Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Blaðsíða 14
Mér finnst að við ættum að bjóða öllum þessum yndislegu manneskjum í veizlu fyrir brúðkaupið," sagði hún. Þetta fannst honum ágæt hugmynd. Brúð- kaupið átti að fara fram í kyrrþey, og það var bæði sanngjarnt og vel við eigandi, að halda dálitla veizlu fyrir vini þeirra. Hann hlakkaði svo sannarlega að kynna Nancy fyr- ir kunningjum sínum, svo að þeir gætu séð með eigin augum hversu gáfað og glæsilegt konuefni hans var. Þau urðu sammála um að veizlan skyldi haldin heima hjá Nancy, svo að hún og móðir hennar höfðu mikið að starfa við undirbún- inginn. Andrew kom og hjálpaði til að flytja til húsgögn fyrir veizlukvöldið því að það var ætlunin að dansa. Nancy tók á.móti honum í vinnuslopp, vafði handleggjunum um háls honum og sagði: „Ég get varla ennþá skilið að þetta skuli vera raunveruleiki. Ég hefði aldrei trúað að lífið ætti til svona hamingju. Satt að segja er ég næstum hrædd við það.“ Hann hélt henni frá sér og horfði á bros- andi og sællegt andlit hennar. , Ekki á morgun, heldur hinn daginn, þá verðum við orðin hjón á þessum tíma. Þá ert þú orðin mín að eilífu.“ Hún lagði höfuð sitt að öxl honum og stundi af ánægju, og þannig stóðu þau þögul og hamingjusamari en hægt var að tjá með orðum eða atlotum. Allt í einu rauf símahringing þessa unaðs- legu þögn. Nancy losaði sig úr faðmi haris og tók símann. Eftir augnablik sneri hún sér að honum. Öll gleði var horfin úr svip hennar. „Viljið þér bíða augnablik,“ sagði hún. Svo lagði hún heyrnartækið frá sér og sagði við Andrew. Þú verður að hjálpa mér. Það er Philip. Hann hefur lent í bílslysi og liggur á sjúkrahúsi og spyr eftir mér.“ Svipur Andrews varð hörkulegur. „Jæja,“ sagði hann aðeins. Hún færði sig biðjandi nær honum. „Ástin mín. Þú gerir mér þetta ekki auð- velt. En ég finn að það er skylda mín að fara til hans. Hún varð næstum skelkuð þegar hún sá reiðina í svip hans. Hann sneri svo við henni bakinu og gekk að glugganum. Hún sá aö hann hnýtti hnefana og barðist við að stilla sig. Svo sneri hann sér að henni: „Hlustaðu nú á mig, Nancy. Reyndu að láta skynsemina ráða. Þú hefur engar skyld- ur gagnvart Philip. Þvert á móti. Aftur á móti álít ég að þú skuldir mér ofurlitla til- litssemi. Ég krefst þess að þú gleymir þessum Philip.“ „Þú veizt að ég hefi gleymt honum. Þú veizt að þú ert eini maðurinn í heiminum sem hefur nokkra þýðingu fyrir mig. En ég .... ég get ekki svikið . .. . “ Hann svaraði henni með rödd sem hún hafði aldrei heyrt fyrr. „Þú ert brjáluð. Veiztu að eftir hálfa aðra klukkustund koma gestirnir, sem við höfurn boðið í veizluna.... ? “ „Já ég veit það vel, Andrew, en reyndu að skilja mig. Hann er aleinn. Hann er mikið slasaður. Ég er eina manneskjan sem honum þótti vænt um. Það veit ég. Hann kom skamm- arlega fram við mig vegna þess að hann var svo viljalaus, þótt honum þætti vænt um mig. Þú verður að skýra fyrir gestunum, að ég hafi verið kölluð í skyndi til sjúkrahússins. Ég skal koma til baka eins fljótt og ég get.“ „Þú ert trufluð. Hreinlega geðbiluð. ... “ „Hún gekk að símanum og svaraði: „Já ég skal koma strax.“ Andrew gekk til hennar sótrauður af bræði. Þegar hún hafði lagt heyrnartækið á, þreif hann um handlegg hennar. Hún hafði alltaf vitað að Andrew var skapmikill, þótt hann kynni oftast að stilla sig, en nú hörfaði hún ósjálfrátt undan þegar hún sá andlit hans. „Jæja. Svo þú ætlar að hafa mig að fífli.“ , Andrew." „Þú heldur að þú getir hagað þér þannig gagnvart mér, að ég sé látinn afsaka fjar- veru þína við gestina með því að þú hafir aftur farið til hans.“ „Reyndu að skilja mig,“ bað hún. „Þetta er ekki vegna þess að það er Philip. Ég hefði gert það sama hver sem það hefði verið sem bað mig að koma. Hugsaðu þér, Andrew. Philip liggur ef til vill fyrir dauðanum og á meðan á ég að dansa og skemmta mér.“ Hún lækkaði röddina. „Ég elskaði hann þó einu sinni.“ „Þetta var meira en Andrew þoldi. „Og þetta segirðu upp í opið geðið á mér?“ 102 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.