Heimilisblaðið - 01.05.1972, Side 20
því, að ég væri ennþá með gömlu flétturnar
mínar.“
„Það er ekki eingöngu það. Þú ... “ Hann
þagnaði snögglega, því hann var næstum búinn
að segja: „Þú ert svo framúrskarandi falleg."
En í stað þess bætti hann við: „Þú er orðin
fullþroskuð stúlka.“
En fallegu, vingjarnlegu augun hans, sáu
fleira en það, þótt þau virtust ekki horfa beint
rannsakandi á hana. Þau sáu að andlit hennar,
sem nú hafði jafnað sig, var svo forkunnar
fagurt, að honum kom ekki annað orð í hug,
til þess að lýsa því, en yfirnáttúrulegt. Augu
hans sáu einnig að bak við fullkomna ró henn-
ar, bjó heit og viðkvæm sál, en jafnframt
staðfesta og kjarkur. Hún brosti við honum
og sagði:
„Einhvern tíma verða allir fullþroskaðir,
doktor Brad ... ó, en nú má ég auðvitað ekki
kalla yður Doktor Brad lengur."
„Hvers vegna ekki? Mér finnst það ágætt.
Annars hefur margt gerzt, síðan þú varst vön
að kalla mig doktor Brad.“
Hún játaði, en í raun og veru fannst henni,
eins og ekkert hefði gerzt. Alls ekkert, síðan
hún stóð frammi fyrir honum í risherberginu
þeirra Beste, . .. stóð frammi fyrir honum ná-
kvæmlega eins og nú. Kringumstæðurnar
höfðu breytzt, en það eina, sem hafði raun-
verulega þýðingu, var hið sama. Þá, var hann
það eina, sem máli skipti fyrir hana, og nú?
Nú var hann það enn eins og áður, sem öllu
skipti fyrir hana. Þá og nú ... allt annað var
eins og flöktandi skuggar liðins tíma.
Hún heyrði að hann var að tauta eitthvað
um það, hvað honum þætti leitt að hafa ekki
. litið meira til hennar síðustu árin, heyrði hann
segja eitthvað um það, að hann hefði aldrei
haft stund aflögu fyrir sjálfan sig.
„Ég hefi ekki einu sinni hitt Marjorie oftar
en tvisvar eða þrisvar sinnum í heilt ár.“
„Ég man eftir henni,“ sagði Natalie stilli-
lega. „Um kvöldið . . . heima hjá yður.“
Hann starði á hana. Daufur roði færðist
yfir enni hans. „Hugsa sér, að þú skulir muna
það.“
Hún hló, en hann gat ekki skilið, hvers
vegna hún fór að hlægja. Var það svo fráleitt
að hún gæti munað það.
„Er hún alltaf jafn falleg?" spurði hún
gætilega.
Hann kinkaði kolli og bláu augun ljómuðu.
„Hún er alltaf eins. Hún er ein af þessum
manneskjum, sem tíminn setur ekki spor sín
á. í raun og veru er hún barn, og mun halda
áfram að vera eins og bam. Það er eitt af því,
sem gerir hana svo heillandi. Það er unun að
tala við hana, þegar maður er þreyttur eða
áhyggjufullur. Hún fær mann til að gleyma
öllum áhyggjum, og hverfa inn í hennar heim.
Heim, sem að vísu er óraunverulegur, en þægi-
legur meðan hann varir.“ Hann andvarpaði.
„Já ég get vel skilið þetta,“ sagði hún hljóð-
lega. „Hún er eins og kampavín."
Hann leit snöggt til hennar. Þetta hafði
hann einmitt ætlað að fara að segja. Það var
næstum dularfullt, hversu fljót hún var að
skilja hann. Jafnvel á meðan hún var barn,
var eins og hún hefði hæfileika til að lesa
hugsanir hans — dálítið skemmtilegir eigin-
leikar hjá barni, en það gerði hann ofurlítið
órólegan, að þessi fullþroskaða kona, sem stóð
hjá honum, skildi ennþá geta gert það.
„Vilt þú ekki fá þér sæti og segja mér eitt-
hvað um sjálfa þig. Það eru fimm til tíu mín-
útur þangað til ég þarf að fara á skurðstof-
una. Ég vil gjarnar líta á herra Barnstorm."
„Þakka yður fyrir,“ sagði hún og setti sig
dálítið óstyrk á ystu brún bakhás stóls, og
spennti greipar yfir um hnéð.
Hversu oft, . . . já ótal sinnum, hafði. hún
ímyndað sér sig í þessum kringumstæðum,
hugsað sér, hvernig þau myndu horfa hvort
á annað, gert sér í hugarlund að hún myndi
ganga til hans ófeimin og brosandi, og segja:
„Jæja. Nú hefi ég lokið náminu, doktor
Brad, og ég er komin til þess að minna yður á
loforð yðar.“ En nú var hún enn á ný haldin
þessum bjánalega veikleika, sem alltaf hafði
kvalið hana, þegar hann kom í heimsóknir á
„Heimilið“. Þá hafði hún ekki skilið, hvers
vegna henni vafðist tunga um tönn. Það hafði
verið bæði bjánalegt og ástæðulaust. Nú skildi
hún, hvað lá að baki þessu. Það var hugsunin
um Marjorie Daw.
„Var það ekki ég, sem kom með þá uppá-
stungu, að þú yrðir hjúkrunarkona?“
Rödd Bobs vakti hana af draumum sínum.
„Jú, það er áreiðanlegt. Við vorum að tala
saman í herberginu hennar ömmu þinnar. Þú
spurðir mig, hvað þú ættir að gera, til þess að
verða einhverjum til góðs í heiminum, og ég
108
HEIMILISBLAÐIÐ