Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Side 13

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Side 13
®tluðu að eignast eigið hús og garð. Það var dásamlegt. Hún vonaði að Andrew hugsaði ekki framar um Philip. En hún var hrædd uni að hann gerði það. Þegar þau buðu hvort °ðru góða nótt með kossi, fannst henni koss hans fremur kuldalegur. Nancy bar ekkert hatur til Philips. Hún Vur búin að yfirvinna það. Áður hafði það komið fyrir, að hún óskaði sér helzt að deyja, °g allt væri eingöngu hans sök. Philip hafði áreiðanlega elskað hana. Því trúði hún statt og stöðugt. Hún hafði unnið á skrifstofu föður hans, þegar Philip byrjaði að vinna hjá fyrirtæk- lnu- Hann var mjög laglegur og aðlaðandi en mjög veikgeðja. Andrew vann á sama stað, en hún hafði aldrei hugsað á sama hátt til hans. Hann var eldri, og í ábyrgðarstöðu og virtist ekki aðgengilegur. Philip var bjartur yfirlitum, með blá, bros- ftúld augu og eitthvað svo hlýlegt við sig. Þau urðu ástfangin við fyrstu sýn. Nancy fann hvernig henni leið, en að tilfinningar hans v®ru þær sömu, gat hún næstum ekki fengið Slg til að trúa. Það var of unaðslegt til þess að það gæti verið satt. Kvöld eitt, þegar þau voru að vinna yfir- Vlnnu, varð þeim ljóst, að þau voru ástfangin hvort af öðru. Philip kyssti hana. Hann var fyrsti maðurinn sem það hafði gert. Þessi fallegi, ungi sonur sjálfs forstjórans var astfanginn af henni og vildi kvænast henni. Að minnsta kosti töluðu þau um hjóna- hand, og Nancy áleit sig trúlofaða honum. hess vegna var henni ómögulegt að skilja, hvers vegna fór sem fór. Það gerðist þannig, að faðir hans komst að hhu. Hann kom inn í einkaskrifstofu sína, en har stóðu þau Philip og Nancy og voru að kyssast. Þau höfðu búist við ógurlegu upp- námi, en faðirinn lét það nægja að tilkynna Philip rólegur og ákveðinn, að móðir hans v®ri veik. Philip varð að fara heim, og Nancy hafði aðeins séð hann einu sinni síðan þetta kvöld. Þegar hún kom á skrifstofuna næsta dag, fékk hún uppsögn og laun fyrir tvær vikur. ^hilip sá hún ekki. Hún skrifaði honum ör- v®ntingarfullt bréf, en þá fékk hún bréf frá föður hans, sem bað hana að koma og tala Heimilisblaðið við sig á skrifstofunni. Hún fór þangað og var vísað inn í einkaskrifstofu hans. Þar inni stóð Philip. Faðir hans sagði henni, að hún mundi álíta að Philip hefði verið hindraður í að hitta hana. Þess vegna vildi hann, að hún heyrði það nú af Philips eigin munni, að hann óskaði ekki að sjá hana framar. Og Philip sagði, meðan hann stóð og starði yfir höfuð hennar út um gluggann: „Verið svo góðar að láta mig í friði. Ég óska ekki eftir að sjá yður frarnar." Nancy gerði sér varla grein fyrir því, hvern- ig hún komst út úr skrifstofunni og niður stigann. Hún var svo niðurbrotin, að hún óskaði sér að hún væri dauð. Þegar hún hugsaði nú til baka, gat hún ekki skilið að hún hafði vakað nótt eftir nótt og grátið yfir Philip. Skömmu seinna fékk hún bréf frá Andrew Morrison. Vin hans einn vantaði einkaritara og hún gat fengið stöðuna, ef hún vildi. Nancy tók þessu tilboði og smátt og smátt tókst henni að ná sálarjafnvægi. Henni vaið ljóst, að það hafði orðið henni til góðs aö ástarævintýfið endaði svona eins og það hafði gert, og líf með eins veiklunduðum manni og Philip hefði orðið endalaus röð af vonbrigð- um Hálfu ári eftir að hún hafði kynnzt Andrew Morrison nánar, fór hún að laðast að honum næstum óafvitandi. Hann var maður sem mátti treysta. Hún fann til öryggis þegar hún var í návist hans. Það hafði hún aldrei fundið, þegar hún var með Philip. Tilfinn- ingar hennarr til Philip höfðu aðeins verið skyndiskot, en Andrew elskaði hún af ást hinnar þroskuðu konu. Það var útilokað fyrir Andrew að efast um ást hennar, þegar hann fann hversu áköf og ánægð hún var þegar þau ræddu undirbúning brúðkaupsins. Hvert húsgagn, hvert teppi, hvert postulínsstykki var henni dýrmætt vegna þess, að allt þetta átti að fegra hið sameiginlega heimili þeirra. Nancy Ijómaði af hamingju. Þegar brúðkaupsdagurinn nálgaðist byrjuðu brúðkaupsgjafimar að berast til þeirra. Nancy hafði aldrei grunað að Andrew ætti svo marga vini, og það gladdi hana. Það kom slípaður krystall allskonar silfurmunir, glæsilegir borðlampar og fagurlega innbundnar bækur. 101

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.