Heimilisblaðið - 01.05.1972, Qupperneq 19
NATALIA
Framhaldssaga eftir Jennyfer Ames
Systirin þagnaði og horfði skelfd á Natalie.
..Systir Natalie. Hvað er að yður? Eruð þér
veik?“
Natalie gat engu svarað. Hún hné niður á
gólfið.
Skerandi hræðsluóp systur Garsons, fékk
Bob til þess að líta upp. Hann sá strax, að ein
af hjúkrunarkonunum hafði sýnilega fallið í
yfirlið, og hraðaði sér yfir í hornið, þar sem
Natalie lá á gólfinu.
„Hvað er að, systir?“ spurði hann lágt.
,Ekkert alvarlegt, herra Bradburn. Það
leið yfir einn hjúkrunarnemann. Ef til vill er
hún ofþreytt. Ég skal ná í vatn .. . “
Meðan hún hljóp eftir vatni kraup Bob niður
við hlið Natalie og lyfti höfði hennar. Við það
rann hvíti, stífaði kappinn af höfði hennar.
Hann sá nú kastaníubrúnt hárið og formfagra
andíitsdrættina.
..Hvað .. . Natalie, Natalié litla, hálf hróp-
aði hann. Um leið fann hann eins og straum
af gleði fara um sál sína. Hann starði ákafur
°g athugull á andlit hennar. Natalie opnaði
augun og brosti.
„Doktor Brad.“ hvíslaði hún.
Nú kom systir Garson með vatnið, baðaði
enni hennar og gaf henni ofurlítið að drekka.
„Þetta líður hjá eftir augnablik, herra Brad-
burn,“ sagði hún. „Tefjið yður ekki lengur.
Þetta var mjög nærgætið af yður.“
Hann stóð á fætur. ,Viljið þér vera svo góð-
ar, að senda systir Norris inn til mín, þegar
hún hefur jafnað sig. Ég verð á skrifstofu
f ramkvæmdast j órans. “
Systir Garson varð undrandi, en gerði engar
athugasemdir. Þegar hann var farinn, hjálpaði
hún Natalie á fætur.
„Heyrðuð þér hvað hann sagði? Herra Brad-
burn vill tala við yður í skrifstofu fram-
hvæmdastjórans.1
»Ég heyrði það,“ hvíslaði Natalie, lágri,
óstyrkri röddu. „En ég ... ég held að ég
fari ekki. Annars líður mér ágætlega."
„Þér ættuð að fara. Eftir smá stund hafið
þér jafnað yður alveg. Það kom fyrir, að það
leið yfir mig, þegar ég var yngri. Það er ekkert
alvarlegt, og fyrst herra Bradburn vill tala við
yður, væri það heimskulegt að gera það ekki.
Þér ljúkið senn námi hér . . . og skurðlæknir
getur hjálpað hjúkrunarkonu á ýmsan hátt.
Fyrst hann kvænist ríkri konu, fær hann sér
sjálfsagt aðsetur í Harleystræti, og verður
einn af þeim fínu. Hann getur ef til vill út-
vegað yður gott starf. Já, það væri heimsku-
legt af yður, að fara ekki og tala við hann.“
„Jæja, ég skal fara,“ sagði Natalie og strauk
hendinni þreytulega yfir ennið. Hún gerði það
ósjálfrátt því hún vissi naumast hvað hún
sagði, eða gerði. Hún hugsaði um það, sem
systir Garson hafði sagt. Að doktor Brad . ..
doktor Brad hennar ætlaði að kvænast. Kvæn-
ast Marjorie Daw, ungu stúlkunni, sem hún
hafði séð heima hjá honum, kvöldið eftir
dauða Beste. Stúlkunni með ljósa hárið, sem
virtist næstum hvítt, og sérkennilegu, græn-
leitu augun, fallegu, glaðværu stúlkunni, sem
hafði kallað hann kærasta og sagst hafa
kcmið til borgarinnar, til þess að vera hjá
honum.
„Líður yður betur núna, systir Norris?“
„Já ... já, þakka yður fyrir,‘ flýtti hún sér
að svara. „Nú er allt í lagi. Ég ætla að fara
niður til herra Bradburn strax ef þér getið
verið án mín,“ bætti hún rólega við.
Bob stóð við gluggann, þegar Natalie kom
inn. Hann sneri sér samstundis við, brosti og
rétti henni báðar hendurnar.
„Natalie. Mikið ert þú orðin breytt. Ég ætl-
aði varla að þekkja þig.“
„Auðvitað hefi ég breytzt," svaraði hún og
endurgalt bors hans. „Þú gast varla búist við
HEIMILISBLAÐIÐ
107