Heimilisblaðið - 01.05.1972, Page 16
Nancy sat og hélt í hönd Philips. Hann lá
með lokuð augun. Það var þögult og hálf-
rokkiið í sjúkrastofunni. Frá stólnum gat
Nancy séð út gegnum gluggann, þar sem ljós-
kerin og húsþökin teygðu sig upp í dökkan
næturhimininn.
Skömmu síðar voru dyrnar opnaðar og
maður gekk inn að skerminum. Nancy leic
upp. Þetta var faðir Philips. Hann heilsaði
þegjandi og setti sig á annan stól við rúmið.
Tíminn sníglaðist áfram. Það kom læknir
og þreifaði á slagæð sjúklingsins og sprautaði
hann í handlegginn. Öðru hvoru beygði faðir
Philips sig fram og horfði á meðvitundar-
lausan son sinn.
Það fór að birta til utan við gluggann. Svo
var slökkt á götuljósunum, og um sama leyti
slokknaði einnig lífsljós Philips.
Þau stóðu niðri í anddyri sjúkrahússins,
faðir Philips og Nancy. Hann er bugaður
maður, hugsaði hún, og minnti nú ekki á hinn
stranga og virðulega forstjóra á skrifstofun-
um.
,Þér eruð góð kona. Aðeins góð kona hefði
komið hingað eftir allt sem á undan er geng-
ið.“ Hann þagnaði augnablik og stundi við.
„Við höfum verið óvinir, sonur minn og ég,
í meira en ár. Hann kom aldrei heim.“
Nancy skildi hvað hann meinti. Það var
auðvelt að leiða hinn veiklundaða son hans
út í ýmislegt — og faðirinn sjálfur ósveigjan-
legur. Það hafði aldrei ríkt skilningur milli
þeirra, og engin ástrík móðir til að lægja
öldurnar og bera sáttarorð milli þessara ólíku
feðga.
Faðir Philips leit skyndilega framan í hana.
„Mér yfirsást einnig hvað yður snerti. Hann
elskaði yður og þér voruð góð kona. Ég hefði
átt að láta hann kvænast yður. Þá væri hann
vafalaust á lífi nú.“
Nancy lagði hendi sína varlega á handlegg
hans, en hún var ekki hrædd við hann lengur.
Henni fannst sem hún mundi aldrei óttast
neitt héðan í frá. Auðæfi og hroki mundu
aldrei framar blinda augu hennar fyrir líð-
andi og stríðandi mannverum.
„Það held ég ekki. Ég álít að enginn geti
haft svo sterk áhrif á aðra manneskju að það
geti gjörbreytt eðli hennar.“
„Ég hefði getað gert það,“ sagði gamli
104
maðurinn og laut höfði. Ég hefi alla tíð verið
of strangur við son minn. Ég krafðist þess
að sonur minn væri eins og ég sjálfur. En nú
skil ég, að það er ekki hægt að gera sömu
kröfur til annarra og maður getur gert til
sjálfs sín. Kringumstæðurnar eru oft svo
breytielgar að maður verður óréttlátur. Ég
elskaði drenginn minn, en hann vissi það
ekki — fann það ekki.“
Það eru til sorgir, sem ekki er hægt að
gera léttbærari, og Nancy gekk hljóðlega út
úr anddyrinu.
Sólin skein glatt þegar hún kom út fyrir
hina stóru vængjahurð sjúkrahússins. Hún
nam staðar augnablik og andaði að sér fersku
morgunloftinu.
„Maður, sem beðið hafði fyrir utan sjúkra-
húsið klukkutímum saman, gekk til hennar.
„Nancy, ég skammast mín. Ég var afbrýði-
samur, en því vil ég loía þér, að það skal aldrei
framar verða.“
Þetta var Andrew. Hún sá að hann var
samkvæmisklæddur undir frakkanum. Hún
vissi að hann hafði ekki getað lagst til svefns.
Hann var órakaður, en einhver nýr blær í and-
litsdráttunum. Það var sálarfriður.
„Þú þarft heldur ekki að hafa ástæðu til
þess framar. Hann er dáinn.“
Svo kastaði hún sér grátandi í faðm hans
og fékk þar útrás sorg sinni og örvæntingu.
Síðan leiddust þau burt eins og tvö börn.
„Ég elska þig,“ sagði Andrew hátíðlega.
„Og ég elska þig,“ svaraði hún.
Báðum fannst þeim þessi margtöluðu orð
hefðu fengið nýja og dýpri þýðingu.
Þú ert góður og hlýr. Þú bit-
ur mig ekki?
HEIMILISBLAÐIÐ