Heimilisblaðið - 01.05.1972, Page 12
» VALID *
Þungamiðja þessarar sögu, eftir Janet Gordon,
er afbrýðisemi manns og ást konu.
Eftir Janet Gordon
„Þetta er hamingjan," hugsaði Nancy.
Trén í rökkrinu, himininn baðaður í millj-
ónum ljósa stórborgarinnar, svanirnir, sem
hljótt og virðulega bárust hægt eftir síkinu.
Allt þetta þekkti hún, en samt var eins og
hún sæi þetta nú í fyrsta sinn.
Henni brá, þegar maðurinn við hlið hennar
sneri sér skyndilega að henni. Þau voru á
gangi í garðinum, þar sem hún hafði gengið
með Andrew Morrison á hverjum sunnudegi
í seinni tíð. Hún leit á hann.
Andrew hafði í huga sínum undirbúið langa
ræðu, sem hann ætlaði að halda yfir henni
en hann sagði ekki annað en nafn hennar:
„Nancy .... “, og svo var hún í faðmi hans.
Þetta var fyrsti kossinn þeirra, og hann
gat aðeins hvíslað: „Nancy. .. . ó, Nancy.“
„Þetta er dásamlegasta augnablik lífs
míns “ svaraði hún blíðlega.
Andrew faðmaði hana svo fast að sér, að
hana kenndi til. Svo sagði hann lágt: „Er
þetta satt?“
„Já, það er satt.“
Þau kysstust aftur, og hún tók höfuð hans
milli handa sinna og horfði á hann.
„Þú mátt trúa mér þegar ég segi þér nú,
að tilfinningar mínar til Philips, allt sem var
á milli mín og hans, því er lokið-----algjör-
lega lokið.“
Hann hrukkaði ennið, en hún hélt áfram.
„Skilurðu ekki að það bezta sem við gerum,
er að tala út um þetta. Þú veizt vel, að ég var
einu sinni hrifin af Philip. Það vissu allir a
Og nú les ég hér í blaðinu, að tveim rúm-
enskum læknum, hafi tekiztað lækna heila-
blæðingar, með því að sprauta í þá blóði úr
malaríusjúklingum. Sé þetta satt, er þetta
stórtjón fyrir viðskiptagrein okkai.
skrifstofunni, og ég skammast mín ekkert
fyrir það,“ sagði hún ákveðin, þegar hann
gerði tilraun til að færa sig frá henni. ,Þú
verður að skilja, að ég var hrifin af Philip,
og hefði hann verið öðruvísi, hefðum við
getað orðið hamingjusöm. En nú er það að-
eins einn maður í öllum heiminum sem ég
virði og treysti algjörlega í einu og öllu.
Aðeins einn maður, sem mér finnst fullkom-
inn eins og nokkur getur verið, og það ert
þú.“ Með tárin í augunum bætti hún við:
„Elsku, hjartans vinur. Láttu ekki þennan
skugga vara á milli okkar, þegar ég elska þig
svona heitt — elska þig af öllu mínu hjarta.'1
Hún bæði hló og grét, þegar hann þrýsti
henni aftur að sér. Varir þeirra mættust
aft.ur og hann hvíslaði ljúfum orðum í eyra
henni og sagði, að hún væri ástin hans og
allt hans líf.
En samt sem áður var hún ekki örugg með
að hann tryði henni. Hafði hann losað sig við
tilhugsunina um fortíðina, eða mundi hann
aldrei geta gleymt henni? Ó, þetta var til-
gangslaust og skammarlega óréttlátt, ef að
þessi skuggi átti að fylgja henni gegnum allt
lífið. Hún hafði ekkert gert sem hún þurfti
að álasa sig fyrir.
Þau leiddust gegnum garðinn. Hún gat ekki
látið vera að halla kinn sinni öðru hvoru að
öxl hans, eins og til þess að sækja þangað
styrk, traust og öryggi.
Þau fóru að tala um framtíðaráform þeirra.
Brúðkaupið vildu þau halda sem fyrst. Þau
Því sjáðu til. Það eru aðeins brjálaðar
mannsekjur, sem virkilega hafa vit á að kaupa
málverk."
★
100
HEIMILISBLAÐIÐ