að það, sem okkur dreymdi um sem börn, eigi að verða að virkileika. Getur þú gleymt því, að ég er aðeins sonur hestasveins?" „Það er vegna þess að ég man hver þú ert, að ég vil giftast þér, ástin mín,“ sagði Diana. „Og sparipeningana þína, sem þú notaðir til að kaupa verðbréfin, skulum við ávexta vel saman hér á Selcombe Grange.“ John hló hjartanlega. „Þessar krónur eru aðeins brot af þeim auðæfum, sem frændi minn eftirlét méd. Ég er ríkur maður Diana mín.“ En það var ekkkki ríkidæmi sem Diana hugsaði um þessi augnablik. Hún brosti hamingjusöm milli kossa Johns, og á meðan þagði John einnig. 98 HEIMILISBLAÐI9

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.